Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður hefur samið við brasilískan markvörð

Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við 21 árs gamlan brasilískan markvörð, Emannuel Augusto Evangelista. Standa vonir til þess að Brasilíumaðurinn verði klár í slaginn í Olísdeildinni þegar Hörður sækir Íslands- og bikarmeistara Vals heim...

Íslendingatríóið fagnaði eftir fyrsta leikinn

Íslendingatríóið hjá Ribe-Esbjerg fagnaði sigri í fyrsta leik sínum fyrir félagið í upphafsumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Ribe-Esbjerg vann Mors-Thy með þriggja marka mun á heimavelli, 30:27, eftir að hafa verið yfir, 17:14, eftir fyrri hálfleik.Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú...

Guðlaugur verður við hlið Jónatans Þórs

Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Guðlaugur Arnarsson kemur inn í þjálfarateymi karlaliðs KA á komandi keppnistímabili og mun starfa með Jónatan Þór Magnússyni aðalþjálfara. Sverre Andreas Jakobsson verður áfram í þriggja manna þjálfarateymi KA eins og undanfarin ár.Samhliða störfum...

Friðrik Hólm kominn til liðs við ÍR

Eyjamaðurinn Friðrik Hólm Jónsson hefur fengið félagaskipti frá ÍBV til nýliða ÍR í Olísdeild karla. Þetta kemur fram í félagaskiptaskrá á vef HSÍ. Friðrik Hólm er vinstri hornamaður og hefur leikið með ÍBV síðustu árin og var m.a. í...
- Auglýsing-

Molakaffi: Ólafur Andrés, Aðalsteinn, Jóhanna Margrét, Pera, Vasile

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir GC Amicitia Zürich þegar liðið vann öruggan sigur á HSC Kreuzlingen, 33:24, í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Ólafur kom mikið við sögu í leiknum og lét einnig...

Þórhildur tryggði annað stigið

Þórhildur Gunnarsdóttir tryggði Stjörnunni jafntefli gegn Selfossi í síðari leik kvöldsins á Ragnarsmótinu í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi. Þórhildur jafnaði metin þegar mínúta var til leiksloka, 22:22. Heimaliðið átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana...

Haukar hafa samið við Pranckevicius

Haukar hafa samið við markvörðurinn Matas Pranckevicius um að leika með Hafnarfjarðarliðinu á keppnistímabilinu sem hefst í næstu viku. Pranckevicius er 24 ára gamall Litái. Hann hefur verið við æfingar með Haukaliðinu undanfarna daga með það í huga að...

Steinunn skoraði þriðjung markanna

Steinunn Björnsdóttir skoraði þriðjung marka Framliðsins sem vann ÍBV, 30:27, í fyrri leik annarrar umferðar Ragnarsmótsins í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Fram hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og mætir Selfossi á laugardaginn í...
- Auglýsing-

Lærisveinar Guðjóns Vals fóru vel af stað

Flautað var til leiks í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld og voru fjórar viðureignir á dagskrá og komu Íslendingar við sögu í þeim öllum.Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar og nýliðar deildarinnar, Gummersbach, gerðu það gott í heimsókn sinni...

Handboltafólk er sagt hafa leitt hallarbyltingu hjá ÍBV

Sæunn Magnúsdóttir var í gærkvöld kjörin formaður aðalstjórnar ÍBV á framhaldsaðalfundi. Aðrir sem náðu kjöri í aðalstjórn eru Arnar Richardsson, Bragi Magnússon, Erlendur Ágúst Stefánsson, Kári Kristján Kristjánsson, Örvar Omrí Ólafsson og Sara Rós Einarsdóttir. Varamenn eru Guðmunda Bjarnadóttir...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13678 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -