Einn leikur fer fram í kvöld í Olísdeild karla í handknattleik. Haukar sækja Aftureldingu heim á Varmá. Viðureignin hefst klukkan 19.30.
Takist Aftureldingu að vinna leikinn fer liðið upp að hlið FH með 21 stig í öðru til þriðja sæti....
Janus Daði Smárason skoraði átta mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson sjö þegar Kolstad vann sinn sautjánda sigur í norsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni í gær. Kolstad lagði Kristiansand Topphåndball, 33:27, í Kristjánssandi. Janus Daði átti einnig fjórar stoðsendingar.
Orri Freyr...
Hildur Þorgeirsdóttir fyrrverandi landsliðskona hefur dregið fram keppnisskóna eða hreinlega keypt sér nýja og lék í kvöld með uppeldisfélaginu, FH, gegn Fjölni/Fylki í Grill 66-deildinni. Fjórtán ár eru liðin síðan Hildur lék síðast með FH á Íslandsmótinu í handknattleik.
Hildur...
FH-ingar gáfu liðsmönnum Fjölnis/Fylkis engin grið í viðureign þeirra í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH var með yfirburði í leiknum og vann með 10 marka mun, 31:21, eftir að hafa verið átta mörkum yfir...
ÍR-ingar hafa ekki látið hug falla þótt að á ýmsu hafi gengið hjá þeim upp á síðkastið. Þeir sýndu í dag svo um munaði að þeir ætla sér að berjast fyrir tilverurétti sínum í Olísdeildinni þegar þeir unnu KA...
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Hollendingurinn Kay Smits fóru á kostum í liði SC Magdeburg í dag þegar liðið vann þrautseiga leikmenn HSV Hamburg, 32:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Smits, sem er í stóru hlutverki í...
Tveir leikmenn sem leika hér á landi eru í færeyska karlalandsliðinu sem valið hefur verið vegna tveggja leikja færeyska landsliðsins í undankeppni EM 8. og 11. mars. Um er að ræða Nicholas Satchwell, markvörð KA, og samherja hans Allan...
Sunna Guðrún Pétursdóttir átti stórleik með GC Amicitia Zürich í gær þegar liðið vann HSC Kreuzlingen á útivelli í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gær. Sunna Guðrún varði 13 skot, þar af eitt vítakast, 42%, í fjögurra marka sigri,...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau gerði jafntefli við HSG Bad Wildungen Vipers, 27:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í Zwickau í kvöld. Liðin eru jöfn að...
Stjarnan og Haukar unnu andstæðinga sína í tveimur síðustu leikjunum sem voru á dagskrá Olísdeildar kvenna í dag. Báðir leikir hófust klukkan 16. Stjarnan lagði KA/Þór með þriggja marka mun í TM-höllinni í Garðabæ, 19:16. Haukar lögðu Selfoss í...
ÍBV eltir Valsara í kapphlaupinu um efsta sæti Olísdeildar kvenna. ÍBV vann í dag neðsta lið Olísdeildarinnar, HK, með 10 marka mun í Kórnum, 27:17, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6.
ÍBV er þar...
Valur vann Fram í uppgjöri Reykjavíkurliðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag, 24:22, og heldur þar með efsta sæti deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir óleikna. Valur hefur 30 stig eftir 17 leiki og er...
Valdir hafa verið tveir hópar til æfinga hjá annarsvegar U16 ára landsliði kvenna og hinsvegar U15 ára landsliði kvenna. Æfingarnar eiga að fara fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 3. til 5. mars.
U16 ára landslið kvenna
Þjálfarar:Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.Leikmannahópur:Adela Eyrún...
Andrea Jacobsen og samherjar í danska B-deildarliðinu EH Aalborg stigu skref í áttina að úrvalsdeildinni með öruggum sigri á Holstebro, 28:17, á heimavelli í gærkvöld. Andrea skoraði fjögur mörk. Berta Rut Harðardóttir skoraði ekki fyrir Holstebro sem er í...
Afturelding og ÍR halda keppni um efsta sæti Grill 66-deildar kvenna áfram. Afturelding lagði Gróttu í háspennuleik á Varmá í kvöld, 25:24, á sama tíma og ÍR vann öruggan sigur á Víkingi, 28:18, í Skógarseli.
Afturelding og ÍR hafa...