- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Horzen, Vujovic, meistarar hér og þar, Rasmussen, Pena

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach hefur samið við tvo leikmenn til viðbótar fyrir næsta keppnistímabil. Annars vegar er um að ræða línumanninn Kristjan Horzen frá Rhein-Neckar Löwen og vinstri hornamanninn Milos Vujovic frá Füchse Berlin. Vujovic var markahæsti leikmaður...

Haukur varð pólskur meistari í þriðja sinn með Kielce

Haukur Þrastarson fagnaði í kvöld pólska meistaratitlinum í handknattleik með samherjum sínum í Barlinek Industria Kielce eftir sigur á Wisła Płock í æsilega spennandi leik á heimavelli, 27:24. Barlinek Industria Kielce og Wisła Płock enduðu jöfn að stigum en...

Sígilt Íslendingalið endurheimtir sæti í þýsku 2. deildinni

Þýska handknattleiksliðið EHV Aue, sem mörgum íslenskum handknattleiksmönnum er að góðu kunnugt, hefur endurheimt sæti í 2. deild þýska handknattleiksins eftir ársveru í 3. deild. EHV Aue vann í dag Hildesheim í næst síðustu umferð umspilskeppni um sæti í...

Fjórar voru einnig í meistaraliðinu 2019 – Ágúst meistari í annað sinn

Fjórir leikmenn liðs nýkrýndra Íslandsmeistari Vals í handknattleik kvenna voru einnig í síðasta meistaraliði Vals fyrir fjórum árum. Þær eru Auður Ester Gestsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Hildur Björnsdóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir. Morgan varð Íslandsmeistari í þriðja sinn í...
- Auglýsing-

Ekkert lát er á kapphlaupi Magdeburg og Kiel

Kapphlaup THW Kiel og meistara síðasta árs, SC Magdeburg, um þýska meistaratitilinn heldur áfram. Bæði lið unnu leiki sína í dag og standa þau jöfn að stigum, með 51 stig hvort. Magdeburg á þrjá leiki eftir en Kiel fjóra.Daninn...

Fredericia tapaði með níu mörkum – Aron meiddist

Aalborg Håndbold lagði lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK með níu marka mun í fyrri undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 31:22. Leikurinn fór fram í Álaborg. Næsta viðureignin verður í Fredericia á miðvikudaginn....

Vona að allir séu tilbúnir að taka ábyrgð á því sem gerðist

„Ég vona að það séu allir tilbúnir að taka ábyrgð á því sem gerðist og við förum öll saman í það að koma liðinu aftur upp í Olísdeildina. Ég er að vinna með það að við vinnum saman og...

Þórey Anna best í úrslitakeppninni

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, handknattleikskona hjá nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals og landsliðskona, var valin besti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar kvenna sem lauk í gær í Vestmannaeyjum með þriðja sigri Þóreyjar Önnu og samherja í Val.Þórey Anna, sem leikur bæði í hægra horni...
- Auglýsing-

Molakaffi: Tryggvi, Bjarki, Viktor, Sveinn, Daníel, Oddur, Tumi, Örn

Tryggvi Þórisson og samherjar í Sävehof fóru vel af stað í gær gegn IFK Kristianstad í fyrsta úrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Sävehof vann leikinn með fimm marka mun, 34:29, í Kristianstad. Tryggvi skoraði ekki mark í...

Díana Dögg og félagar í umspilssæti

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau féllu niður í næst neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag eftir tap fyrir Neckarsulm, 28:25, á útivelli í næst síðustu umferð deildarinnar. Liðin höfðu þar með...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17682 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -