Að þessu sinni fór kvartettinn í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar yfir stöðuna í kvennaboltanum þar sem þeir fóru yfir helstu breytingar á liðunum í Olísdeild kvenna. Þeir félagar spá því að deildin verði enn meira spennandi heldur en á síðustu...
Handboltaskóli FH hefur verið á fullu í allt sumar. Sumarnámskeiðin hafa verið mjög vegleg undanfarin ár og virkilega vel sótt, bæði af stelpum og strákum.„Við FH-ingar höfum haldið úti mjög öflugum sumarhandboltaskóla fyrir krakka 6-13 ára síðastliðin fjögur ár....
„Við erum auðvitað gríðarlega sátt með þennan sigur og hafa um leið innsiglað þátttökurétt okkar í undanúrslitum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna við handbolta.is strax eftir ótrúlegan sigur íslenska liðsins á Hvít-Rússum, 26:25, í B-deild...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann þriðja leik sinn í röð í B-deild Evrópumótsins í handknattleik kvenna er það lagði landslið Hvít-Rússlands í háspennuleik leik í dag, 26:25. Þar með hefur íslenska landsliðið...
„Við rennum svolítið blint í sjóinn vegna þess að við höfum ekki geta verið á faraldsfæti eins og andstæðingar okkar sem hafa leikið nokkra æfingaleiki upp á síðkastið. Við náðum leikjum við Fram, Gróttu og Val heima áður en...
Árni Rúnar Jóhannesson var í gær kjörinn formaður handknattleiksdeildar Þórs á Akureyri á framhaldsaðalfundi deildarinnar sem efnt var til í þeim eina tilgangi að kjósa nýja stjórn. Aðalfundur deildarinnar var annars í mars en kjöri til stjórnar þá slegið...
Alexey Alekseev þjálfari rússneska kvennalandsliðsins í handknattleik kvenna þykir valtur í sessi þrátt fyrir að hafa stýrt rússneska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó.Leikmenn hafa ekki lýst yfir stuðningi við Alekseev og forseti rússneska...
Allir iðkendur hjá handknattleiksdeild Stjörnunnar á næsta keppnistímabili fá nýjan keppnisbúning, eftir því fram kemur í tilkynningu deildarinnar. Kemur það m.a. til móts við foreldra vegna hækkunnar á æfingagjöldum en einnig með það að markmiði að samræma keppnisbúninga iðkenda...
Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik karla, fetaði á laugardaginn í fótspor ekki ómerkari manna í handknattleikssögunni en Rússans Vladimir Maksimov og Serbans Branislav Pokrajac. Gille varð þar með þriðji handknattleiksmaðurinn til þess að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum...
„Við fórum á fullt í morgun að hefja undirbúning fyrir leikinn við Hvít-Rússa á morgun. Gærdagurinn fór í endurheimt og undirbúningsvinnu eftir tvo leiki á tveimur dögum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna við handbolta.is rétt...
Þýski markvörðurinn Johannes Bitter var með bestu hlutfallsmarkvörslu markvarða í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó sem lauk um nýliðna helgi. Bitter varði þriðja hvert skot sem barst á markið hans, alls 32 af 96. Daninn Niklas Landin varð...
U19 ára landslið karla í handknattleik hélt af landi brott í morgun. Förinni er heitið til Varazdin í Króatíu þar sem fyrir dyrum stendur þátttaka í Evrópumeistarmótinu í handknattleik. Íslenska liðið verður í riðli með Slóvenóu, Serbíu og Ítalíu....
Björgvin Þór Hólmgeirsson hefur tekið þá ákvörðun að leika ekki handknattleik á næsta keppnistímabili. Vera kann að hann sé alveg hættur í handknattleik. Björgvin Þór staðfesti þetta í samtali við handbolta.is fyrir stundu. Sagði hann annir koma í veg...
U17 ára landslið kvenna tekur þessa dagana þátt í B-deild Evrópumótsins í handknattleik. Leikið er í Klaipeda í Litáen. Íslenska liðið hefur byrjað vel í mótinu og unnið báða leiki sína, gegn Lettlandi 35:23 og á móti Tyrkjum, 28:19....
Nokkuð hefur verið um félagaskipti í handknattleik hér á landi síðustu vikur. Eins hefur verið greint frá skiptum leikmanna á milli landa. Nú þegar íslensk félagslið hafa hafið æfingar eitt af öðru til undirbúnings er ekki úr vegi að...