- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Molakaffi: Meistarar í Svíþjóð, Arnoldsen, ný höll, Davidsen, Boldsen

Ystads IF varð sænskur meistari í handknattleik karla í gærkvöld. Ystads IF vann Hammarby, 32:29, í fjórða leik liðanna í úrslitum. Ystads IF var afgerandi besta liðið í sænska karlahandboltanum á leiktíðinni og varð deildarmeistari með nokkrum yfirburðum. Ystads...

Hafi maður ekki trú þá verður verkefnið erfitt

„Eftir góðan fyrri hálfleik þá lentum við 6:1 undir á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Það fór með leikinn. Þá fór sjálftraustið niður hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega. Þá tapar maður fyrir eins góðu lið og Val,“ sagði...

Hafdís dró kjarkinn úr Haukum – Valur fór illa með Hauka í síðari hálfleik

Íslandsmeistaratitillinn blasir við Val þriðja ári í röð eftir sjö marka sigur á Haukum í annarri viðureign liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld, 29:22. Valur hefur þar með tvo vinninga en Haukar engan. Liðin...
- Auglýsing -

Molar: Íslandsmeistarar Fram 2025

Fram varð í gærkvöld Íslandsmeistari í 11. sinn í karlaflokki og í þriðja skiptið á öldinni. Fyrri tvö skiptin voru 2006 og 2013. Fram hefur aldrei áður orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í karlaflokki á sama tímabili. Fram vann Stjörnuna í...

Molakaffi: Ómar, Gísli, Óðinn, Axel

Ómar Ingi Magnússon skoraði sigurmark SC Magdeburg þegar liðið vann Eisenach á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 33:32. Markið var eitt af tíu sem Ómar Ingi skoraði í leiknum sem var sá annar hjá liðinu...

Erum við ekki bara bestir?

„Þetta er frábær árangur. Við vinnum þrjá hörkuleiki sem er ógeðslega vel gert,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Íslandsmeistara Fram í heldur endasleppu viðtali við handbolt.is eftir að hann hafði stýrt liði sínu til sigurs á Val og þar með...
- Auglýsing -

Ég get ekki beðið um meira

Rúnar Kárason varð í kvöld í annað sinn Íslandsmeistari með Fram en 19 ár eru liðin síðan hann vann titilinn fyrst með uppeldisfélagi sínu. Í millitíðinni fagnaði Rúnar Íslandsmeistaratitli með ÍBV fyrir tveimur árum áður en hann klæddist bláa...

Það var passion í þessum leik hjá okkur

„Þetta gat dottið okkar megin í dag mikið frekar en í leik eitt og tvö í einvíginu,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að hans lið tapaði þriðja leiknum í röð fyrir...

Mig hefur lengi dreymt um að vinna titilinn

„Það er ólýsanleg stund að eiga þess kost að fagna Íslandsmeistaratitli með sínu fólki og bikarmeistaratitli fyrir stuttu síðan,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistari, Framararinn Reynir Þór Stefánsson, þegar handbolti.is klófesti hann um stund í viðtal í fögnuði Framara í N1-höllinni...
- Auglýsing -

Fram Íslandsmeistari karla í handbolta 2025

Fram varð í kvöld Íslandsmeistari í 11. sinn í handknattleik karla með sigri á Val, 28:27, í N1-höllinni á Hlíðarenda að viðstöddum 1.500 áhorfendum. Fram vann þar með úrslitarimmuna, 3:0 í vinningum talið. Þetta er í sjöunda sinn á...

Ísland í C-riðli með Þjóðverjum í Stuttgart á HM kvenna

Íslenska landsliðið leikur í C-riðli í Porsche Arena í Stuttgart í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í lok nóvember. Dregið var í dag í Hertogenbosch í Hollandi og verða mótherjar íslenska landsliðsins þýska landsliðið, serbneska landsliðið og landslið Úrúgvæ sem var...

FH semur við stóran og kraftmikinn línumann

Med Khalil Chaouachi línumaður frá Túnis hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild segir að Chaouachi sé stór og kraftmikill línumaður.Chaouachi hefur undanfarin ár leikið í Túnis, Ungverjalandi og nú síðast með KH...
- Auglýsing -

Dregið í riðla HM kvenna síðdegis

Dregið verður í riðla lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Hertogenbosch (Den Bosch) í Hollandi klukkan 16 í dag. Nafn Íslands verður á meðal 32 þjóða sem dregið verður úr skálunum fjórum. Heimsmeistaramótið fer fram í Hollandi og Þýskalandi...

Viktor Gísli leikur til úrslita í Póllandi

Viktor Gísli Hallgrímsson leikur til úrslita um pólska meistaratitilinn með Wisla Plock gegn Kielce áður en hann kveður félagið og gengur til liðs við Barcelona í sumar. Wisla Plock vann Górnika Zabrze, 35:20, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum...

Riðlakeppninni lauk í gær – Arnór mætir sínu gamla liði í undanúrslitum

Guðmunudur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk, tvö þeirra úr vítaköstum, þegar lið hans Bjerringbro/Silkeborg gerði jafntefli við TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar, 29:29, í sjöttu og síðustu umferð riðlakeppni átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Ljóst er að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -