Fjögur erindi voru tekin fyrir á fundi aganefndar Handknattleikssambands Íslands í gær. Þrjú vegna útilokana leikmanna frá kappleikjum á síðustu dögum í Olísdeild karla og Grill 66-deild karla. Öll voru málin metin þannig að ekki þótti þörf á að...
Daníel Freyr Andrésson náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans Guif frá Eskilstuna tapaði fyrir Ystads IF, 32:29, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Daníel Freyr varði eitt skot áður en hann var kallaður af...
Víkingur situr í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik þegar keppni í deildinni er hálfnuð. Víkingar hafa 16 stig eftir níu leiki og hafa aðeins tapað einum en unnið átta undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggóssonar þjálfara. Sá árangur...
HK komst upp að hlið Víkings og ungmennaliðs Vals í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gærkvöld með 12 marka sigri á botnliði deildarinnar, ungmennaliði Fram, 29:17. Leikið var í Kórnum í Kópavogi. HK var sex mörkum...
Kristján Orri Jóhannsson fór á kostum í enn eitt skiptið á leiktíðinni þegar hann skoraði 11 mörk fyrri Kríu í fimm marka sigri á Vængjum Júpíters í Grilll 66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í gærkvöld, 31:26. Leikurinn hófst...
Viðureign ÍBV og HK í Olísdeild kvenna, sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum, í dag hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er sú að Herjólfur sigldi ekki seinni partinn í gær vegna veðurs auk þess sem ekki er útlit...
Ungmennalið Selfoss og Hauka skildu með skiptan hlut í viðureign sinni í Grill 66-deild karla í handknattleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld, 25:25. Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og voru að honum loknum með fjögurra marka forskot,...
Fjölnismenn töpuðu fyrir ungmennaliði Vals í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld, 30:29, er liðin leiddu saman hesta sína í Grill 66-deild karla í handknattleik. Ungmennalið Vals komst þar með upp að hlið Víkings í efsta sæti með 14 stig...
Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld og verða tveir þeirra háðir í Dalhúsum í Grafavogi þar sem Fjölnir og Vængir Júpiters eru með bækistöðvar. Tvö af þremur liðum í öðru til fjórða...
Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna hjá Aftureldingu. Hann verður í þjálfarateyminu ásamt Guðmundi Helga Pálssyni og Einari Bragasyni. Þór mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins. Þór hefur starfað við þjálfun síðustu 9 ár og hefur...
Davíð Svansson, markvörður hefur ekkert leikið með HK í Grill 66-deildinni að undanförnu. Ástæðan er sú að hann tók nýverið við starfi golfvallarstjóra í Hveragerði og hefur af þeim sökum í mörg horn að líta.„Davíð er hættur að æfa...
Blásið verður til leiks í Coca Cola-bikarkeppninni í handknattleik karla í kvöld, bikarkeppni HSÍ. Sannkallaður stórleikur verður á dagskrá þegar Akureyrarliðin Þór og KA leiða saman hesta sína í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 19.30. Grannaslagurinn gerist vart stærri hér...
Hinn 16 ára gamli Elmar Erlingsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV í Olísdeildinni í viðureign Stjörnunnar og ÍBV í TM-höllinni í fyrrakvöld. Hann fiskaði einnig eitt vítakast. Elmar hefur ekki langt að sækja handknattleiksáhugann. Faðir hans er Erlingur...
Sóknarleikurinn var í öndvegi í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í kvöld þegar HK sótti heimamenn í Herði heim í Grill 66-deild karla í handknattleik. Leikmönnum héldu engin bönd og alls voru skoruð 67 mörk í 15 marka sigri HK,...
Einn leikur er á dagskrá dagsins á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. HK úr Kópavogi sækir Hörð á Ísafirði heim í íþróttahúsið á Torfnesi. Flautað verður til leiks klukkan 18.30.HK situr í fjórða sæti Grill 66-deildar karla með 10...