Danmörk, Holland, Frakkland, Pólland og Sviss hafa tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik þótt enn séu tvær umferðir eftir óleiknar. Enn stendur barátta um sjö sæti til viðbótar af þeim tólf sem bitist er um í...
Ágúst Elí Björgvinsson átti stórleik í marki KIF Kolding þegar liðið náði að velgja meisturum Aalborg Håndbold hressilega undir uggum á heimavelli í dag og var ekki langt frá öðru stiginu þegar upp var staðið. Álaborgarliðið vann með eins...
Bjarki Már Elísson heldur áfram að fara á kostum með þýska liðinu Lemgo. Hann átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar bikarmeistarar Lemgo tryggðu sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með sigri á Melsungen, 28:24, á heimavelli í átta...
„Það er alltaf gaman að skora og ennþá skemmilegra fyrir framan alla þessa áhorfendur. Þeir gáfu orku og stemningu í liðið,“ sagði Unnur Ómarsdóttir markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með sjö mörk í níu skotum þegar Ísland vann Tyrkland, 29:22,...
Íslenska landsliðið í handknattleik vann tyrkneska landsliðið með sjö marka mun í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.Þar með er Ísland áfram með í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins...
„Það var ógeðslega gaman að spila hér í dag með öllum þessum áhorfendum og fá orkuna frá þeim,“ sagði Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik við handbolta.is eftir sjö marka sigur á Tyrkjum í undankeppni EM í handknattleik á...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann tyrkneska landsliðið örugglega með sjö marka mun, 29:22, í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag að viðstöddum um 1.200 áhorfendum. Þar með var hefnt fyrir tapið í Kastomonu í fyrri...
Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu hjá SC Magdeburg í dag þegar liðið vann stórsigur á Bergischer HC, 38:25, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gísli Þorgeir skoraði átta mörk í 12 skotum og átti tvær...
„Það eru nokkur smáatriði sem við viljum bæta og auka um leið enn meira á baráttugleði liðsins,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Leikurinn...
Þegar Elvar Ásgeirsson samdi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg fyrir helgina var rifjað upp að í gegnum tíðina hafa nokkrir íslenskir handknattleiksmenn leikið með sameinuðu liði félaganna og öðrum forvera þess Ribe HK. Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari...
„Við verðum að vera fastari fyrir og taka frumkvæðið af tyrkneska liðinu,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, þegar handbolti.is innti hann eftir leiknum við Tyrki í undankeppni EM sem stendur fyrir dyrum á Ásvöllum klukkan 16 í...
„Við þurfum virkilega á sigri að halda í leiknum, ekki síst eftir sigur Serba á Svíum á fimmtudaginn auk þess sem við viljum svara fyrir tapið gegn Tyrkjum á miðvikudaginn í Tyrklandi,“ sagði Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik í...
Þýsku tvíburarnir Christian og David Hannes dæma viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna á Ásvöllum í dag. Bræðurnir eru þrítugir og dæma kappleiki í efstu deildum Þýskalands. Þeir hafa verið dómarar á vegum EHF í...
Ungmennalið Hauka hafði betur gegn Kórdrengjum í heimsókn sinni til þeirra í Digranes í dag hvar liðin mættust í Grill66-deild karla í handknattleik. Lokatölur, 27:25 fyrir Hauka sem voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:9.Haukar sitja áfram...
Noregsmeistarar Elverum innsigluðu í kvöld meistaratitilinn 2022 með níu marka sigri á Halden á útivelli, 34:25. Þar með hefur liðið unnið alla 22 leiki sína í deildinni á keppnistímabilinu í úrvalsdeild karla og jafnað eigið félagsmet.Elverum er þar með...