Dregið verður í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrramálið. Alls verða nöfn 26 liða í plastkúlum skálanna tveggja sem dregið verður upp úr. Þrjú íslensk lið taka þátt í keppninni á næsta tímabili, KA, Haukar og ÍBV....
Yfirvöld í Þórshöfn í Færeyjum efna til glæsilegrar móttöku í dag fyrir U20 ára landslið karla þegar það kemur heim frá Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem lauk í Porto í gær. Færeyingar áttu í fyrsta sinn lið í keppninni að...
Spánverjar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramóti landsliða karla, skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri, í Porto í dag. Með ævintýralegum endaspretti vann spænska liðið það portúgalska, 37:35, eftir að hafa skorað sex mörk í röð án þess að heimamönnum lánaðist...
Egyptaland og Grænhöfðaeyjar mætast í úrslitaleik Afríkukeppninnar í handknattleik karla á morgun, mánudag, í Karíó. Þetta verður í fyrsta sinn sem lið Grænhöfðaeyja leikur til úrslita í keppninni en lið eyjanna eru nú með í annað sinn í keppninni....
Portúgal og Spánn mætast í úrslitaleik Evrópumóts karla í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri kl. 16 í dag í Porto. Lið þjóðanna mættust fyrr á mótinu og vann Portúgal með eins marks mun, 36:35. Portúgalska undrabarnið Francisco Mota...
Aðalstjórn ÍBV hefur samþykkt að draga til baka umdeilda ákvörðun sína um breytta tekjuskiptingu á milli handknattleiksdeildar félagsins og knattspyrnudeildar sem ákveðin var í mars og hefur valdið úlfúð innan félagsins, svo vægt sé til orða tekið. M.a. sagði...
Piltarnir í U20 ára landsliðinu luku keppni á Evrópumótinu í handknattleik í dag með því að tryggja sér sér 11. sætið og síðasta farseðilinn inn á heimsmeistaramót 21 árs landsliða á næsta sumri. Þeir unnu ítalska landsliðið með 11...
Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við spænska línumanninn Victor Peinado Iturrino til næstu tveggja ára en frá þessu segir á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Harðar. Iturrino kemur í stað japanska línumannsins Kenya Kasahara sem er fluttur...
Emelía Dögg Sigmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Víkings og verður því með liðinu á komandi tímabili. Emelía er 32 ára markmaður sem kom til Víkings árið 2020 en þar á undan spilaði hún með KA/Þór, HK...
Lettinn Endijs Kusners og leikmaður nýliða Olísdeildar karla í handknattleik, Harðar á Ísafirði, verður við æfingar hjá þýska 1. deildarliðinu Füchse Berlin frá 17. til 20. júlí. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu Harðar þar sem bréf á fleiri...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri leikur við Ítalíu um 11. sætið á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla á morgun. Um leið verður barist um síðasta lausa sætið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem fram...
Íslensku piltarnir í U20 ára landsliðinu í handknattleik karla leika um 11. sætið á Evrópumótinu í Porto á morgun eftir sárt tap fyrir Slóvenum, 37:35, eftir vítakeppni í krossspili um sæti níu til tólf á mótinu í dag. Ísland...
Handknattleikskonan Katrín Erla Kjartansdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu og mun spila með liðinu í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili. Félagið segir frá komu hennar í morgun.Katrín Erla er uppalin í Fylki en hefur leikið með meistaraflokki...
Handknattleiksþjálfarinn Lárus Gunnarsson sagði starfi sínu lausu hjá norska liðinu Bergsøy IL Handball í Bergsøy. Tók uppsögnin gildi um síðustu mánaðarmót eftir því sem fram kemur í tilkynningu formanns deildarinnar.Í tilkynningunni segir að Lárusi hafi borist atvinnutilboð frá Íslandi...
Nýr meirihluti í Hveragerði leggur til á næsta bæjarstjórnarfundi að Geir Sveinsson fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik og fyrirliði landsliðsins til margra ára, verði ráðinn næsti bæjarstjóri í Hveragerði. Frá þessu var sagt á heimsíðu bæjarins í gær. Ríflega 20...