Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik segir ákvörðun Arons Pálmarssonar fyrirliða landsliðsins til síðustu ára að hætta í handbolta í lok keppnistímabilsins ekki hafa komið sér í opna skjöldu.
„Við sem þekkjum hans sögu varðandi meiðsli á síðustu árum vitum...
Ólafur Örn Haraldsson stjórnarmaður HSÍ og formaður dómaranefndar sambandsins hefur sagt af sér. Jón Halldórsson formaður HSÍ staðfesti við handbolta.is í morgun afsögnina. Jón sagðist virða ákvörðun Ólafs Arnar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.Ólafur...
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro töpuðu fyrsta leiknum við Aalborg Håndbold, 28:23, í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðin mætast öðru sinni í Holstebro á miðvikudaginn.
GOG vann Skjern, 25:19, í hinni viðureign undanúrslita danska handknattleiksins í...
Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður ungverska meistaraliðsins One Veszprém tilkynnti í kvöld að hann ætli að hætta í handknattleik í lok þessa keppnistímabils, leggja keppnisskóna á hilluna. Félagið ætlar að leysa Aron undan samningi 1....
Óðinn Þór átti stórleik þegar hann varð í dag þriðja árið í röð svissneskur meistari í handknattleik með Kadetten Schaffhausen. Óðinn Þór skoraði 11 mörk í þriggja marka sigri Kadetten á BSV Bern, 40:37, í þriðja og síðasta úrslitaleik...
Ómar Ingi Magnússon lék við hvern sinni fingur í dag þegar SC Magdeburg vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 14 marka mun, 37:23, á útivelli. Ómar Ingi skoraði 11 mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum. Einnig gaf...
Á föstudaginn fór fram lokahóf handknattleiksdeildar Gróttu þar sem meistaraflokkar félagsins, þjálfarar, sjálfboðaliðar og starfsfólk kom saman og gerðu upp tímabilið. Lokahófið var haldið í vallarhúsinu við Vivaldivöllinn á Seltjarnarnesi.
Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem sköruðu fram úr í...
Reykjavíkurborg bauð Evrópubikarmeisturum Vals í handknattleik kvenna til móttöku í Höfða á fimmtudaginn í tilefni af sigri liðsins í Evrópbikarkeppninni helgina áður. Valur varð þar með fyrst íslenskra kvennaliða til þess að vinna eitt af Evrópumótum félagsliða.
Karlalið Vals ruddi...
Íslenskur doktorsnemi við Oxford-háskóla á Englandi, Sigurbjörn Markússon, varð á dögunum enskur meistari í handknattleik með liði Oxford. Frá þessu segir Vísir í dag og er ítarlega rætt við Sigurbjörn um kynni hans af handboltanum ytra og náminu en...
Daníel Þór Ingason og Elmar Erlingsson fögnuðu báðir sigrum með liðum sínum, Balingen-Weilstetten og Nordhorn-Lingen, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Balingen situr í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hüttenberg sem er í öðru sæti en...
Handknattleiksmaðurinn Haraldur Björn Hjörleifsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í heimahagana til Aftureldingar eftir tveggja ára veru hjá Fjölni. Haraldur Björn hefur hripað nafn sitt undir tveggja ára samning við Aftureldingu, eftir því sem segir í tilkynningu félagsins...
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir ljúka annasömu fyrsta keppnistímabili með þýska liðinu Blomberg-Lippe með silfurverðlaunum í þýsku 1. deildinni. Blomberg-Lippe tapaði síðari úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn fyrir Ludwigsburg, 26:22, á heimavelli. HB Ludwigsburg er þar með...
Grétar Áki Andersen hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. Hann tekur við af Sólveigu Láru Kjærnested sem lét af störfum á dögunum eftir þriggja ára frábært starf hjá ÍR.
Grétar Áki þekkir vel til hjá ÍR....
Mariam Eradze tók þátt í sínum fyrsta kappaleik með Val í gærkvöldi síðan hún sleit krossband á æfingamóti á Selfossi í ágúst 2023. Mariam lék síðustu mínúturnar í annarri viðureign Hauka og Vals í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum.
Eftir...
Hákon Daði Styrmisson og félagar í Eintracht Hagen unnu Ferndorf í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 32:27. Leikið var á heimavelli Ferndorf. Hagen lyfti sér a.m.k. upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum.
Hákon Daði skoraði fimm mörk...