Ísland og Noregur mætast í þriðju umferð fjórða milliriðils á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Dr. Hassan Moustafa-íþróttahöllinni 6. október-hverfinu í Kaíró klukkan 17. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með tölfræði uppfærslu HB Statz frá leiknum.https://hbstatz.is/LandslidKarlaLiveReport.php?ID=10793
Meistaraflokkur kvenna í Víking vann í dag sinn fyrsta deildarleik síðan 23. október 2018 þegar liðið mætti Selfossi í Víkinni, 28:26. Það eru því 2 ár, 3 mánuðir og 1 dagur liðnir frá því að Víkingskonur fögnuðu síðast sigri.Selfoss...
ÍBV vann Fram, 19:17, í Olísdeild karla í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag í fyrsta leik deildarinnar í 114 daga. Eyjamenn voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og voru til að mynda fjórum mörkum yfir að...
Þrír markverðir verða í leikmannahópi Íslands sem mætir Norðmönnum í lokaumferð millriðils þrjú á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi í kvöld klukkan 17. Vegna meiðsla leika Viggó Kristjánsson og Arnór Þór Gunnarsson ekki með að þessu sinni. Hinn síðarnefndi...
„Við viljum allir spila vel og vinna. Það er markmiðið,“ sagði Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik við handbolta.is í gær spurður um Noregsleikinn í kvöld en það verður síðasti leikur íslenska landsliðsins á HM2021. Ómar Ingi verður væntanlega...
„Þátttakan í mótinu hefur mikill skóli fyrir okkur. Allt hefur þetta tekið á. Við höfum verið góðir fyrir utan sóknarleikinn á móti Sviss á miðvikudaginn. Allir vitum við upp á okkur sökina í þeim efnum enda svöruðum við fyrir...
Loksins verður flautað til leiks í Olísdeild karla í handknattleik í dag. Keppni hefur legið niðri í deildinni frá því í byrjun október af ástæðum sem flestum eru væntanlega kunnugar. Til stóð að þrír leikir færu fram í deildinni...
Magakveisa herjar í herbúðum heimsmeistara Danmerkur og virðist ganga illa að kveða hana niður eftir því sem Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari segir. Leikmennirnir Mikkel Hansen, Johan Hansen gátu ekki tekið þátt í leiknum við Japan í gærkvöld auk sjúkraþjálfarans...
Eftir naumt tap fyrir Lintfort þá komu Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau af ákveðni til baka í gær og unnu topplið þýsku 2. deildarinnar, Füchse Berlin, með fimm marka mun á heimavelli, 31:26. Þar með...
Síðustu leikir í milliriðli þrjú og fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik fara fram síðdegis og í kvöld. Í þriðja riðli getur íslenska landsliðið dregið úr vonum Norðmanna um sæti í 8-liða úrslitum með sigri. Þar með opnaðist...
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Daðey Ásta Hálfdánsdóttir fóru á kostum í gær þegar ungmennalið Fram hélt sigurgöngu sinni áfram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Samtals skoruðu þær 20 af 35 mörkum Fram-liðsins sem vann Fjölni-Fylki með tíu...
Handknattleikssamband Íslands; HSÍ, og Ísey Skyr hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að Ísey Skyr verður einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Ísey Skyr komu með vörumerki sitt inn á keppnistreyjur Íslands fyrir HM í Egyptalandi og munu verða á treyjum...
Ungverjar og Evrópumeistarar Spánar eru öruggir um sæti í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Egyptlandi þótt enn eigi eftir að leika lokaumferðina. Ungverjar hafa ekki tapað leik á mótinu og héldu uppteknum hætti í dag...
„Þetta var geggjaður leikur hjá öllu liðinu gegn Frökkum og það hefði verið gaman að fá bæði stigin,“ sagði markvörðurinn ungi, Viktor Gísli Hallgrímsson, þegar handbolti.is hitti hann stuttlega að máli við hótel íslenska landsliðsins nærri Giza-sléttunni í Kaíró...
Hinn þekkti króatíski handknattleiksþjálfari tilkynnti um uppsögn sína úr starfi landsliðsþjálfara Króatíu eftir að króatíska landsliðið tapaði fyrir Argentínu í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Cervar, sem stendur á sjötugu, hefur stýrt landsliði Króata í tæp fjögur ár að þessu...