- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Ólafur klæðist búningi FH á nýjan leik

Handknattleiksmaðurinn þrautreyndi, Ólafur Gústafsson hefur ákveðið að snúa heim í heiðardalinn og skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt, FH. Ólafur hefur síðustu fjögur ár leikið með KA eftir að hafa flutt heim frá Danmörku. Ólafur, sem er 35 ára gamall,...

Hópur frá íþróttafélaginu Ægir keppir í handbolta í Danmörku

Stífar æfingar standa yfir hjá íþróttafélaginu Ægi í Vestmannaeyjum en hópur íþróttamanna er á leið til Danmerkur að taka þátt í Idrætsfestival á vegum Special Olympics. Þar munu þau keppa bæði í handbolta og boccia. Farið verður út 23....

Molakaffi: Landin, Vujovic, Poulsen, Portner

Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin verður a.m.k. ekki með danska liðinu Aalborg Håndbold í fyrsta undanúrslitaleiknum um danska meistaratitilinn gegn Skjern á fimmtudaginn. Eins og kom fram á handbolti.is fyrir helgina þá varð Landin að draga sig út úr landsliðinu...
- Auglýsing -

Sextán ára landslið karla sem leikur í Færeyjum hefur verið valið

Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfarar 16 ára landsliðs karla hafa valið landsliðshóp vegna tveggja æfingaleikja í Færeyjum dagana 1. og 2. júní. Æfingar fyrir ferðina fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á...

Serbar óska eftir boðskorti á HM 2025

Handknattleikssamband Serbíu hefur sent ósk til stjórnar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að svokallað wild card, eða boðskort, komi í hlut serbneska karlalandsliðsins þegar stjórnin ákveður hver hreppir hnossið áður en dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið 2025. Dregið verður í...

Einar er sagður hættur þjálfun kvennaliðs Fram

Einar Jónsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Einar tók við þjálfun kvennaliðs Fram fyrir ári af Stefáni Arnarsyni þegar hann færði sig yfir til Hauka. Ekki liggja fyrir...
- Auglýsing -

Vilhelm Gauti verður Halldóri Jóhanni til aðstoðar

Vilhelm Gauti Bergsveinsson verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá HK og þar af leiðandi samstarfsmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar sem ráðinn var þjálfari karlaliðs HK til þriggja ára snemma árs. Vilhelm Gauti þekkir vel til innan HK. Hann lék með liði félagsins...

Harpa Rut leikur til úrslita í Sviss

Harpa Rut Jónsdóttir leikur til úrslita um meistaratitilinn í svissneska handboltanum með samherjum sínum í GC Amicitia Zürich eftir ævintýralegan sigur á Spono Eagles, 39:38, á útivelli í oddaleik í undanúrslitum í gær. Grípa varð til vítakeppni til þess...

Molakaffi: Dagur, mót í Noregi, Alfreð, tap í Växjö

Landslið Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði með 15 marka, 37:22, mun fyrir danska landsliðinu í þriðja og síðasta leik sínum á alþjóðlegu handknattleiksmóti sem lauk í Arendal í Noregi í gær. Króatar unnu Argentínumenn á mótinu en biðu...
- Auglýsing -

Sola sagði starfi sínu lausu – allt mér að kenna

Fyrsta verk Vlado Sola landsliðsþjálfara Svartfjallalands í handknattleik eftir að landsliðið féll úr keppni í gær í umspili HM var að segja af sér. Strax að leik loknum í síðari leiknum í Podgorica í gær tilkynnti Sola afsögn sína...

Vellir sportbar styðja rausnarlega við bakið á ungu landsliðsfólki Hauka

Vellir Sportbar, sem er til húsa á Hótel Völlum í Hafnarfirði, hefur ákveðið að styrkja yngri leikmenn handknattleiksdeildar Hauka í handbolta, sem valdir hafa verið og fara í verkefni U20 og U18 EM karla og U20 og U18 HM...

Ætlum að klára einvígið á fimmtudaginn

„Þetta var svo sannarlega öruggari sigur hjá okkur en í fyrsta leiknum við Hauka. Við bættum svo upp fyrir frammstöðu okkar að þessu sinni því við vorum ekki sáttar við okkur eftir sigurleikinn á heimavelli í fyrstu umferð,“ sagði...
- Auglýsing -

Ítalir verða með á HM – Spánverjar og Slóvenar sluppu fyrir horn

Ítalir verða á meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í upphafi næsta árs í annað sinn í sögunni. Þá verða 28 ár liðin síðan ítalska landsliðið tók þátt í HM karla í fyrsta og eina skiptið til þessa....

HM-draumur Færeyinga rættist ekki

Því miður tókst frændum okkar í færeyska landsliðinu í handknattleik ekki að tryggja sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í handknattleik karla í dag. Færeyska landsliðið tapaði með átta marka mun fyrir Norður Makedóníu í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í dag,...

Axel fagnaði Evrópumeistaratitli með Storhamar

Axel Stefánsson varð Evrópumeistari í handknattleik í dag þegar liðið sem hann þjálfar, Storhamar, vann CS Gloria 2018 BN frá Rúmeníu, 29:27, í úrslitaleik Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Leikurinn fór fram í Raiffeisen Sportpark í Graz í Austurríki. Axel, sem...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -