Óskar Ólafsson, og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg, voru atkvæðamiklir að vanda hjá norska úrvalsdeildarliðinu Drammen í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við FyllingenBergen, 29:29, á heimavelli. Björgvinjarbúar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.Óskar...
Elvar Örn Jónsson og samherjar hans í Skjern tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar með því að leggja SönderjyskE, 32:27, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö af mörkum heimaliðsins sem tapaði eftir...
Alls eru handknattleiksmenn af 28 þjóðernum í liðunum 16 í Meistaradeild karla í handknattleik á keppnistímabilinu. Þar af eru fjórir Íslendingar, Aron Pálmarsson hjá Barcelona, Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson með Vive Kielce og Stefán Rafn Sigurmannsson hjá...
Valdir hafa verið 19 leikmenn til æfinga kvennalandsliðsins í handknattleik í Vestmannaeyjum dagana 28. september til 3. október. Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru var engin kona sem leikur utan Íslands valin að þessu sinni. Að sögn Arnars Péturssonar, landsliðsþjálfara, bjóða...
FH-ingar gera sér góðar vonir um að sænski leikstjórnandinn Zandra Jarvin verði klár í slaginn þegar Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, leiða saman hesta sína í Olísdeild kvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum á laugardaginn.Þetta kemur fram á Vísi...
Rautt spjald og í framhaldinu blátt spjald sem Stefán Darri Þórsson leikmaður Fram fékk í viðureign liðsins við KA í Olísdeild karla í handknattleik á föstudaginn var dregið til baka af dómurum leiksins, Árna Snæ Magnússyni og Þorvari Bjarma...
Vængir Júpíters er nýtt lið í keppni í Grill 66-deild karla en þrátt fyrir það skortir ekki reynslu innan leikmannahópsins sem er fjölmennur og vaskur. Upphaflega stóð til að leika í 2.deild en eftir að opnað var fyrir þátttöku...
Keppni hefst í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki í kvöld en um síðustu helgi var flautað til leiks í Meistaradeild kvenna eins og ítarlega hefur verið greint frá á handbolti.is. Þar með verða bestu handknattleikslið Evrópu komin á fulla ferð,...
Danska úrvalsdeildarliðið Vendsyssel tilkynnti í morgun að Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikmenn liðsins, væru í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem tilkynntur verður á næstunni.Til stendur að kvennalandsliðið komi saman til æfinga í kringum næstu mánaðarmót. Eftir...
Handknattleiksmaðurinn Róbert Gunnarsson er einn þeirra sem stóð í stafni íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking fyrir 12 árum og bronsverðlaun á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Ferill Róberts með landsliðinu stóð...
Þýska meistaraliðið THW Kiel fer nokkuð óhefðbundna leið til að afla sér tekna og fylla sætin í íþróttahöll sinni án þess að hleypa áhorfendum inn og freista þess um leið að skapa örlítla stemningu á leik við Nantes sem...
Einn samherji Arons Pálmarssonar hjá spænska stórliðinu Barcelona er með covid19 og er kominn í einangrun. Faðir leikmannsins, sem er þjálfari Barcelona, verður eftir heima í fyrramálið þegar liðið heldur til Úkraínu þar sem það mætir Motor...
Strákarnir þættinum Handboltinn okkar gáfu út nýjan þátt í dag þar sem þeir fóru yfir 1.umferðina í Olísdeild kvenna og heyrðu hljóðið í Halldóri Harra Kristjánssyni þjálfara HK.Einnig voru valdir þeir leikmenn sem koma til greina sem BK...
Sunna Jónsdóttir átti stórleik með ÍBV í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik á laugardaginn þegar liðið gerði jafntefli við KA/Þór, 21:21, í Vestmannaeyjum í hörkuleik.Auk þess að skora fjögur mörk þá var hún með átta löglegar stöðvanir í...
Handknattleikslið Harðar á Ísafirði ætlar svo sannarlega ekki að gefa þumlung eftir þótt liðið verði nýliði í Grill 66-deild karla á leiktíðinni sem hefst á föstudaginn. Harðarmenn hafa blásið til sóknar eftir langa fjarveru Vestfirðinga frá keppni í efstu...