Ekkert verður úr því að Kári Kristján Kristjánsson leiki með ÍBV á næsta keppnistímabili. Að hans sögn ákvað félagið að bjóða honum ekki nýjan samning í sumar. Frá því segir Kári Kristján í samtali við Handkastið en miðilinn...
KA/Þór og ÍBV unnu fyrstu leiki sína á KG Sendibílamótinu í handknattleik kvenna sem hófst á Akureyri í gær. Nýliðar Olísdeildarinnar, KA/Þór, lögðu Gróttu sem féllu úr deildinni í vor, með átta marka mun, 32:24. ÍBV lagði Stjörnuna, 25:21.Mótið...
Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk og Elliði Snær Viðarsson fjögur mörk þegar Gummersbach vann THW Kiel, 40:37, á æfingamóti í Bosníu í gær. Að vanda var Guðjón Valur Sigurðsson við stjórnvölin hjá Gummersbach.Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn hans...
„Þessi leikur var því miður mjög kaflaskiptur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var sá besti hjá okkur í mótinu en á móti kom að síðari hálfleikurinn var sá versti,“ sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik í...
Örn Ingi Bjarkason og Andrés Gunnlaugsson hafa verið ráðnir þjálfarar kvennaliðs Aftureldingar til næstu tveggja ára. Þeir taka við þjálfun liðsins af Jóni Brynjari Björnssyni sem sagði starfi sínu lausu í síðasta mánuði vegna flutninga til Svíþjóðar. Afturelding staðfesti...
Afturelding vann Fjölni í sínum fyrsta æfingaleik fyrir komandi keppnistímabil í Grill 66-deild kvenna. Leikið var að Varmá. Lokatölur, 27:21, fyrir Aftureldingarliðið.„Gaman að sjá róteringuna á liðinu og nýju leikmennina í rauðu treyjunni. Stelpurnar taka þátt á Ragnarsmótinu á...
KA átti víst ekki í teljandi vandræðum með Þór í fyrri viðureign liðanna í KG Sendibílamótinu í handknattleik karla í KA-heimilinu í kvöld. Akureyri.net greinir frá að leikurinn hafi endað með sex marka sigri KA manna, 29:23. Þeir voru...
Elín Klara Þorkelsdóttir og nýir liðsfélagar hennar í IK Sävehöf unnu BK Heid í fyrstu umferð 2. riðils sænsku bikarkeppninnar í kvöld, 41:27, þegar leikið var á heimavelli Heid. Að vanda hefja Svíar keppnistímabilið snemma með riðlakeppni bikarkeppninnar.Elín Klara...
Ungverjar verða andstæðingar Íslendinga í krossspili um sæti 5 til 8 á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla í handknattleik á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 16.30. Ungverjar töpuðu fyrir Þýskalandi síðdegis, 32:31. Þjóðverjar mæta Dönum í undanúrslitum á...
Saga Sif Gísladóttir verður ekki markvörður Aftureldingar í Grill 66-deildinni á komandi leiktíð. Hún staðfesti við Handkastið að hafa rift samningi sínum við Mosfellinga í sumar eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Saga Sif samdi við Aftureldingu til þriggja...
Íslenska landsliðið tapaði fyrir danska landsliðinu með tveggja marka mun, 32:30, í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla í handknattleik í Kaíró í dag. Leikur íslenska liðsins var afar kaflaskiptur, því miður. Fyrri hálfleikur frábær en síðari hálfleikur...
Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mætast í meistarakeppni HSÍ í N1-höllinni á Hlíðarenda laugardagnn 30. ágúst. Til stendur að flautað verði til leiks klukkan 16 og til stendur að senda leikinn út á Handboltapassanum.Meistarakeppni HSÍ markar alla jafna upphaf...
Ágúst Guðmundsson er markahæstur leikmanna íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla í handknattleik þegar fimm leikjum af átta er lokið. Hægri hornamaðurinn Stefán Magni Hjartarson er með eina af betri skotnýtingu leikmanna á mótinu. Báðir verða í...
Bergvin Snær Alexandersson, ungur og uppalinn markmaður Aftureldingar sýndi frábær tilþrif í gær þegar Afturelding lagði Gróttu í æfingaleik í Hertzhöllinni, 31:20. Hann gerði sér lítið fyrir og varði vítakast og náði auk þess að verja skot eftir að...
Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk í öruggum sigri One Veszprém á tyrkneska liðinu Besiktas, 38:28, í fyrstu umferð æfingamóts í Bosníu í gær. Bjarki Már byrjaði leikinn í gær. One Veszprém var sjö mörkum yfir í hálfleik. Ungverska...