Karlalið Hauka í handknattleik stendur í stórræðum um helgina. Fyrir dyrum standa tveir leikir við Sabbianco Anorthosis Famagusta á Nikósíu á Kýpur á morgun og á sunnudaginn í 2. umferð Evrópubikarkeppni. Báðar viðureignir hefjast klukkan 18 að okkar tíma.
Aðeins...
Eyjamenn renna algjörlega blint í sjóinn vegna leikja sinna tveggja við úkraínska liðið Donbas sem fram fara í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á morgun og sunnudag. Leikirnir eru liður í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla og hefjast klukkan 14...
Einn leikur verður á dagskrá Íslandsmóts meistaraflokka í kvöld. Í Grill 66-deild karla fara leikmenn Kórdrengja austur fyrir fjall og sækja ungmennalið Selfoss heim í Sethöllina.
Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Staðan í Grill 66-deild karla:
HK5410167 – 1359Valur U5410148 –...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni heimsmeistaramótsins á Ásvöllum á morgun laugardag og á sunnudaginn. Báða daga verður flautað til leiks klukkan 15. Frír aðgangur verður á leikina í boði Arion banka.
Leikirnir...
Tryggvi Þórisson og samherjar í Sävehof komust upp í annað sæti í sænsku úrvalsdeildinni með sigri á Lugi, 29:20, á heimavelli. Tryggvi lék með Sävehof en skoraði ekki að þessu sinni. Sävehof hefur 12 stig að loknum átta leikjum...
Valsmennirnir Breki Hrafn Valdimarsson og Ísak Logi Einarsson skoruðu 11 mörk hvor fyrir ungmennaliðið í kvöld þegar það lagði Fjölni með níu marka mun, 34:25, í Grill 66-deild karla í handknattleik. Með sigrinum fór Valsliðið upp að hlið HK...
Víkingar biðu lægri hlut fyrir ungmennaliði Fram viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld, 34:32, í Safamýri í kvöld. Kjartan Þór Júlíusson skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði Fram sigur. Hann, eins og fleiri leikmenn...
Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska liðinu Veszprém eru áfram í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar karla í handknattleik eftir fjögurra marka sigur á pólska liðinu Wisla Plock í Póllandi í kvöld, 30:26. Bjarki Már skoraði eitt mark en...
Arnar Freyr Arnarsson var markahæstur hjá MT Melsungen í kvöld þegar liðið vann Gummersbach á heimavelli, 28:22, í tíundu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik.
Arnar Freyr skoraði sex mörk í jafn mörgum skotum. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk...
Stjörnumenn fóru illa að ráði sínu í KA-heimilinu í kvöld sem varð þess valdandi að þeir taka aðeins annað stigið með sér suður, 29:29. Þeir fengu á sig 21 mark í síðari hálfleik eftir að leikur þeirri hrundi eins...
Evrópumót kvenna í handknattleik hefst á morgun í þremur grannríkjum, Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu. Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirsson á titil að verja á mótinu, eftir að hafa borið höfuð og herðar yfir önnur landslið á EM...
Eftir tvo góða vináttuleiki við færeyska landsliðið í Færeyjum um síðustu helgi hefur kvennalandsliðið í handknattleik æft hér á landi síðustu daga auk þess að leggja á ráðin fyrir viðureignir gegn ísraelska landsliðinu í forkeppni heimsmeistaramótsins um næstu helgi....
Síðasti leikur í bili í 7. umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld þegar Stjarnan sækir KA heim í KA-heimilið. Leikurinn hefst klukkan 18. KA-menn eru komnir til síns heima eftir að hafa sótt austurríska liðið HC Fivers heim...
Stórleikur Viggós Kristjánssonar fyrir Leipzig dugði liðinu skammt gegn Ými Erni Gíslasyni og samherjum í Rhein-Neckar Löwen í viðureign liðanna í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í Leipzig í gærkvöld.
Löwen vann með níu marka mun, 36:27. Viggó skoraði átta...
Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og lék afar vel í kvöld þegar Aalborg Håndbold fór með annað stigið heim frá heimsókn sinni til þýska stórliðsins THW Kiel í sjöttu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 36:36, voru lokatölur í...