Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Sigur er það eina sem dugir

Ekkert annað en sigur dugir hjá U20 ára landsliði Íslands gegn Króatíu á morgun í leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Porto. Eftir að Króatía og Ítalía skildu jöfn, 25:25, í riðli Íslands í dag þá eru bæði...

U20: Færeyski töframaðurinn lék Norðmenn grátt

Elias Ellefsen á Skipagøtu mætti til leiks á ný eftir tveggja leikja fjarveru og fór á kostum með samherjum sínum í U20 ára landsliði Færeyingar þegar þeir unnu Norðmenn, 33:31, í fyrstu umferð í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Porto í...

Valur fer beint í Evrópudeildina – Risastórt fyrir okkur

Íslands- og bikarmeistarar Vals fá sæti í Evrópudeildinni í handknattleik karla á næstu leiktíð. Þeir hlaupa yfir undankeppnina og fara beint í riðlakeppnina sem hefst 25. október og stendur yfir til 28. febrúar í fjórum riðlum með sex liðum...

U20: Svartfellingar voru kjöldregnir – HM vonin lifir

Íslenska landsliðið sýndi hvers það er megnugt í morgun þegar það vann stórsigur á Svartfellingum, 41:28, í fyrri leik sínum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, í Porto. Þar með lifir vonin áfram...
- Auglýsing-

ÍBV byrjar í fyrstu umferð – KA og Haukar í annarri

Haukar, ÍBV og KA eru skráð til leiks í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem hefst í byrjun september. ÍBV verður með þegar dregið verður til fyrstu umferðar í næsta þriðjudag. Haukar og KA mæta til leiks í aðra umferð...

U20: Tveir verða fjarverandi gegn Svartfellingum

Þorsteinn Leó Gunnarsson og Jóhannes Berg Andrason leika ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, þegar liðið mætir Svartfellingum á Evrópmótinu í Porto í dag. Flautað verður til leiks klukkan 11. Viðureignin er sú...

Molakaffi: HM í Túnis, Kenía, Afríkukeppnin, Costa-bræður, bjölluhnappar

Karim Helali, forseti handknattleikssambands Túnis, segir frá því á Facebook að Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, hafi hvatt sig til þess að láta handknattleikssamband Túnis sækja um að halda heimsmeistaramót í handknattleik á næstu árum. Moustafa og Helali hittust...

Þór semur við línumann frá Vardar

Handknattleikslið Þórs á Akureyri hefur tryggt sér krafta Kostadin Petrov, línumanns frá Norður Makedóníu, fyrir næsta keppnistímabili. Frá þessu segir Akureyri.net í kvöld.Petrov stendur á þrítugu og lék með meistaraliði RK Vardar síðari hluta síðasta keppnistímabils eftir að hafa...
- Auglýsing-

Valur í efri flokki – KA/Þór og ÍBV í þeim neðri

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfesti í morgun þátttöku Vals, KA/Þórs og ÍBV í Evrópubikarkeppni kvenna á næsta keppnistímabili. Liðin þrjú hefja þátttöku í fyrstu umferð keppninnar.Dregið verður til fyrstu umferðar þriðjudaginn 19. júlí. Valur verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið...

Íslendingum fjölgar í Danmörku

Eftir að Halldór Jóhann Sigfússon samdi við Tvis Holstebro og verður annar af tveimur þjálfurum liðsins á næsta keppnistímabili er útlit fyrir a.m.k. fimmtán handknattleiksmenn og þjálfarar verði í eldlínunni í tveimur efstu deildum danska handknattleiksins á næsta keppnistímabili....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13658 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -