- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Thea Imani heldur áfram með meistaraliðinu

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals til ársins 2025. Thea Imani er ein máttarstólpa Valsliðsins og hefur síðan hún kom til félagsins í janúar 2021 frá Aarhus United í Danmörku. Til fyrirmyndar í...

Dagur Sverrir bætist í hóp Íslendinga hjá Karlskrona

ÍR-ingurinn Dagur Sverrir Kristjánsson hefur samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, HF Karlskrona, til næstu tveggja ára. Hann verður þar með þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn í herbúðum HF Karlskrona á næstu leiktíð. Hinir eru Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu-...

Sunna er komin heim – rifti samningi vegna vanefnda

Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður hefur rift samning sínum við svissneska A-deildarliðið GC Amicitia Zürich vegna þess að félagið stóð ekki við samninginn. Sunna Guðrún kom heim í gær og ætlar að velta málum fyrir sér áður en hún stígur...

Reykjavíkurúrvalið kemur heim með gullverðlaun

Reykjavíkurúrval stúlkna í handknattleik, fæddar 2009, gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í borgarkeppni Norðurlandanna í morgun. Mótið fór fram í nágrenni Helsinki í Finnlandi. Þetta er í fyrsta skiptið sem Reykjavíkurúrvalið kemur heim með gullverðlaun frá mótinu. Á...
- Auglýsing-

Matthildur Lilja tekur slaginn með ÍR í Olísdeildini

Matthildur Lilja Jónsdóttir hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Hún var í stóru hlutverki þegar ÍR-liðið tryggði sér fyrr í mánuðinum sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Framundan er þar með spennandi tímabil hjá ÍR-ingum. Matthildur Lilja skoraði...

Molakaffi: Igor á EM, Tryggvi, leika til úrslita á Spáni, Óðinn Þór

Igor Kopyshynskyi handknattleiksmaður bikarmeistara Aftureldingar er í Nazaré í Portúgal þar sem hann leikur með úkraínska landsliðinu á Evrópumótinu í strandhandbolta. Afar vel hefur gengið hjá Igor og félögum. Þeir eru komnir í milliriðlakeppni mótsins eftir tvo sigurleiki...

Guðmundur og lærisveinar knúðu fram oddaleik

Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia Håndboldklub lögðu svo sannarlega ekki árar í bát í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik eftir níu marka tap fyrir Aalborg Håndbold í fyrsta leik liðanna í Álaborg á sunnudaginn. Í kvöld bitu...

Janus Daði átti hluti í 23 mörkum af 34

Janus Daði Smárason fór með himinskautum með norsku meisturunum Kolstad þegar liðið vann meistara síðasta árs, 34:30, í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar að viðstöddum 1.823 áhorfendum í Kolstad Arena í Þrándheimi í kvöld. Janus Daði skoraði...
- Auglýsing-

Katrín og Lilja Hrund skrifa undir hjá Gróttu

Katrín Scheving og Lilja Hrund Stefánsdóttir hafa skrifað undir nýja tveggja ára samninga við handknattleiksdeild Gróttu. Báðar eru þær fæddar árið 2005 og eru uppaldar hjá félaginu. Katrín er fjölhæfur leikmaður en hún getur bæði leikið sem hornamaður en líka...

Lovísa leikur á ný með Val á næsta keppnistímabili

Handknattleikskonan Lovísa Thompson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals og leikur þar af leiðandi með liði félagsins í titilvörninni á næstu leiktíð. Samningurinn gildir fram til vorsins 2025.Lovísa gekk til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing Håndbold...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18210 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -