Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ólafur Örn, mjög óvænt, Sarmiento, Hansen, ósigrandi Egyptar, Barcelona

Ólafur Örn Ólafsson hefur verið ráðinn styrktarþjálfari yngri flokka (3., 4. og 5. flokka) Stjörnunnar í handknattleik. „Ólafur hefur starfað sem einkaþjálfari síðan 2006 og hefur komið víða við á sínum ferli, allt frá íþróttaskóla Latabæjar til Crossfit í...

Framarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik

Þótt Fram væri alls ekki með alla sína sterkustu leikmenn í kvöld gegn Stjörnunni þá vann liðið örugglega, 29:20, í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi. Framarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en...

Grótta hafði betur í Kórnum

Grótta hafði betur gegn HK í UMSK-móti kvenna í handknattleik þegar liðin mættust í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.Þetta var fyrsti sigur Gróttu á mótinu en liðið tapaði naumlega fyrir Stjörnunni...

Íslendingaliðið vann með 42 marka mun

Norska handknattleiksliðið Volda, sem ekki færri en fimm Íslendingar koma við sögu hjá, gjörsigraði smá- og grannliðið Ørsta í norsku bikarkeppninni í handknattleik kvenna í kvöld. Yfirburðir Volda í leiknum voru miklir og munaði 42 mörkum á liðunum þegar...
- Auglýsing-

Selfoss vann upphafsleikinn örugglega

Selfoss vann ÍBV í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna á Sethöllinn á Selfossi í kvöld með sex mark mun, 33:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.Aldrei var spenna í viðureigninni. Heimaliðið var sjö...

Stephen verður markvarðaþjálfari Víkinga

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Stephen Nielsen um að taka að sér markvarðaþjálfun hjá félaginu. Stephen mun sinna markvarðaþjálfun hjá meistaraflokki karla og kvenna ásamt yngri flokkum.Stephen er vel þekktur á meðal handknattleiksáhugafólks hér á landi. Hann lék um...

Dagskráin: Ragnarsmótið hefst í kvöld

Flautað verður til leiks á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik á Selfossi í kvöld. Fjögur sterk lið mæta til leiks, þar á meðal Íslands-, og deildarmeistarar Fram. Einnig tekur ÍBV þátt í mótinu, svo og Stjarnan auk heimaliðsins, Selfoss sem...

Molakaffi: Hafþór Már, Kolbrún Arna, Novak

Hafþór Már Vignisson og nýir samherjar hans í Empor Rostock unnu Nordhorn, 22:20, á heimavelli í gærkvöld og tryggðu sér þar með sæti í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Um var að ræða fyrsta opinbera kappleik Akureyringsins fyrir...
- Auglýsing-

Sigríður Unnur ráðin til Gróttu

Sigríður Unnur Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu sem leikur i Grill66-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Sigríður verður Gunnari Gunnarssyni til halds og trausts en Gunnar tók við þjálfun Gróttuliðsins í sumar.Sigríður kemur frá Val þar...

Ekki dagur Íslendinga í danska bikarnum

Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia Håndboldklub, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson tók við þjálfun hjá í sumar, féll úr leik í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Fredericia tapaði fyrir 1. deildarliðinu Skive fH, 30:29, í Skivehallen á Jótlandi....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13677 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -