Einn leikmaður danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og er í einangrun. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Aalborg-liðsins, sagði við handbolta.is í dag að vonir standi til að um einangrað tilfelli sé að ræða. Enginn annar úr hópi...
„Leikur okkur byggist að mjög miklu leyti upp á vörn og markvörslu, satt að segja var ég ekki alltof vel undir það búinn að Aron Kristjánsson myndi láta Hauka leika sjö á sex á okkur allan leikinn sem riðlaði...
„Darri fer í skoðun á morgun hjá Brynjólfi lækni og í myndatöku við fyrsta tækifæri. Það er klárlega einhver skaði í hnénu sem mun halda honum frá keppni um tíma, hversu lengi er ekki ljóst ennþá,“ sagði Aron...
Ragnhildur Edda Þórðardóttir, hornamaður, og Andrea Gunnlaugsdóttir, markvörður leika ekki með Val í Olísdeild kvenna á næstunni. Ragnhildur Edda tognaði illa á ökka í viðureign Vals og ÍBV í Olísdeildinni síðasta laugardag.
Andrea, sem er afar efnilegur markvörður sem...
Norska handknattleiksstjarnan Sander Sagosen segir alltof mikið álag vera á handknattleikmönnum um þessar mundir. Það sé hreinlega heilsuspillandi. Nefnir hann sem dæmi að lið hans, Kiel, leikur sjö leiki á 14 dögum. „Með slíku álagi sem nú er á...
Haukar hafa ákveðið að kalla Guðmund Braga Ástþórsson til baka úr láni hjá Aftureldingu. Hann lék sinn síðasta leik með Aftureldingu í kvöld gegn Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem hann fór á kostum, skoraði fimm mörk og...
Dómstóll HSÍ hefur hafnað kröfu Stjörnunnar um að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 13. febrúar verði breytt. Einnig er hafnað að leikurinn verði endurtekinn. Dómurinn var birtur fyrir stundu á heimasíðu HSÍ.
KA/Þór vann leikinn með eins...
Mjög þétt hefur verið leikið í Olísdeild karla síðustu vikur. Ekkert lát verður á næstu vikur. Nærri átta umferðir eru að baki eftir að þráðurinn var tekinn upp undir lok janúar. Keppni í Olísdeild er álíka langt komin nú...
Þrír síðustu leikir 12. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í kvöld. Haukar taka á móti Gróttu í Schenkerhöllinni klukkan 18. Fyrri viðureign liðanna í haust var æsispennandi og vart mátti á milli sjá en Haukar sluppi fyrir...
Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, var í leikmannahópi sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad í gær þegar liðið mætti Lugi á heimavelli og tapaði með tveggja marka mun, 21:19. Hún kom ekkert að öðru leyti við sögu í leiknum. Þetta var annar...
Eftir sex sigurleiki í röð þá stöðvaði ungmennalið Fram sigurgöngu Aftureldingar í Grill 66-deild kvenna í kvöld þegar liðin mættust í Framhúsinu. Sérlega öflugur leikur Framara í síðari hálfleik ráði úrslitum að þessu sinni. Sóknarleikur Aftureldingar var erfiður og...
Sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis vann langþráðan sigur í dag í Grill 66-deild kvenna í handknattleik þegar lið Selfoss kom í heimsókn í Dalhús í Grafarvogi, lokatölur 20:17. Lið Fjölnis-Fylkis lagði grunn að sigrinum með afar góðri frammistöðu í...
Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, meiddist á vinstra hné í upphitun rétt áður en viðureign Selfoss og Stjörnunnar hófst í Hleðsluhöllinni á Selfossi klukkan 19.30. Vísir greinir frá þessu í textalýsingu sinni frá viðureign liðanna í 12. umferð Olísdeildar.
Á...
Stórskyttan Rúnar Kárason hefur skrifað undir samning við ÍBV. Hann kemur til félagsins í sumar og hyggst leika með Eyjamönnum næstu þrjú árin. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil styrkur koma Rúnars verður fyrir ÍBV-liðið. Hann hefur verið...
Hætt er við að kvennalið Vals hafi orðið fyrir blóðtöku í leiknum við ÍBV í gær þegar vinstri hornakonan, Ragnhildur Edda Þórðardóttir, missteig sig að því er virtist illa á vinstri fæti á 24. mínútu leiksins við ÍBV þegar...