Fjórir leikir fóru fram í Grill66-deild kvenna í handknattleik í gær. Úrslit þeirra voru sem hér segir.
Fjölnir/Fylkir - Grótta 18:29 (10:17).Mörk Fjölnis/Fylkis: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 7, Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Ada Kozicka 2, Sara Lind Stefánsdóttir 1, Nína Rut...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá Skövde við þriðja mann þegar liðið gerði jafntefli við SKA Minsk frá Hvíta-Rússlandi, 26:26, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Leikið var í Skövde í Svíþjóð.
Kadetten Schaffhausen, liðið sem...
Haukar unnu Selfyssinga í hörkuleik í Olísdeild karla í handknattleik í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 30:27, og halda þar með áfram að fylgja grönnum sínum í FH í efsta sæti deildarinnar en hvort lið hefur 24 stig. Selfoss...
Daníel Freyr Andrésson fór hamförum í marki Guif í kvöld þegar liðið vann þriðja efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Kristianstad, 27:24, á heimavelli. Daníel var langbesti leikmaður vallarins. Hann varði 21 skot og var með 51,2% markvörslu sem er fáheyrð...
FH heldur sínu striki í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir þriggja marka sigur á Víkingi í Víkinni í kvöld, 29:26, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 18:14.
FH hefur þar með 24 stig...
KA-menn unnu fjórða leik sinn í röð í Olísdeild karla í kvöld er þeir lögðu Stjörnuna, 25:24, í KA-heimilinu. Um leið var þetta annar tapleikur Stjörnunnar á árinu en liðið tapaði fyrir Haukum á heimavelli í byrjun vikunnar. KA...
Færeyski landsliðsmaðurinn Vilhelm Poulsen yfirgefur herbúðir Fram við lok leiktíðar í vor og gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Greint er frá þessu á samfélagssíðum handknattleiksdeildar Fram og Lemvig...
ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna eftir annað tap fyrir spænska liðinu Costa del Sol Málaga á Spáni í dag, 34:27. Fyrri leiknum í gær lauk með 11 marka sigri Málagaliðsins, 34:23, sem tekur sæti í...
Sara Dögg Hjaltadóttir og samherjar hennar í Gjerpen HK Skien halda efsta sæti norsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Levanger í Trønderhallen í Þrándheimi í dag, 20:14. Sara Dögg skoraði fjögur mörk í leiknum, þar af eitt...
Leikmenn ÍBV fóru hressilega af stað í fyrsta leik sínum í Olísdeild karla í handknattleik á þessu ári er þeir tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í Vestmannaeyjum. Valsmenn hefðu með sigri komist upp að hlið FH og...
FH heldur sínu striki í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Í dag lentu FH-ingar í kröppum dans gegn ungmennaliði HK í Kórnum en tókst að vinna með minnsta mun, 29:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13.
FH...
Ekkert fararsnið er á Roland Eradze frá Úkraínu en hann er einn nokkurra Íslendinga sem býr í Úkraínu um þessar mundir. Roland er í borginni Zaporizhia í suðurhluta landsins. Þar vinnur hann sem þjálfari hjá handknattleiksliðinu Motor sem er...
Fjórir leikir verða á dagskrá í Olísdeild karla í dag og annar eins fjöldi leikja er áformaður í Grill66-deild kvenna. Til viðbótar leikur ÍBV öðru sinni gegn Costa del Sol Málaga í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik.
ÍBV,...
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik og stöllur hennar í þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau mættu til leiks í gær á nýjan leik eftir þriggja vikna fjarveru frá kappleikjum eftir að kórónuveiran stakk sér niður í herbúðir liðsins...
Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg samdi á föstudaginn við þýska 2. deildarliðið TV Emsdetten og lék sinn fyrsta leik með liðinu á heimavelli í gærkvöld þegar það gerði jafntefli við Elbflorenz, 28:28. Örn er annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins á...