- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur Sverrir bætist í hóp Íslendinga hjá Karlskrona

Dagur Sverrir Kristjánsson er einn Íslendinganna hjá Karlskrona. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍR-ingurinn Dagur Sverrir Kristjánsson hefur samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, HF Karlskrona, til næstu tveggja ára. Hann verður þar með þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn í herbúðum HF Karlskrona á næstu leiktíð. Hinir eru Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Þar að auki hefur Þjóðverjinn, Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH, samið við Karlskrona eins og kom fram í byrjun vikunnar.

ÍR segir frá vistaskiptunum á Facebook-síðu sinni og segir að Dagur Sverrir hafi verið seldur til sænska félagsins. Einnig greinir HF Karlskrona frá komu ÍR-ingsins til félagsins.

Dagur Sverrir er 22 ára gamall og örvhent skytta sem leikið hefur með ÍR upp yngri flokka og upp í meistaraflokk. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum ÍR-liðsins í Olísdeildinni í vetur og var næst markahæsti leikmaður liðsins næst á eftir Viktori Sigurðssyni sem orðinn er liðsmaður Vals. Dagur Sverrir var valinn handknattleikskarl ÍR á síðasta ári.

HF Karlskrona hafnaði í öðru sæti næst efstu deildar í vor en vann OV Helsingborg í fimm leikja umspil um sæti í úrvalsdeildinni. OV Helsingborg féll úr deildinni eftir eins árs veru.

Þar með lítur út fyrir a.m.k. átta íslenskir karla og konur leiki sænska handknattleiknum á næsta keppnistímabili.

Karlskrona er suðurausturhluta Svþjóðar, við Eystrasalt. Kristianstad, þar með íslenska landsliðið lék í riðlakeppni HM í janúar, er í um 90 km fjarlægð vestur af Karlskrona.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -