„Þetta er bara frábær tilfinning og stórkostlegt að enda keppnina með bikar í höndum,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik og hluti af sigurliði Íslands í keppninni um forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu þegar handbolti.is hitti hana að máli eftir sigurinn...
„Þetta var mjög skemmtilegur og erfiður leikur og hreint geggjað að ná að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir ein af liðskonum íslenska landsliðsins eftir sigurinn á Kongó, 30:28, sem tryggði íslenska landsliðinu forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna.
Berglind lék...
„Það er frábært að ljúka þessu móti með sigri og bikar í hönd," sagði Sunna Jónsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Kongó, 30:28, í úrslitaleiknum um forsetabikarinn í handknattleik kvenna í Arena Nord í...
Íslenska landsliðið í handknattleik vann Kongó í úrslitaleiknum um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Arena Nord í kvöld, 30:28, eftir að jafnt var í hálfleik, 14:14. Forsetabikarinn fer til Íslands!
Þetta er fyrsti bikarinn sem kvennalandsliðið vinnur í...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítaköstum, þegar Kolstad vann Bergen Håndball, 38:30, í þrettánda leik liðsins í norsku úrvalsdeildinni í Þrándheimi í kvöld. Kolstad, var marki undir í hálfleik, 16:15. Leikmenn bitu í skjaldarrendur...
Sænska landsliðið varð það þriðja til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Svíar fóru illa með Þjóðverja í Herning í kvöld, 27:20 eftir að hafa verið yfir, 16:6, að loknum fyrri hálfleik.
Svíar mæta Frökkum...
Andrea Jacobsen kemur inn í 16-kvenna hópinn sem mætir Kongó í úrslitaleik forsetabikars heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Arena Nord í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Hún tekur sæti Kötlu Maríu Magnúsdóttir sem er farin heim til Íslands. Katrín...
Grænlendingum varð ekki að ósk sinni að vinna síðasta leikinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Lið þeirra rekur lestina eftir fimm marka tap fyrir íranska landsliðinu í Arena Nord í Frederikshavn á Jótlandi í dag. Þetta var um leið...
„Um leið og maður hafði jafnað sig eftir vonbrigðin að hafa ekki komist í milliriðilinn þá kom ekkert annað til greina en að taka forsetabikarinn með trompi og klára ferðina með bikar úr því að hann er boði,“ sagði...
Matija Gubica handknattleiksdómari frá Króatíu hefur verið settur í þriggja ára bann frá dómgæslu á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Gubica er sekur um að hafa brotið gegn siðareglum EHF og IHF, alþjóða handknattleikssambandsins.
Ekki var nánar útskýrt í hverju...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í HBC Nantes tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöld með stórsigri á US Créteil, 38:23, á útivelli. Viktor Gísli var í marki Nantes frá upphafi til enda. Hann varði...
„Það er mikill heiður fyrir mig að vera í 35 manna hópnum og að landsliðsþjálfarinn telji að ég geti hjálpað til ef þörf verður á,“ sagði Alexander Petersson handknattleiksmaður hjá Val sem er í stóra hópnum sem Snorri Steinn...
Toni Gerona landsliðsþjálfari Serbíu hefur valið 20 leikmenn til æfinga og undirbúnings fyrir Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði.
Serbneska landsliðið verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins í keppninni, 12. janúar í Ólympíuhöllinni í München....
„Ég fór í aðgerð á annarri öxlinni í haust og er rétt farinn að kasta bolta aftur. Ég er glaður með að hafa getað lagt mitt af mörkum til þess að hjálpa liðinu mínu til þess að ná í...
„Framundan er leikur um bikar og við virðum þá staðreynd. Við ætlum okkur að vinna hann,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur íslenska landsliðsins á kínverska landsliðinu. Sigurinn þýðir að...