- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Fór á kostum í Istres

Kristján Örn Kristjánsson átti mjög góðan leik fyrir PAUC, Aix, í kvöld þegar lið hans vann sinn fyrsta leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik þegar það sótti Istres heim, lokatölur 27:21. Kristján Örn var markahæstur hjá PAUC. Hann...

Fjórir sigurleikir hjá Íslendingum

Tvö af hinum svokölluðu Íslendingaliðum eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku 1. deildinni í handknattleik en önnur umferð hófst í kvöld með sex viðureignum. Rhein-Neckar Löwen og Melsungen hrósuðu öðrum sigrum sínum meðan Göppingegn og...

Meistarar í kröppum dansi

Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold lentu í kröppum dansi í kvöld þegar þeir sóttu Fredericia Håndboldklub heim í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Átta mínútum fyrir leikslok voru heimamenn tveimur mörkum yfir, 30:28, eftir að hafa verið með frumkvæðið um skeið...
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: 4. umferð krufin til mergjar

Í dag kom nýr þáttur frá þríeykinu í Handboltinn okkar. Að þessu sinni fjölluðu þeir um 4. umferðina í Olísdeild karla og völdu þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður umferðarinnar. https://open.spotify.com/episode/5WdBihDiTB8aklTianb67z?si=-uxDCKjkQVmLfEJQmfVATw&fbclid=IwAR1_Cor--30-QS3WnS6Y-tQg0BttcXAAJIeMoiTL5O_gExOvVKo_PXseCQE

Mælir með tveggja vikna hléi

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur mælt með í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikur. Þórólfur greindi frá þessu á fundi Almannavarna sem stendur yfir. Sennilegt má telja að reglugerð...

Framhaldið ákveðið á formannafundi

Framhald Íslandsmótsins í handknattleik verður ákveðið á formannafundi Handknattleikssambands Íslands sem hefst klukkan 17 í dag. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti þetta í samtali við handbolta.is. Til stóð að formannafundur yrði haldinn í hádeginu í dag en í...
- Auglýsing -

Kría fer í frí

Handknattleikslið Kríu hefur sent frá sér yfirlýsingu um að liðið hafi ákveðið að gera hlé á æfingum frá og með deginum í dag í ljósi vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þráðurinn verður tekinn upp þegar ástandið batnar. Forráðamenn Kríu...

Bikarleik kvöldsins frestað

Að tilmælum Almannavarna hefur leik Hauka og Selfoss í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handknattleik sem fram átti að fara í Schenkerhöllinni í kvöld verið frestað um ótiltekinn tíma. Eins og kom fram í frétt handbolta.is...

Standa þétt á bak við Hauk

Talant Dujshebaev, þjálfari pólska handknattleiksliðsins Vive Kielce, og leikmenn liðsins senda Hauki Þrastarsyni stuðnings- og baráttukveðjur á Facebook-síðu liðsins í morgun. Staðfest var í gær að fremra krossband í vinstra hné Hauks er slitið og verður hann af þeim...
- Auglýsing -

Allt stefnir í handboltahlé

Flest bendir til þess að æfingar og keppni í handknattleik falli niður næstu tvær vikur hið minnsta, ef marka má viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stundu. Þar sagði Víðir að í undirbúningi væru tillögur...

Byrja ekki fyrr en í desember

Keppni í norsku C-deildinni, 2. deild, í handknattleik karla og kvenna hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í desember samkvæmt því sem norska handknattleikssambandið ákvað í gær. Síðsumars var tilkynnt að reynt yrði að hefja keppni í lok...

Bikarslagur á Ásvöllum

Blásið verður til leiks í fyrstu umferð Coca Cola-bikars karla í kvöld þegar Olísdeildarliðin Haukar og Selfoss mætast í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Ráðgert er að leikurinn hefjist klukkan 19.30. Því miður verður áhorfendum ekki heimill aðgangur að leiknum en...
- Auglýsing -

Kapphlaup Guðmundar og Kristjáns

Guðmundur Bragi Ásþórsson hefur skorað 13 mörk að meðaltali í leik með ungmennaliði Hauka það sem af er keppnistímbilinu í Grill 66-deild karla. Honum hafa hreinlega ekki haldið nein bönd. Sömu sögu má segja um Kristján Orra Jóhannsson, leikmann...

Molakaffi: Appelgren frá út árið, Sagosen og Hansen

Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen, sem Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með, verður án annars markvarðar síns,  Mikael Appelgren, það sem eftir lifir árs. Appelgren er meiddur á öxl og þarf að gangast undir aðgerð til að fá...

„Íslenski krafturinn“ hjá Aue – myndskeið

Endurkoma Sveinbjörns Péturssonar í markið hjá þýska 2. deildarliðinu EHV Aue vakti athygli þýsku sjónvarpsstöðvarinnar MDR um helgina. Stöðin gerði flotta frétt um komu „Bubi“ eins og hann er kallaður og þrumuskot Arnars Birkis Hálfdánssonar sem einnig gekk...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -