Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæta Ísraelsmönnum tvisvar í Eyjum – Harðarleiknum frestað fram í október

Báðar viðureignir ÍBV og ísraelska liðsins HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik verða háðar í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16 laugardaginn 10. september...

Molakaffi: Æfa í Albír, Þorsteinn, Sigvaldi Janus, Aldís, Ásdís, Ásgeir, Lovísa, Steinunn

Kvennalið Vals og karlalið Aftureldingar og Fram fara til Albír á Spáni í dag. Þar verða þau í viku í Albír við æfingar og keppni áður Íslandsmótið í handknattleik hefst í Olísdeildum kvenna og karla í fyrri hluta næsta...

Öruggur sigur ÍBV – Ágúst Ingi jafnaði fyrir Hauka

ÍBV vann FH í miklum markaleik í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í kvöld, 43:35, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:19. Í síðari leik kvöldsins skildu Haukar og Stjarnan jöfn, 28:28. Ágúst Ingi Óskarsson...

Heimir Óli tekur slaginn með Haukum

Heimir Óli Heimisson hefur ákveðið að taka slaginn áfram með Haukum á komandi leiktíð í Olísdeildinni. Haukar segja frá þessu í kvöld.Heimi Óla mun hafa runnið blóði til skyldunnar vegna meiðsla línumanna Haukaliðsins. Gunnar Dan Hlynsson sleit krossband fyrir...
- Auglýsing-

Fyrst og fremst verið að svara ákalli hreyfingarinnar

„Fyrst og fremst var um að ræða ákall hreyfingarinnar um þessar breytingar sem gerðar voru,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í dag þegar handbolti.is leitaði viðbragða hjá sambandinu við gagnrýni sem Birkir Guðsteinsson þjálfari 5. og 6....

Dagskrá: Önnur umferð Hafnarfjarðarmótsins

Önnur umferð Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik fer fram í kvöld á Ásvöllum, heimavelli Hauka, með tveimur leikjum sem hefjast klukkan 18 og 20. Mótið hófst á mánudaginn og verður leitt til lykta á föstudaginn.Leikir kvöldsins:Ásvellir: FH - ÍBV, kl. 18.Ásvellir:...

Ásdís Þóra bætist í hópinn hjá Val

Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur ákveðið að snúa heim til Vals á ný eftir rúmlega árslanga lánsdvöl hjá Lugi í Svíþjóð. Ásdís samdi við Lugi fyrir tveimur árum en varð fyrir því óláni að slíta krossband stuttu seinna í...

Molakaffi: Guðjón er hættur, Elliði Snær, Jicha, Smits, Tomac, Lunde

Guðjón Björnsson lét nýverið af störfum sem formaður handknattleiksdeildar HK eftir tveggja ára setu á stóli formanns.  Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HK í gær. Áður hafði Guðjón verðið formaður barna- og unglingaráðs um þriggja ára skeið...
- Auglýsing-

Aron atkvæðamikill – Aalborg vann meistarakeppnina

Aron Pálmarsson lék afar vel fyrir dönsku bikarmeistarana í Aalborg Håndbold í kvöld þegar liðið vann meistara GOG, 36:31, í meistarakeppninni í danska handknattleiknum. Viðureignin markar upphaf keppnistímabilsins en keppni hefst í úrvalsdeildinni um mánaðarmótin. Aalborg Håndbold hefur hér...

Stjarnan er komin með tvo vinninga

Stjarnan stendur vel að vígi á UMSK-móti kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt HK í kvöld með þriggja marka mun í annarri umferð mótsins, 32:29. Leikurinn fór fram í Kórnum.Stjarnan hefur þar með tvo vinninga eftir að loknum...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13672 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -