- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

ÓL: Stoltur af árangrinum en ekki síður hversu vel liðið leikur

„Ég er afar stoltur af árangrinum en enn stoltari af því hvernig liðið hefur leikið,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari þýska landsliðsins í samtali við fjölmiðla ytra eftir að þýska landsliðið tryggði sér sæti í úrslitaleik handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag...

ÓL: Danir sluppu fyrir horn og leika til úrslita

Heimsmeistarar Danmerkur leika við Þjóðverja í úrslitaleik handknattleikskeppni karla á sunnudaginn. Danir lögðu Slóvena með minnsta mun, 31:30, í Lille í kvöld. Slóvenar sóttu hart að danska liðinu undir lokin og tókst að skora tvö síðustu mörkin. Þeim vantaði...

ÓL: Stórbrotinn Wolff kom Þjóðverjum í fyrsta úrslitaleik ÓL í 20 ár

Alfreð Gíslason stýrir Þýskalandi í úrslitaleik handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum á sunnudaginn eftir að þýska landsliðið vann það spænska, 25:24, í undanúrslitum í Stade Pierre Mauroy Arena í Lille í dag. Þetta verður fyrsti úrslitaleikurinn sem Þjóðverjar leika í stórkeppni...
- Auglýsing -

EM18: Frídagur frá leikjum nýttur til æfinga – myndir

Þótt piltarnir í 18 ára landsliðinu í handknattleik eigi frí frá kappleikjum á Evrópumótinu í dag þá var ekki frí frá æfingum. Piltarnir fóru á létta æfing eftir hádegið í Podgorica í Svartfjallalandi undir stjórn þjálfaranna Heimis Ríkarðssonar og...

Jón Gunnlaugur ráðinn íþróttastjóri HSÍ

Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Jón Gunnlaug Viggósson í starf íþróttastjóra sambandsins. Hann hefur störf í september. Jón Gunnlaugur er 41 árs gamall, með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu frá ULPGC í samstarfi við íþróttaháskólann í...

EM18: Sæti í 8-liða úrslitum tryggði þremur liðum farseðil á stórmót

„Við ætlum að ljúka riðlakeppninni af sama krafti og hefur verið í okkur til þessa,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U18 ára landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is. U18 ára landsliðið tryggði sér í gær sæti í átta...
- Auglýsing -

ÓL-molar: Vlah, Gidsel, Pytlick, Uscins, Gómez, Porte, Gerard, Arenhart

Margir Slóvenar önduðu léttar í morgun þegar staðfest var að Aleks Vlah getur tekið þátt í undanúrslitaleik Slóvena og Dana í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Vlah hefur farið mikinn á Ólympíuleikunum. Hann fékk högg á annað lærið...

Molakaffi: Kristján bætist í hópinn, opna mótið, Haukar í Skövde

Kristján Gunnþórsson hefur á ný gengið til liðs við handknattleikslið Þórs eftir veru hjá KA. Kristján er örvhent skytta og bætist í vaskan hóp Þórsliðsins sem hefur styrkst talsvert frá síðustu leiktíð, m.a. með komu Odds Gretarssonar, Hafþórs Más Vignissonar...

ÓL: Noregur leikur til úrslita í fyrsta sinn í 12 ár – Lunde stórkostleg

Nokkuð kunnuglegt stef verður slegið þegar úrslitaleikur handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum fer fram á laugardaginn. Frakkland og Noregur eigast við en skemmst er að minnast úrslitleikja þjóðanna á HM kvenna á síðasta ári og á EM árið á undan. Þetta...
- Auglýsing -

Annar Eistlendingur til KA

Handknattleikslið KA hefur samið við Marcus Rätte, 19 ára gamlan örvhentan leikmanna frá Eistlandi. Hann kemur frá eistneska liðinu SK Tapa sem leikur í efstu deild. Fyrir hjá KA er annar Eisti, Ott Varik sem gekk til liðs við...

Sjö marka sigur á Ítalíu – sæti í 8-liða úrslitum í höfn

Íslenska landsliðið í handknattleik er komið í átta liða úrslit á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Podgorica í Svartfjallalandi eftir öruggan sigur á ítalska landsliðinu í dag, 31:24. Staðan í hálfleik var 15:9, íslensku piltunum í hag. Eftir úrslit...

ÓL: Frakkar leika í þriðja sinn í röð til úrslita

Frakkland leikur í þriðja sinn í röð til úrslita í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikum eftir að hafa unnið Svía í framlengdum undanúrslitaleik í Lille í dag, 31:28. Sænska landsliðið leikur að sama skapi aðra leikana í röð um bronsverðlaun. Í...
- Auglýsing -

ÓL: Heldur sigurganga Frakka áfram í undanúrslitum?

Leikið verður í dag til undanúrslita í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Annarsvegar mætast Frakkland og Svíþjóð klukkan 14.30 og hinsvegar Danmörk og Noregur klukkan 19.30. Frakkar urðu Ólympíumeistarar fyrir þremur árum þegar leikarnir fór fram í Japan. Franska landsliðið...

Myndskeið: Ævar Smári smellti boltanum beint í samskeytin

https://www.youtube.com/watch?v=KRlr7asitE8 Ævar Smári Gunnarsson skoraði frábært mark beint úr aukakasti í níu marka sigri 18 ára landsliðs karla í handknattleik á færeyska landsliðinu, 32:23, í fyrstu umferð Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í gær. Leiktíminn var runninn út, aðeins aukakastið...

Molakaffi: Ágúst, Elvar, Guðmundur, Guðjón á afmæli, Einar, Arnór

Hvorki Ágúst Elí Björgvinsson né Elvar Ásgeirsson léku með Ribe-Esbjerg í gær þegar liðið gerði jafntefli við Bjerringbro /Silkeborg, 28:28, í æfingaleik liðanna tveggja sem eiga sæti í dönsku úrvalsdeildinni.   Eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu Ribe-Esbjerg hefur Ágúst...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -