- Auglýsing -
- Auglýsing -

Thea Imani heldur áfram með meistaraliðinu

Thea Imani Sturludóttir verður í eldlínunni með Val í dag. Mynd/Baldur29@gmail.com
- Auglýsing -

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals til ársins 2025. Thea Imani er ein máttarstólpa Valsliðsins og hefur síðan hún kom til félagsins í janúar 2021 frá Aarhus United í Danmörku.

Til fyrirmyndar í hvívetna

„Thea hefur tekið leiðtogahlutaverk í liðinu og er til fyrirmyndar í hvívetna bæði innan sem utan vallar. Thea hefur einnig komið að þjálfun yngri flokka og var á forsetalista HR í sínu námi,“ segir m.a. í tilkynningu Vals en þar á bæ er fólk vitanlega í sjöunda himni yfir tíðindunum.

Fylkir, Noregur, Danmörk

Thea ólst upp hjá Fylki og lék með yngri flokkum félagsins og einnig í meistaraflokki. Hún gekk til liðs við Volda í Noregi 2017 og lék með liði félagsins í tvö ár. Eftir það lék Thea í eitt ár með Oppsal í norsku úrvalsdeildinni. Sumarið 2020 færði Thea Imani sig yfir til Árósa en staldraði stutt við.

Snemma árs 2021 var tilkynnt um komu Theu til Vals hvar hún hefur leikið við hven sinn fingur síðan. Thea Imani var í sigurliði Vals í bikarkeppninni í fyrra og Íslandsmeistari með Val um síðustu helgi.

Alls er A-landsleikir Theu Imani orðnir 62 og mörkin í þeim 114.

Lovísa leikur á ný með Val á næsta keppnistímabili

Ásdís Þóra semur við Val til næstu þriggja ára

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -