Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í fjórtán marka sigri Veszprém á Dabas KC, 42:28, í fyrsta leik liðsins í ungversku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli í gær. Yfirburðir Bjarka Más og félaga voru miklir í leiknum. Þeir...
https://www.youtube.com/watch?v=uwXKZFv4lbo
„Þetta var frábær leikur hjá okkur, bara gaman,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari karlaliðs ÍR í samtali við handbolta.is í kvöld eftir 10 marka sigur ÍR-inga á Fjölni, 36:26, í 1. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Fjölnishöllinni í Grafarvogi....
ÍR-ingar hófu keppni í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld af miklum krafti þegar þeir sóttu Fjölnismenn heim í Egilshöllina. Þeir réðu lögum og lofum frá byrjun til enda og unnu stórsigur, 36:26, í slag nýliða deildinnar. Fjölnismenn náðu...
Gunnar K. Gunnarsson fyrrverandi stjórnarmaður og framkvæmdastjóri HSÍ lést 4. september síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum, 74 ára að aldri.Gunnar var virkur í félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar og sat í stjórn HSÍ 1980-1984 og 1987-1992 á miklum uppgangsárum handknattleiks...
Unglingalandsliðskonan Lydía Gunnþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og verður þar af leiðandi í eldlínunni með liðinu í Grill66 deildinni í vetur.
Lydía, sem verður 18 ára seinna í mánuðinum, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið...
Ólafur Gústafsson, sem gekk til liðs við FH í sumar eftir fjögurra ára veru hjá KA, leikur ekki með FH næstu vikurnar. Hann fór í speglun á hné á dögunum samkvæmt upplýsingum handbolta.is. Reikna FH-ingar með að Ólafur verði...
Eftir tveggja ára fjarveru er Guðmundur Rúnar Guðmundsson kominn aftur inn í þjálfarateymi karlaliðs Fjölnis í handknattleik. Að þessu sinni er Guðmundur í hlutverki aðstoðarþjálfara en hann var aðalþjálfari liðsins frá 2020 til 2022.
Guðmundur Rúnar kemur í stað Viktors...
Handbolti.is tekur saman helstu breytingar sem hafa orðið eða verða á högum íslenskra handknattleiksþjálfara, jafnt utan lands sem innan, frá leiktíðinni 2023/2024 til 2024/2025.
Skráin verður reglulega uppfærð.
Athugasemdir eða ábendingar: handbolti@handbolti.is
Leikjadagskrá Olísdeilda
Leikjadagskrá Grill 66-deilda
Sebastian Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson hættu þjálfun...
OTP Bank-PICK Szeged vann annan leikinn á skömmum tíma í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær þegar liðið lagði HE-DO B. Braun Gyöngyös, 35:27, á heimavelli í annarri umferð deildarinnar og í fyrsta heimaleiknum.
Janus Daði Smárason skoraði...
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, fór hamförum í marki Orlen Wisla Plock í kvöld í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Hann var með 57,1% hlutfallsmarkvörslu í stórsigri á heimavelli gegn KGHM Chrobry Głogów, 35:14. Staðan var 17:7 að...
Athygli vakti meðal þeirra sem fylgdust með leik ÍBV og Vals í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld að hvorki Petar Jokanovic, markvörðurinn þrautreyndi og vinstri skyttan Marino Gabrieri léku með ÍBV. Sá síðarnefndi gekk til liðs við ÍBV...
Valur og ÍBV skildu jöfn í upphafsleik Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Kári Kristján Kristjánsson skoraði jöfnunarmarkið undir lok leiksins sem reyndist þess valdandi að liðin skildu með skiptan hlut. Áður hafði Valur skorði...
Ísak Steinsson unglingalandsliðsmarkvörður og félagar hans í Drammen fóru vel af stað í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag þear þeir unnu Fjellhammer á heimavelli, 27:23. Staðan var 13:12 að loknum fyrri hálfleik í Drammenshallen.
Ísak stóð á milli stanganna...
Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson verður ekki með franska liðinu US Ivry á fyrstu mánuðum keppnistímabilsins sem hefst á föstudaginn. Hann er að jafna sig eftir fjórðu aðgerðina á tveimur árum sem var vonandi sú síðasta. Darri er á fullu í...
Valur og Haukar leika báðar viðureignir sína í 1. umferð Evrópubikarkeppni kvenna á útivelli 5. og 6. október. Þetta kemur fram á vef Handknattleikssambands Evrópu, EHF.Valur leikur gegn Zalgiris Kaunas í Garliava Litáen laugardaginn 5. og sunnnudaginn 6. október....