Fréttir

- Auglýsing -

EMU18: Kjartan Þór skaut Íslandi inn á tvö næstu stórmót

Kjartan Þór Júlíusson tryggði U19 ára landsliðinu sigur á Svartfellingum, 30:29, þegar hann skoraði sigurmarkið átta sekúndum fyrir leikslok í viðureign Íslands og Svartfjalllands á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi í dag.Sigurinn var afar mikilvægur því með honum er...

Ásdís leikur í sænsku úrvalsdeildinni

Handknattleikskonan Ásdís Guðmundsdóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF. Hún fylgir þar með í kjölfar samherja síns hjá KA/Þór, Aldísar Ástu Heimisdóttur, sem fyrr í sumar samdi við sama félag.Frá þessu greinir Vikudagur á Akureyri í morgun. Samningur...

EMU18: Ætlum okkur sigur í fyrsta leik

„Okkar markmið er að tryggja okkur sæti á HM á næsta ári og komast inn á EM eftir tvö ár. Til þess að ná því verðum við helst að vinna að minnsta kosti einn leik í milliriðlakeppninni og best...
- Auglýsing -

Molakaffi: Breki Hrafn, Hansen, Amega

Breki Hrafn Árnason markvörður U18 ára landsliðsins í handknattleik er í þriðja sæti á lista yfir þá markverðir sem hafa varið hlutfallslega flest skot á Evrópumótinu sem stendur yfir í Podgorica í Svartfjallalandi. Breki Hrafn hefur varið 36 skot...

EMU18: Unnu í bráðabana á sögum úr Andabæ á japönsku – myndir

Piltarnir í U18 ára landsliði í handknattleik sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í Podgorica í Svartfjallalandi þessa dagana reyndu með sér í spurningakeppni í kvöld til að skerpa hugann fyrir átökin við Svartfellinga í milliriðlakeppni EM á morgun.Þema spurningakeppninnar...

HMU18: Mæta Egyptum á miðvikudagsmorgun

U18 ára landslið Íslands mætir landsliði Egyptalands í leiknum um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu á miðvikudaginn. Það var staðfest í kvöld eftir að lið Egypta tapaði naumlega fyrir landsliði Svíþjóðar, 30:27, í krossspili um...
- Auglýsing -

HMU18: Stelpurnar eru í stórsókn

„Ég er gríðarlega ánægður með liðið. Að vera í leik við Frakka þrátt fyrir að vera með lemstrað lið, alltént í síðari hálfleik undirstrikar í hversu mikilli sókn stelpurnar eru. Ekki má gleyma því að andstæðingurinn er einn sá...

Tveir Fjölnismenn fara til Færeyja

Tveir handknattleiksmenn úr Fjölni eru á leiðinni til Færeyja þar sem þeir ætla að leika í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Um er að ræða Egil Má Hjartarson og línumanninn sterka Victor Mána Matthíasson.Eftir því...

HMU18: Ísland leikur um sjöunda sæti á HM

U18 ára landsliðið í handknattleik kvenna leikur um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik á miðvikudaginn við annað hvort Egypta eða Svía. Þetta liggur fyrir eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Frökkum með þriggja marka mun, 32:29, í krossspili...
- Auglýsing -

HMU18: Ísland – Frakkland – Streymi

Ísland og Frakkland mætast í krossspili um fimmta til áttunda sætið á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, 18 ára og yngri, í Jane Sandanski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu kl. 16.15.Hér fyrir neðan er hægt að tengjast streymi...

HMU18: Stelpurnar eru staðráðnar í að ná góðum leik

„Við höfum nýtt þann stutta tíma sem er á milli leikjanna til að safna kröftum. Stelpurnar eru einbeittar og staðráðnar í að ná fram góðri frammistöðu gegn Frökkum í dag,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára landsliðs...

Sveinn Andri kveður Aftureldingu – „Mjög mikil vonbrigði“

Afturelding hefur orðið fyrir blóðtöku aðeins mánuði áður en flautað verður til leiks í Olísdeild karla. Eini leikstjórnandi liðsins, Sveinn Andri Sveinsson, tilkynnti forráðamönnum Aftureldingar óvænt rétt fyrir nýliðna helgi að hann hafi samið við þýska 2. deildarliðið Empor...
- Auglýsing -

Molakaffi: Ethel Gyða, íslenska liðið prúðast, Merikhi, Erkabaeva, Lilja, Elmar, Mittún

Ethel Gyða Bjarnesen markvörður U18 ára landsliðs kvenna situr enn í öðru sæti á lista yfir þá markverði á HM sem hafa varið hlutfallslega flest skot í leik. Ethel Gyða er með 41% hlutfallsmarkvörslu til þessa þegar sex leikjum...

EMU18: Mæta heimaönnum á þriðjudag – Færeyjar lögðu Frakkland

U18 ára landslið karla í handknattleik mætir Svartfjallalandi og Ítalíu í milliriðlakeppni um níunda til sextánda sæti á Evrópumeistaramótinu í Podgorica í Svartfjallandi. Framundan eru þar með tveir leikir. Sá fyrri verður á þriðjudaginn klukkan 14 við heimamenn, Svartfellinga,...

HMU18: Ísland leikur við Frakka í krossspili – öll úrslit dagsins

U18 ára landsliðið í handknattleik kvenna mætir landsliði Frakka á morgun í krossspili um fimmta til áttunda sætið á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu. Flautað verður til leiks klukkan 16.15 og að vanda verður handbolti.is með textalýsingu frá...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -