Þýska handknattleiksliðið SC Magdeburg sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með, hefur samið við svissneska landsliðsmarkvörðinn Nikola Portner. Hann kemur til félagsins næsta sumar og leysir af Danann Jannick Green sem flytur til Parísar. Portner, sem...
Átta af sextán leikmönnum rússneska landsliðsins í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hafa verið úrskurðaðir í bann frá keppni og æfingum innan rússneska handknattleikssambandsins eftir að það sannaðist að þeir hafi tekið þátt í veðmálabraski tengdum...
Sænska landsliðskonan Kristín Þorleifsdóttir, sem á íslenska foreldra, verður ekki í sænska landsliðinu sem mætir íslenska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Eskilstuna í Svíþjóð á fimmtudaginn. Kristín er meidd og varð að draga sig út...
Olísdeildarliði HK í handknattleik kvenna gæti borist góður liðsauki á næstunni en samkvæmt heimildum handbolta.is hefur Guðrún Erla Bjarnadóttir hug á að ganga til liðs við Kópavogsliðið.Guðrún Erla kom til Fram sumarið 2020. Hún var í leikmannahópi Fram í...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark þegar lið hans Elverum vann ØIF Arendal, 34:32, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær á heimavelli. Elverum er efst í deildinni með 10 stig eftir fimm leiki eins og Nærbø.Drammen situr í...
Sara Dögg Hjaltadóttir og samherjar hennar í Gjerpen HK Skien byrja vel í norsku 1. deildinni í handknattleik. Að loknum fjórum leikjum er liðið í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga, átta. Síðast í dag vann Gjerpen öruggan...
Nýkrýndir bikarmeistarar KA/Þórs fengu afar hlýjar og góðar móttökur við komuna til Akureyrar í gærkvöld eftir að liðið vann Coca Cola-bikarinn í handknattleik kvenna með því að leggja Fram í úrslitaleik, 26:20, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.Þetta er í fyrsta...
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson hefur ekki slegið slöku við síðustu daga, fremur en oftast áður. Hann dæmdi þrjá úrslitaleiki á þremur dögum og geri aðrir betur.Sigurður Hjörtur mætti í Schenkerhöllina á Ásvöllum á fimmtudagskvöld og dæmdi ásamt félaga sínum...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 10 skot sem gerði 31% hlutfallsmarkvörslu, þegar lið hennar Ringköbing Håndbold vann Holstebro, 30:23, í dönsku úrvalsdeldinni í handknattleik í gær. Sigurinn var afar kærkominn því nýliðar Ringköbing leggja mikla áherslu á að vinna þau...
Hver Íslendingurinn var öðrum betri í leikjum með félögum sínum í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag þegar lið þeirra allra unnu leiki sína. Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk í 10 skotum, þar af voru tvö mörk...
„Við vorum þéttir í vörninni allan leikinn auk þess sem Bjöggi var stórkostlegur í markinu. Ef ekki hefði verið fyrir hann þá hefði getað farið illa hjá okkur. Ég var hrikalega ánægður með að okkur tókst að snúa leiknum...
„Valsarar voru bara betri að þessu sinni en mér fannst við vera flottir lengst af í dag. Það var helst á þeim köflum þegar við vorum manni fleiri sem við fórum illa að ráði okkar. Mér svíður það einna...
Valur varð í dag Coca Cola-bikarmeistari í handknattleik karla eftir sigur á Fram, 29:25, í úrslitaleik í Schenkerhöllinn á Ásvöllum. Þetta er í ellefta sinn sem Valur vinnur bikarkeppnina í karlaflokki og í fjórða skipti sem Valur vinnur Fram...
„Það var rosalegur léttir að ná þessum í safnið og klára tímabilið frá því í fyrra. Þar með höfum við unnið allt sem er æðislegt með þessum hóp,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir nýkrýndur bikarmeistari í Coca Cola bikarkeppninni í...
KA/Þór er Coca Cola bikarmeistari í handknattleik kvenna 2021 eftir sigur á fráfarandi bikarmeisturum Fram, 26:20, í úrslitaleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem KA/Þór vinnur bikarkeppnina og er liðið nú handhafi Íslands,...