- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Dagskráin: Bæði lið horfa löngunaraugum á stigin tvö

Einn leikur fer fram í kvöld í Olísdeild karla í handknattleik. Haukar sækja Aftureldingu heim á Varmá. Viðureignin hefst klukkan 19.30. Takist Aftureldingu að vinna leikinn fer liðið upp að hlið FH með 21 stig í öðru til þriðja sæti....

Molakaffi: Janus, Sigvaldi, Orri, Viktor, Grétar, Elvar, Ágúst, Egill, Dana, Katrín, Rakel

Janus Daði Smárason skoraði átta mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson sjö þegar Kolstad vann sinn sautjánda sigur í norsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni í gær. Kolstad lagði Kristiansand Topphåndball, 33:27, í Kristjánssandi.  Janus Daði átti einnig fjórar stoðsendingar.  Orri Freyr...

Hildur mætti til leiks með FH

Hildur Þorgeirsdóttir fyrrverandi landsliðskona hefur dregið fram keppnisskóna eða hreinlega keypt sér nýja og lék í kvöld með uppeldisfélaginu, FH, gegn Fjölni/Fylki í Grill 66-deildinni. Fjórtán ár eru liðin síðan Hildur lék síðast með FH á Íslandsmótinu í handknattleik. Hildur...
- Auglýsing -

FH gaf engin grið – Valur vann bæði stigin í Kórnum

FH-ingar gáfu liðsmönnum Fjölnis/Fylkis engin grið í viðureign þeirra í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH var með yfirburði í leiknum og vann með 10 marka mun, 31:21, eftir að hafa verið átta mörkum yfir...

ÍR-ingar hafa ekki lagt árar í bát – Selfoss vann heima

ÍR-ingar hafa ekki látið hug falla þótt að á ýmsu hafi gengið hjá þeim upp á síðkastið. Þeir sýndu í dag svo um munaði að þeir ætla sér að berjast fyrir tilverurétti sínum í Olísdeildinni þegar þeir unnu KA...

Gísli Þorgeir heldur uppteknum hætti

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Hollendingurinn Kay Smits fóru á kostum í liði SC Magdeburg í dag þegar liðið vann þrautseiga leikmenn HSV Hamburg, 32:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Smits, sem er í stóru hlutverki í...
- Auglýsing -

Tveir frá Íslandi í færeyska landsliðinu

Tveir leikmenn sem leika hér á landi eru í færeyska karlalandsliðinu sem valið hefur verið vegna tveggja leikja færeyska landsliðsins í undankeppni EM 8. og 11. mars. Um er að ræða Nicholas Satchwell, markvörð KA, og samherja hans Allan...

Molakaffi: Sunna, Hafþór, Bjarki, Sveinn, Jakob, Óðinn, Ólafur

Sunna Guðrún Pétursdóttir átti stórleik með GC Amicitia Zürich í gær þegar liðið vann HSC Kreuzlingen á útivelli í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gær. Sunna Guðrún varði 13 skot, þar af eitt vítakast, 42%, í fjögurra marka sigri,...

Eitt er betra en ekkert – próf hindra þátttöku með landsliðinu

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau gerði jafntefli við HSG Bad Wildungen Vipers, 27:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í Zwickau í kvöld. Liðin eru jöfn að...
- Auglýsing -

Stjarnan og Haukar á sigurbraut

Stjarnan og Haukar unnu andstæðinga sína í tveimur síðustu leikjunum sem voru á dagskrá Olísdeildar kvenna í dag. Báðir leikir hófust klukkan 16. Stjarnan lagði KA/Þór með þriggja marka mun í TM-höllinni í Garðabæ, 19:16. Haukar lögðu Selfoss í...

ÍBV slær ekkert af í kapphlaupinu

ÍBV eltir Valsara í kapphlaupinu um efsta sæti Olísdeildar kvenna. ÍBV vann í dag neðsta lið Olísdeildarinnar, HK, með 10 marka mun í Kórnum, 27:17, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6. ÍBV er þar...

Valur sterkari í síðari hálfleik – áfram efstur

Valur vann Fram í uppgjöri Reykjavíkurliðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag, 24:22, og heldur þar með efsta sæti deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir óleikna. Valur hefur 30 stig eftir 17 leiki og er...
- Auglýsing -

U15 og U16 ára landslið valin til æfinga í byrjun mars

Valdir hafa verið tveir hópar til æfinga hjá annarsvegar U16 ára landsliði kvenna og hinsvegar U15 ára landsliði kvenna. Æfingarnar eiga að fara fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 3. til 5. mars. U16 ára landslið kvenna Þjálfarar:Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.Leikmannahópur:Adela Eyrún...

Molakaffi: Andrea, Berta, Oddur, Daníel, Tumi, Örn, Hannes, Darleux

Andrea Jacobsen og samherjar í danska B-deildarliðinu EH Aalborg stigu skref í áttina að úrvalsdeildinni með öruggum sigri á Holstebro, 28:17, á heimavelli í gærkvöld. Andrea skoraði fjögur mörk. Berta Rut Harðardóttir skoraði ekki fyrir Holstebro sem er í...

Afturelding vann í háspennuleik – ÍR fylgir eins og skugginn

Afturelding og ÍR halda keppni um efsta sæti Grill 66-deildar kvenna áfram. Afturelding lagði Gróttu í háspennuleik á Varmá í kvöld, 25:24, á sama tíma og ÍR vann öruggan sigur á Víkingi, 28:18, í Skógarseli. Afturelding og ÍR hafa...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -