Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Búið ykkur undir stórkostlegar fintur og ótrúleg skot

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg, er einn sjö leikmanna sem Handknattleikssamband Evrópu (EHF) bendir áhorfendum að beina sjónum sínum að á keppnistímabilinu sem hefst eftir rúma viku.Minnt er á að leit sé að þeirri vörn sem Ómar...

ÍR bætir við sig leikmönnum og Anna Dögg framlengir

ÍR hefur fengið til sín Berglindi Björnsdóttur og Erlu Maríu Magnúsdóttur frá Fjölni/Fylki áður en átökin hefjst í Grill66-deild kvenna síðar í þessum mánuði.Berglind er 22 ára miðjumaður sem getur leyst allar stöður fyrir utan. Hún er kvikur og...

Molakaffi: Sunna, Harpa, Aðalsteinn, Lovísa, Steinunn, Örn, Bjarki, Christiansen

Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður var ekki í leikmannahópi GC Amicitia Zürich þegar liðið tapaði fyrir Spono Eagles, 42:25, í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í gær. Sunna Guðrún tognaði á ökkla nokkrum dögum fyrir leik og varð að sitja yfir. Hún...

Sigvaldi og Janus höfðu betur í Íslendingaslag

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk og Janus Daði Smárason þrjú mörk fyrir Kolstad í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Kolstad vann annað norskt lið, Drammen, 29:21, í síðari viðureign...
- Auglýsing-

Myndskeið: Rakel Sara innsiglaði fyrsta sigur Volda

Nýliðar Volda, með fimm Íslendinga innanborðs, unnu sinn fyrsta leik í dag þegar flautað var til leiks norsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki. Volda, sem kom upp úr 1. deild í vor, hafði betur gegn öðru Íslendingatengdu liði, Fredrikstad Bkl, 23:21,...

Jakob fékk skell í fyrsta leik

Jakob Lárusson mátti horfa upp á lið sitt, Kyndil, steinliggja með 16 marka mun fyrir H71 i meistarakeppninni í færeyska kvennahandboltanum í dag, 38:22. Meistarar H71 voru með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:12. Leikurinn fór fram...

Þýskaland: Arnór Þór byrjaði leiktíðina á sigri

Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark þegar lið hans Bergischer HC vann GWD Minden í Minden í dag í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, 28:25.Andri Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Stuttgart þegar liðið steinlá í heimsókn til...

Myndskeið: Ólafur skaut Zürich í aðra umferð

Ólafur Andrés Guðmundsson skaut svissneska liðinu GC Amicitia Zürich áfram í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag. Hann skoraði sigurmarkið sem reið baggamuninn þegar upp var staðið í níu marka sigri á heimavelli, 32:23, á pólska...
- Auglýsing-

Ómar og Gísli byrjuðu titilvörnina á sigri

Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg hófu titilvörnina í dag með öruggum sigri á nýliðum ASV Hamm-Westfalen á heimavelli, 31:23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11.Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu að vanda...

Óskabyrjun hjá Viktori Gísla með Nantes

Óhætt er að segja að landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hafi fengið draumabyrjun með nýjum samherjum í gær þegar lið hans, Nantes, vann meistarakeppnina í Frakklandi. Viktor Gísli og félagar unnu stórlið PSG með fjögurra marka mun, 37:33, eftir að...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13679 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -