- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leika um bronsverðlaun í Danmörku

Íslendingarnir í Ribe-Esbjerg leika um bronsverðlaunin í dönsku bikarkeppninni í handknattleik á morgun. Ribe-Esbjerg tapaði í dag fyrir Skjern í undanúrslitum að viðstöddum 7.500 áhorfendum í Jyske Bank Boxen í Herning, 32:26.Andstæðingur Ribe-Esbjerg verður lið Bjerringbro/Silkeborg sem tapaði...

ÍBV slær ekkert af í kapphlaupinu

ÍBV eltir Valsara í kapphlaupinu um efsta sæti Olísdeildar kvenna. ÍBV vann í dag neðsta lið Olísdeildarinnar, HK, með 10 marka mun í Kórnum, 27:17, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6.ÍBV er þar...

Valur sterkari í síðari hálfleik – áfram efstur

Valur vann Fram í uppgjöri Reykjavíkurliðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag, 24:22, og heldur þar með efsta sæti deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir óleikna. Valur hefur 30 stig eftir 17 leiki og er...

Allir vilja taka þátt í bikarhelginni

„Allir vilja taka þátt í bikarhelginni. Við erum þar engin undantekning,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar sigurreifur eftir sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í TM-höllinni í Garðabæ í gærkvöld, 30:29.Unnið...
- Auglýsing-

Gríðarleg vonbrigði að falla úr keppni

„Það eru gríðarleg vonbrigði að falla úr keppni í bikarnum. Það segir sig sjálft,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í gærkvöldi eftir lið hans féll úr keppni í 8-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í karlaflokki eftir...

Dagskráin: Leikir 17. umferðar

Leikir 17. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik verða háðir í dag. Áfram heldur kapphlaup Vals og ÍBV um efsta sætið. ÍBV sækir HK heim í Kórinn meðan Reykjavíkurfélögin Valur og Fram mætast í Origohöll Valsara. Fleiri leikir fara fram...

Molakaffi: Andrea, Berta, Oddur, Daníel, Tumi, Örn, Hannes, Darleux

Andrea Jacobsen og samherjar í danska B-deildarliðinu EH Aalborg stigu skref í áttina að úrvalsdeildinni með öruggum sigri á Holstebro, 28:17, á heimavelli í gærkvöld. Andrea skoraði fjögur mörk. Berta Rut Harðardóttir skoraði ekki fyrir Holstebro sem er í...

Afturelding vann í háspennuleik – ÍR fylgir eins og skugginn

Afturelding og ÍR halda keppni um efsta sæti Grill 66-deildar kvenna áfram. Afturelding lagði Gróttu í háspennuleik á Varmá í kvöld, 25:24, á sama tíma og ÍR vann öruggan sigur á Víkingi, 28:18, í Skógarseli.Afturelding og ÍR hafa...
- Auglýsing-

Gunnar skaut Stjörnunni í undanúrslit

Gunnar Steinn Jónsson skaut Stjörnunni í undanúrslit Poweradebikarkeppninnar í handknattleik karla (bikarkeppni HSÍ) þegar hann skoraði sigurmark liðsins, 30:29, á síðustu sekúndu leiks við Val í TM-höllinni í kvöld.Valsmenn, sem eru bikarmeistarar tveggja síðustu ára, misstu boltann þegar...

Þrír Evrópumeistarar eru í B-landsliðinu sem hingað kemur

Þrír leikmenn Evrópumeistara Vipers Kristiansand eru á meðal leikmanna í B-landsliði Noregs í handknattleik kvenna sem er væntanlegt hingað til lands um mánaðarmótin til tveggja vináttuleikja við íslenska landsliðið 2. og 4. febrúar á Ásvöllum.Þrátt fyrir að um sé...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17763 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -