Handknattleiksmenn á Hafnarfjarðarmótinu í karlaflokki taka daginn snemma í dag þegar lokaumferðin fer fram. Flautað verður til leiks klukkan 11 með viðureign Stjörnunnar og Aftureldingar. Tveimur stundum síðar, klukkan 13, fer úrslitaleikur mótsins fram þegar Hafnarfjarðarliðinu FH og Haukar...
„Allt frá því að dregið var í riðla í vor höfum við fundið fyrir gríðarlegum áhuga meðal fólks að fylgja íslenska landsliðinu á EM í Búdapest í janúar. Ég á því von á að Íslendingar fjölmenni og styðji við...
Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Gummersbach tryggði sér sæti í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær með því að leggja Pforzheim/Eutingen, 25:20, á útivelli í fyrstu umferð. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir úr HK var valin besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik sem lauk á Selfossi í kvöld með sigri HK-liðsins eins og getið er um í annarri frétt á handbolta.is.Jóhanna Margrét sem einnig átti sæti í U19 ára...
HK sigraði örugglega á Ragnarsmótinu í handknattleik kvenna sem lauk í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í kvöld. Kópavogsliðið vann allar þrjár viðureignir sínar á mótinu, þar á meðal þá síðustu í kvöld gegn Aftureldingu, 29:19. Bæði liðin leika í...
Handknattleikstímabilið fer formlega af stað á þriðjudaginn, 31. águst með Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki en þar mætast karlalið Íslandsmeistara Vals og deildarmeistara Hauka.Leikið verður í Origo höllinni að Hlíðarenda og hefst leikurinn kl. 19.30. Ráðgert er að leikurinn...
Handknattleiksþjálfari Hannes Jón Jónsson færði sig um set í sumar og fluttist án ný yfir landamærin til Austurríkis eftir tveggja ára veru í Þýskalandi við stjórnvölin hjá Bietigheim. Hannes Jón réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur...
„Ég er kominn nokkuð langt með endurhæfinguna og vonast til að spila síðasta æfingarleikinn okkar sem verður í næstu viku,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildar liðsins Frish Auf Göppingen við handbolta.is í...
Ragnarsmót kvenna í handknattleik á Selfossi verður leitt til lykta í kvöld þegar tveir síðustu leikirnir fara fram í Iðu á Selfossi. Lið Gróttu sækir Selfossliðið heima og verður flautað til leiks klukkan 18. Takist Selfossliðinu að vinna leikinn...
Elías Már Halldórsson er kominn áfram í næstu umferð norsku bikarkeppninnar með lið sitt, Fredrikstad Bkl., eftir öruggan sigur á Reistad á útivelli í gærkvöld, 37:21. Fredrikstad Bkl. var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:11. Elías Már...
FH og Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram á Hafnarfjarðarmóti karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Fyrir vikið mætast þau í úrslitaleik mótsins á laugardaginn.FH-ingar lögðu Stjörnuna með sex marka mun og líkt og gegn Aftureldingu í fyrrakvöld þá...
Haukar hafa tímabundið lánað hinn efnilega handknattleiksmann, Guðmund Braga Ástþórsson, til Aftureldingar. Hann lék með Aftureldingarliðinu í kvöld er það mætti Haukum í Hafnarfjarðarmótinu og tapaði 33:30. Fram kemur í tilkynningu á Facebook síðu Hauka að um tímabundið lán...
Japanski landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik karla, Motoki Sakai, er mættur til æfinga í Origohöllina á Hlíðarenda og er þess albúinn að leika með Íslandsmeistaraliði Vals. Félagið greinir frá þessu í dag og birtir mynd af Sakai á æfingu.Sakai æfir einn...
Aron Pálmarsson er þekktasti og besti handknattleiksmaður sem komið hefur inn í danskan handknattleik í a.m.k. áratug. Þetta fullyrðir Peter Bruun Jørgensen, einn sérfræðinga dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.„Aron er stærsta nafnið sem komið hefur inn í danska handknattleik í...
Íslandsmeistarar Vals stefna á að leika gegn króatíska liðinu RK Porec í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik að því tilskyldu að allir þeir sem nú eru í sóttkví reynist neikvæðir við skimun á morgun. Þetta staðfestir Snorri Steinn Guðjónsson,...