- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðni Þór brást ekki bogalistin

Óðinn Þór Ríkharðsson lét sér nægja að skora sex mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í dag þegar liðið vann HC Kriens-Luzern með átta marka mun á heimavelli í lokaumferð svissnesku A-deildarinnar í handknattleik, 36:28. Óðinn skoraði fjögur af mörkum sínum...

Sigvaldi og Janus skoruðu helming markanna

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason skoruðu helming marka Noregsmeistara Kolstad í kvöld þegar liðið vann meistara síðustu ára, Elverum, 30:27, í Elverum í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Sigvaldi Björn, sem er fyrirliði Kolstad, varð meistari með...

„Allur hópurinn er reynslunni ríkari“ – úrslit lokaumferðarinnar

Afturelding fékk afhent sigurlaun fyrir að vinna Grill 66-deild kvenna í dag eftir að liðið lagði HK U, 39:21, í síðustu umferð deildarinnar á Varmá. Afturelding vann deildina með 29 stigum í 16 leikjum, varð fjórum stigum á undan...

Elliði Snær sá rautt í Kiel

THW Kiel er komið á kunnuglegar slóðir í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lið félagsins settist í efsta sæti deildarinnar í dag í framhaldi af fjögurra marka sigri á Gummersbach, 30:26, í Schwalbe Arena í Gummersbach. Kiel, sem er...
- Auglýsing-

Meistararnir misstu af möguleikanum á efsta sæti

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg missti af tækifæri til að setjast í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag þegar liðið náði jafntefli við MT Melsungen, 27:27, í viðureign liðanna sem fram fór í Kassel. Kay Smits jafnaði metin fyrir...

Sandra og samherjar réðu ekki við Oldenburg

TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik leikur með, tapaði fyrir VfL Oldenburg í bronsleik þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag, 30:26. Leikið var Porsche-Arena í Stuttgart.Sandra skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Hún er ein...

Aldís Ásta og Jóhanna Margrét jöfnuðu metin

Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og félagar þeirra í Skara HF tryggðu sér framhald í einvíginu við Höörs HK H 65 í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Skara vann aðra viðureign liðanna á heimavelli í dag, 29:27,...

Dagskráin: Bikar fer á loft í Mosfellsbæ

Síðasta umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik fer fram í dag. Flautað verður til leiks í leikjunum fjórum klukkan 16 í Skógarseli, Úlfarsárdal, Varmá og í Safamýri.Í leikslok á Varmá fær Aftureldingarliðið afhent sigurlaun sín en liðið innsiglaði...
- Auglýsing-

Molakaffi: Sveinn, Teitur, Örn, Tumi, Bjarki, Harpa, Sunna, Jakob, Donni

Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir GWD Minden sem vann Wetzlar í heimsókn til liðsins í gær, 27:25. Sveini var einu sinni gert að vera utan vallar í tvær mínútur.  GWD Minden hefur þar með fengið þrjú af...

Haukar færðust skrefi nær úrslitakeppninni

Haukar stigu skref í átt til sætis í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Val, 36:31, í 20. umferð. Leikurinn fór fram í Origohöllinni. Haukar hafa nú 19 stig í áttunda sæti og eru...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
15966 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -