Fáum spurningum er ósvarað þegar kemur að því hverjir þjálfa liðin í Olísdeildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili. Óvíst er hver þjálfar nýliða ÍR en samningur við Kristinn Björgúlfsson er runninn eða er við að renna sitt skeið.
Uppfært:...
Ekkert hik er á liðsmönnum Kórdrengja sem tóku þátt í Grill66-deild karla í fyrsta sinn á nýliðnu keppnistímabili. Kórdrengir höfnuðu í 9. sæti deildarinnar og léku í undanúrslitum umspils í Olísdeildinni við ÍR en máttu bíta í það súra...
Spænska handknattleiksliðið Costa del Sol Málaga, sem batt enda á sigurgöngu ÍBV í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna snemma á þessu ári, tapaði naumlega í úrslitum keppninnar um helgina á færri mörkum skoruðum á útivelli. Annað spænskt...
Rakel Sara Elvarsdóttir lék sinn síðasta leik fyrir KA/Þór á laugardaginn þegar liðið tapaði fyrir Val í fjórða undanúrslitaleik liðanna í Olísdeild kvenna. Rakel Sara flytur til Noregs í sumar og gengur til liðs við nýliða úrvalsdeildarinnar, Volda. Hallarbylting var...
Þýska liðið Bietigheim stóð uppi sem sigurvegari í Evrópudeild kvenna í handknattleik eftir stórsigur á Viborg í úrslitaleik, 31:20. Úrslitahelgi Evrópudeildarinnar fór fram í Viborg á Jótlandi í dag og í gær. Herning-Ikast hlaut bronsverðlaun. Herning-Ikast vann Baia Mare...
Kadetten Schaffhausen, liðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, stendur orðið vel að vígi í undanúrslitum um meistaratitilinn í Sviss. Kadetten Schaffhausen vann GC Amicitia Zürich í hörkuleik í Zürich í dag, 34:32, og hefur þar með tvo vinninga í rimmu...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold sem Aron Pálmarsson leikur með og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá vann Mors-Thy með fjögurra marka mun, 38:34, í næst síðustu umferð í riðli tvö í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag....
Áfram heldur SC Magdeburg á leið sinni að fyrsta þýska meistaratitlinum í 21 ár. Liðið vann öruggan sigur á MT Melsungen á heimavelli í dag, 33:26. Þar með endurheimti Magdeburgliðið fjögurra stiga forskot í efsta sæti þegar fimm umferðir...
Úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna hefst á föstudaginn í Framhúsinu. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari. Komi til fimm leikja í kapphlaupi liðanna um titilinn verða...
Áfram er róðurinn erfiður og þungur hjá Díönu Dögg Magnúsdóttur og samherjum hennar í BSV Sachsen Zwickau í botnbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. BSV Sachsen Zwickau tapaði í gær fyrir Sport-Union Neckarsulm á heimavelli með tveggja marka mun,...
Ég hitti þýskan blaðamann, sem sat við hliðina á mér á leik Wuppertal og Bad Schwartau 22. mars 1997, og aftur tveimur mánuðum síðar í Kumamoto í Japan, þar sem við fylgdumst með heimsmeistarakeppninni. Við ræddum þá um Ólaf,...
Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard unnu Linz með átta marka mun, 28:20, á heimavelli í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í gær. Alpla Hard er ríkjandi meistari í Austurríki. Arnór...
Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, tryggði sér í dag sigur í þýsku 2. deildinni í handknattleik með stórsigri á Ludwigshafen, 32:21, á heimavelli. Fyrr í vikunni var liðið öruggt um sæti í 1. deild á næstu leiktíð....
„Við höfum verið í úrslitum síðustu fimm ár og alltaf á móti Fram að árinu í fyrra undanskildu þegar við mættum KA/Þór í úrslitum. Það er alltaf jafn gaman að leika til úrslita og hér með skora ég á...
Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson urðu í dag norskir bikarmeistarar í handknattleik karla með Elverum. Elverum lagði Arendal í úrslitaleik með þriggja marka mun, 35:32, í Jordal Amfi austur af Ósló.
Hvorki Orri Freyr né Aron...