- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Stórsigur hjá Guðmundi Þórði og Arnari Frey

MT Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og leikur í þýsku 1. deildinni, vann átta marka sigur á Göppingen á heimavelli í gær, 31:23. Svo öruggur sigur er nokkuð óvæntur þar sem Göppingen liðið hefur leikið afar vel síðan...

Molakaffi: Sigvaldi, Aron Donni, Elliði, Arnar Birkir

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk úr sex skotum þegar Vive Kielce vann Piotrkow, 40:21, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Vive Kielce hefur unnið hverja einustu af þeim 22 viðureignum sem liðið hefur lent í deildinni á...

Óðinn Þór og félagar komnir í undanúrslit – Elvar Örn úr leik

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Holstebro í gær þegar liðið vann Skjern, 34:32, í riðli tvö í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern sem með þessu...
- Auglýsing -

Aðalsteinn bikarmeistari í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson vann í kvöld sinn fyrsta bikar í Sviss þegar hann stýrði liði sínu Kadetten Schaffhausen til sigurs í úrslitaleik bikarkeppninnar. Kadetten vann þá HC Kriens með eins marks mun í æsilega spennandi úrslitaleik, 22:21. Kadetten var marki...

Díana Dögg og félagar í deild þeirra bestu

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau tryggðu sér í dag sæti í efstu deild þýska handknattleiksins á næstu leiktíð. Þær unnu TuS Lintfort á heimavelli, 32:27, og hafa þar með tryggt sér sigur í 2....

Valur hreppti þriðja sæti og mætir Haukum – ÍBV og Stjarnan eigast við

Valur hafnaði í þriðja sæti Olísdeildar kvenna eftir að lokaumferðin fór fram í dag. Valur lagði HK, 27:20, í Origohöllinni og hlaut þar með 18 stig í 14 leikjum og var þremur stigum á eftir deildarmeisturum KA/Þórs og Fram...
- Auglýsing -

Ógeðslega súr niðurstaða

„Þetta er ógeðslega súr niðurstaða eftir að hafa verið með leikinn í höndunum lengst af, nánast þangað til í lokin að allt fór að klikka hjá okkur. KA/Þór á deildarmeistaratitilinn skilið eftir ævintýri þeirra í allan vetur en við...

Nú setjum við stefnuna á þann stóra

„Það er frábært að vinna deildarmeistaratitilinn með sínu uppeldisfélagi, alveg stórkostlegt,“ sagði hin þrautreynda Martha Hermannsdóttir í samtali við handbolta.is í Framhúsinu í dag eftir að KA/Þór hafði tekið á móti deildarmeistaratitlinum í Olís deild kvenna eftir jafntefli við...

KA/Þór deildarmeistari í fyrsta sinn

KA/Þór er deildarmeisari í Olísdeild kvenna í handknattleik í fyrsta skipti eftir að liðið gerði jafntefli við Fram, 27:27, í frábærum handboltaleik í lokaumferðinni á heimavelli Framara í dag. Liðin eru jöfn að stigum en þar sem KA/Þór...
- Auglýsing -

Fékk að súpa seyðið af fyrsta tapi leiktíðarinnar

Forráðamenn ríkjandi Evrópumeistara í handknattleik kvenna, Györ í Ungverjandi, kunna því mjög illa að lið þeirra tapi leikjum. Óvíða er tapleikjum tekið eins óstinnt upp og hjá ungverska liðinu sem m.a. hefur leikið á sjötta tug leikja í röð...

Harðarmenn aðhafast ekki vegna leiksins við Hauka

Forsvarsmenn Harðar á Ísafirði hyggjast ekkert aðhafast vegna þess að Haukar tefldu fram of mörgum A-liðsmönnum í viðureign ungmennaliðs Hauka og Harðar í Grill 66-deildinni á þriðjudagskvöld.Eins og kom fram á handbolti.is á þriðjudagskvöld þá gerðu Harðarmenn athugasemd við...

Dagskráin: Uppgjör um deildarmeistaratitilinn í Safamýri

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Allra augu beinast að uppgjöri tveggja efstu liðanna, KA/Þórs og Fram, sem fram fer í Framhúsinu og hefst klukkan 13.30. Liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina, með 20 stig hvort. KA/Þór...
- Auglýsing -

„Ég er alls ekki á heimleið“

„Ég er alls ekki á heimleið,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður IFK Kristianstad og landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is spurði hann út í þrálátan orðróm sem gengið hefur síðustu vikur um að hann væri að flytja heim eftir áratug...

Molakaffi: Aron Rafn, Grétar Ari, Elvar og Roland

Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot á þeim 45 mínútum sem hann stóð í marki í Bietigheim í gær er liðið vann Emsdetten, 41:31, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld.  Bietigheim er í 8. sæti deildarinnar með...

Fjölnir-Fylkir er á leið í umspil með Gróttu og ÍR

Fjölnir-Fylkir mætir HK í umspili um sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð en í hinni viðureign umspilsins eigast við Grótta og ÍR. Fjölnir-Fylkir tryggði sér keppnisréttinn í lokaumferð Grill 66-deildar kvenna í kvöld með eins marks sigri á...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -