Alexander Petersson leikur ekki með Flensburg á næstunni eftir að hann meiddist á æfingu fyrir helgina áður en liðið hélt til leiks á útivelli við Hannover-Burgdorf sem fram fór í gær.Alexander mun hafa tognað á læri, eftir því...
Ásdís Guðmundsdóttir handknattleikskona hjá KA/Þór var á dögunum valin í æfingahóp landsliðsins sem kemur saman til æfinga á miðvikudaginn undir stjórn Arnars Péturssonar, landsliðsþjálfara. Hópurinn verður við æfingar á höfuðborgarsvæðinu fram á sunnudag. Ásdís er ein þeirra sem hefur...
Ungmennalið HK lagði ungmennalið Fram, 31:30, í hörkuleik í Grill 66-deild kvenna í Kórnum í gær. Viðureignin var afar jöfn og spennandi allt frá upphafi til enda. Framarar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.Tveir leikmenn fóru hamförum...
Níundu umferð Olísdeildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Þar með verða eru 13 umferðir eftir þangað til að úrslitakeppni kemur. Leikið verður í kvöld í Reykjavík, í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði þar sem grannaslagur verður á milli...
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í sjö skotum og Ólafur Andrés Guðmundsson eitt í tveimur skotum þegar lið þeirra, IFK Kristianstad vann Helsingborg, 27:23, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Kristianstad situr í sjöunda sæti deildarinnar. Bjarni Ófeigur...
Það kom mörgum á óvart í dag þegar Þórsarar endurheimtu fyrirliðann Valþór Atla Guðrúnarson fyrir leikinn við Gróttu í Olísdeildinni í handknattleik. Valþór Atli fór úr axlarlið í viðureign Vals og Þórs 25. janúar og óttast var að hann...
Framarar bundu í kvöld enda á sigurgöngu Selfoss-liðsins í Olísdeild karla í handknattleik með vasklegri frammistöðu á heimavelli í níundu umferð deildarinnar. Lokatölur, 27:25, fyrir Fram sem er í sjöunda sæti með 9 stig eftir jafn marga leiki. Tapið...
Tíu mínútna kafli hjá ÍR á síðasta stundarfjórðungi leiksins við Aftureldingu í kvöld reyndist ÍR-liðinu dýr er liðin mættust í Olísdeild karla í handknattleik í Austurbergi í kvöld. Þar með misstu leikmenn ÍR jafnan leik úr höndum sér. Leikmenn...
Þórsarar á Akureyri eru ekki dauðir úr öllum æðum þótt tímabilið hafi verið þeim á margan hátt mótdrægt. Þeir unnu í dag sætan sigur á Gróttu, 18:17, í hörkuleik í Olísdeild karla í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta var annar...
Handknattleiksdeild Stjörnunnar ætlar að kæra framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna sem fram fór í TM-höllinni í gær og fjallað hefur verið um á handbolti.is. Ætlan stjórnarinnar kemur fram í tilkynningu sem deildin sendi frá sér í...
„Það eru að verða komnir fimm mánuðir síðan ég fór í aðgerð. Endurhæfing hefur gengið vel. Ég er allur að koma til en enn sem komið er er ekki hægt að setja tíma á hvenær ég mæti til leiks...
Í viðureign Neistans frá Þórshöfn og VÍF frá Vestmanna í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í karlaflokki kom upp svipað atvik og í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna. Í viðureign Neistans og VÍF var ofskráð mark á Neistan....
Mistök voru gerð á ritaraborðinu í TM-höllinni í dag í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna sem urðu þess valdandi að KA/Þór vann leikinn, 27:26, þrátt fyrir að hafa skorað 26 mörk í leiknum. Fullvíst má telja að...
Víkingur situr í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik þegar keppni í deildinni er hálfnuð. Víkingar hafa 16 stig eftir níu leiki og hafa aðeins tapað einum en unnið átta undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggóssonar þjálfara. Sá árangur...
Handbolta.is hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá meistaraflokki kvenna hjá ÍBV vegna fréttar sem handbolti.is birti í gær og var unnin upp úr viðtali sem birtist við Britney Cots leikmann FH á mbl.is í fyrrakvöld:„Okkur langar aðeins að velta upp...