Efst á baugi

- Auglýsing -

Ekkert axarskaft hjá Haukum

Haukum urðu ekki á nein axarsköft í kvöld þegar þeir mættu Aftureldingu öðru sinni í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni. Eftir tíu marka sigur í fyrri viðureigninni var það nánast formsatriði fyrir Hauka að komast...

ÍBV tekur sæti FH og mætir Val eða KA í undanúrslitum

Eftir að ÍBV komst í undanúrslit Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld er ljóst að Eyjamenn mæta annað hvort Val eða KA í undanúrslitum. Það skýrist annað kvöld eftir að Valur og KA mætast öðru sinni í Origohöllinni.Eina sem...

Sigtryggur Daði sendi FH-inga í sumarfrí

ÍBV er komið í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla eftir jafntefli, 33:33, við FH í Kaplakrika í kvöld í síðari viðureign liðanna sem var í meira lagi dramatískur á lokasekúndunum. Fyrri leiknum lauk einnig með jafntefli, 31:31, og...
- Auglýsing -

Guðmundur og Arnar mæta Bjarka Má í úrslitaleik

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í MT Melsungen mæta Lemgo í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik á morgun. MT Melsungen vann Hannover-Burgdorf í síðari leik undanúrslitanna í kvöld, 27:24, en leikið er til úrslita í bikarkeppninni í Hamborg...

Katrín Anna framlengir til tveggja ára

Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur samið til tveggja ára við handknattleiksdeild Gróttu. Katrín Anna er fædd árið 2004 og lék í vetur sitt annað tímabil með meistaraflokki en Gróttuliðið lék til úrslita við HK á dögunum um sæti í Olísdeild...

Elvar Örn á eitt af mörkum ársins

Elvar Örn Jónsson á eitt af mörkum ársins hjá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern. Fimm bestu eða mikilvægustu mörk liðsins á keppnistímabilsinu hafa verið valin af stjórnendum félagsins og er nú hægt að kjósa á milli þeirra á heimasíðu félagsins. Sigurmark...
- Auglýsing -

Dagskráin: Leikið til þrautar á tvennum vígstöðvum í Hafnarfirði

Tveir leikir í síðari umferð átta liða úrslita Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í kvöld. Báðir leikir verða í Hafnarfirði.FH-ingar taka á móti ÍBV í Kaplakrika klukkan 18. Fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum lauk með...

Myndaveisla: Söglegur sigur í sögulegum leik í KA-heimilinu

KA/Þór braut blað í sögu sinni í gær og varð fyrsta liðið frá Akureyri til þess að leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Deildarmeistarar KA/Þórs gerði sér lítið fyrir og gerði gott betur en að taka þátt í...

Molakaffi: Arnar, Sveinbjörn, Horak, Groot, Kramer

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk í sjö skotum og átti tvær stoðsendingar þegar EHV Aue gerði jafntefli á útivelli við Hamm-Westfalen, 27:27, í þýsku 2. deildinni í gærkvöld. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki EHV Aue í um hálftíma...
- Auglýsing -

Dásamlegt að leika og vinna í KA-heimilinu í kvöld

„Það verður ekkert gefið eftir á Hlíðarenda á sunnudaginn og ljóst að við verðum að eiga toppleik til þess að vinna þar," sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is eftir sigur deildarmeistaranna á Val í fyrsta...

Arnór stýrði Aalborg til sigurs í fyrsta úrslitaleiknum

Arnór Atlason stýrði danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold til sigurs í fyrri úrslitaleik liðsins við Bjerringbro/Silkeborg um danska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld, 37:34, í Gigantium íþróttahöllinni í Álaborg. Liðin mætast öðru sinni í Silkeborg á sunnudaginn og þá geta...

Fyrstu hindrun rutt úr vegi

Deildarmeistarar KA/Þórs ruddu fyrstu hindruninni úr vegi í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum með verðskulduðum þriggja marka sigri á Val, 24:21, í KA-heimilinu í kvöld að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum og frábærri stemningu. Næsti leikur liðanna fer fram í Origohöllinni,...
- Auglýsing -

Kveður Fram og semur við Stjörnuna til þriggja ára

Örvhenta skyttan, Lena Margrét Valdimarsdóttir, hefur ákveðið að söðla um og semja við Stjörnuna til næstu þriggja ára. Lena hefur frá barnsaldri leikið með Fram og skiptir þar af leiðandi ekki um búningalit þótt hún klæðist búningi annars félags...

Hvað gerist ef Kría hættir við?

Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu og einn forsvarsmanna félagsins, segir í samtali við RÚV í dag að óvíst sé hvort Kría taki sæti í Olísdeild á næstu leiktíð, eða úrvalsdeild eins og segir í fréttinni. Kría vann sér í...

Svíi á leiðinni í Safamýri

Fram hefur samið við sænska handknattleikskonu, Emmu Olsson, um að leika með liðinu næstu tvö árin. Frá þessu greindi félagið í morgun á samfélagsmiðlum. Olsson kemur í Safamýrina frá Önnereds-liðinu en hún er sögð uppalin hjá Eslöv.„Emma er 24...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -