Tveir leikir eru í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag og hefjast þeir báðir klukkan 15. KA/Þór og HK eigast við í KA-heimilinu og ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Vestmannaeyjum. Handbolti.is freistar þess að fylgjast með báðum leikjum...
„Haukar eru það lið sem hentar okkur verst í deildinni, einfaldlega vegna hæðar leikmanna og þyngdar. Við gerðum okkar besta í leiknum en það gekk ekki betur en raun ber vitni um,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs HK, eftir...
Teitur Örn Einarsson hefur svo sannarlega komið eins og stormsveipur inn í lið Flensburg á síðustu tveimur vikum eftir skipti hans frá Kristianstad í Svíþjóð. Nú hefur bæst rós í hnappagat Selfyssingsins kraftmikla því EHF tilkynnti í morgun að...
Handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hélt upp á að vera valinn í landsliðshópinn í vikunni með stórleik í gærkvöldi með Nice í frönsku 2. deildinni í handknattleik. Grétar Ari varði 22 skot, þar af tvö vítaköst, í leik gegn Tremblay...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður heldur áfram að fara á kostum á milli stanganna í kappleikjum. Hún lokaði marki Ringköbing á löngum köflum í gær þegar lið hennar vann Skanderborg, 28:20, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Það kom því ekki...
Tveir leikir verða í Olísdeild kvenna í dag og sömuleiðis eru tvær viðureignir á dagskrá í Grill66-deild karla þar sem efstu liðin, Hörður og ÍR, verða í eldlínunni á heimavelli.Íslandsmeistarar KA/Þórs fá HK í heimsókn í KA-heimilið klukkan 15....
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sjö mörk í átta skotum þegar lið hans Skövde vann Alingsås, 32:26, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Skövde, sem var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15, er í þriðja sæti...
Sigþór Gellir Michaelsson fór mikinn í kvöld þegar Vængir Júpiters unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í Grill66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í kvöld er liðsmenn Berserkja komu í heimsókn. Sigþór Gellir gekk nær því berserksgang og skoraði...
ÍR tyllti sér á topp Grill66-deildar kvenna í kvöld með fimm marka sigri á Gróttu í Austurbergi, 25:20. ÍR komst stigi upp fyrir FH og Selfoss sem eiga leik til góða. Á sama tíma vann Víkingur öruggan sigur á...
KA-menn lentu á vegg í Kaplakrika í kvöld er þeir sóttu FH-inga heim í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Frábær vörn og framúrskarandi frammistaða Phil Döhler lagði grunn að sjö marka sigri FH-inga, 28:21. KA-liðið átti á brattann...
Haukar fóru upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með auðveldum sigri á HK, 30:24, í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Haukar voru mikið öflugri í leiknum. Mestur varð munurinn 12 mörk, 27:15.Lengst af var...
ÍBV batt enda á fjögurra leikja sigurgöngu Fram í kvöld í íþróttahúsi Fram er liðin mættust í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Eyjamenn voru sterkari í síðari hálfleik og unnu með fjögura marka mun, 32:28 og komust þar...
Nú styttist í það að riðlakeppni Meistaradeildar kvenna verði hálfnuð en sjötta umferðin fer fram um helgina og úrslit hvers leiks vegur þyngra.Í A-riðli mætast Esbjerg og Rostov-Don og freista þess að ná toppsætinu í riðlinum á meðan CSM...
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þór leika ytra báða leiki sína við spænsku bikarmeistarana CB Elche í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Frá þessu er greint á Akureyri.net.Þar er haft eftir Erlingi Kristjánssyni formanni kvennaráðs KA/Þórs að forráðamenn beggja félaga hafi...
Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Jón Gunnlaug Viggósson í starf yfirþjálfara í Hæfileikamótun og Handboltaskóla HSÍ. Jón Gunnlaugur er með EHF Master Coach þjálfaragráðu og Coaching Pro þjálfararéttindi EHF.Jón Gunnlaugur býr yfir 16 ára reynslu sem þjálfari yngri flokka...