Króatíska landsliðið í handknattleik hélt áfram að skrifa ævintýri sitt á EM kvenna í dag þegar það skellti danska landsliðinu, 25:19, í leiknum um bronsverðlaunin. Liðið lék frábærlega í síðari hálfleik þar sem Danir skoruðu aðeins eitt mark á...
Það er bara eitt lið sem getur staðið uppi sem sigurvegari en í úrslitaleik EM kvenna í handknattleik í dag mætast bestu lið mótsins til þessa. Þau einu sem hafa ekki tapað leik á leið sinni í úrslitaleikinn. Frakkar...
Rhein-Neckar Löwen slapp með skrekkinn í dag og marði sigur á Bergischer HC, 24:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bergischer átti möguleika á að jafna metin í lokin en síðasta sókn liðsins rann út í sandinn. Rhein-Neckar hreppti...
Íslendingaliðið EHV Aue tapaði í dag með níu marka mun fyrir Lübeck-Schwartau á útivelli, 34:25, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Leikið var á heimavelli Lübeck-Schwartau. Heimaliðið var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt...
Öll fjögur liðin sem komust í undanúrslit ásamt Rússlandi og Svartfjallalandi eiga fulltrúa í úrvalsliði mótsins sem var tilkynnt í dag. Noregur á þrjá fulltrúa og Danir eiga tvo. Í þetta skiptið gátu áhugamenn um EM kvenna tekið þátt...
„Þetta verður okkur erfiðasti leikur á mótinu fram til þessa. Á því leikur enginn vafi enda mætast án vafa tvö bestu lið mótsins í úrslitaleiknum. Frakkar eru með firnasterkt lið og við verðum að leika eins mikinn toppleik og...
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, meiddist í síðari hálfleik í viðureign Barcelona og Bidasoa Irun í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Vafi leikur á hvort hann getur tekið þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln,...
Króatar eiga möguleika á því að vinna til sinna fyrstu verðlauna á stórmóti í handknattleik kvenna í dag. Til þess þurfa þeir að sigra gestgjafana, Dani, í leiknum um bronsverðlaunin á EM í dag. Flautað verður til leiks...
Viggó Kristjánsson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Stuttgart í gærkvöld þegar liðið mætti meisturum THW Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó skoraði sex mörk, þar af þrjú mörk úr vítaköstum, þegar Kiel komst upp í...
Samherjar Harðar Fannars Sigþórssonar í KÍF frá Kollafirði gerðu góða ferð til Þórshafnar í gær þegar þeir unnu Neistan, 23:22, í lokaumferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Hörður Fannar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Hann tognaði á...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld þegar lið hans PAUC-Aix vann Tremblay með fimm marka mun á heimavelli í níunda sigurleik liðsins í röð í efstu deild franska handboltans, 32:27. PAUC er þar með komið upp í...
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðsson í Gummersbach gefa ekkert eftir í toppbaráttu í 2. deildar í Þýskalandi. Í kvöld tóku þeir Íslendingaliðið Bietigheim í kennslustund og unnu það með 14 marka mun, 31:17, á heimavelli og treystu um leið stöðu...
Stórkostlegt mark sem Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fyrir Gummersbach gegn Hamburg í kappleik liðanna í þýsku 2. deildinni 15. nóvember var valið það glæsilegasta sem skorað var í þýsku deildunum í handknattleik í nóvembermánuði. Niðurstaða kosningarinnar var kynnt...
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, lét sér ekki nægja að standa vel fyrir sínu á milli stanganna í marki GOG í sigurleiknum, 30:25, á Skjern í dag heldur skoraði hann einnig eitt mark. Sigurinn tryggði GOG áframhaldandi örugga forystu í...
„Mitt lið hefur verið vanmetið frá upphafi móts svo það ekkert nýtt fyrir mér að andstæðingarnir telji það vera auðunnið. Vangaveltur danskra handboltasérfræðinga er aðeins blóð á tennur leikmanna minna,“ sagði Nenad Šoštarić, þjálfari króatíska kvennalandsliðsins í handknattleik á...