Eftir mikla leikjatörn í Olís-, og Grill 66-deildum karla og kvenna síðustu daga þá verður aðeins einn leikur á dagskrá í kvöld. Ungmennalið Selfoss sækir Fjölnismenn heim í Grill 66-deild karla. Augu handknattleiksáhugafólks munu þar af leiðandi beinast að...
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 16 mörk fyrir ungmennalið Vals í gærkvöldi þegar það lagði Vængi Júpiters, 36:33, í Origohöllinni en leikurinn var liður í 11. umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik. Þetta er ekki fyrsta sinn á leiktíðinni þar...
Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa nú önglað saman sjö stigum í deildinni og eitt þeirra bættist í safnið í kvöld þegar Harðarmenn...
HK-liðið hefur verið á sigurbraut um nokkurt skeið í Grill 66-deild karla í handknattleik. Á því varð engin breyting í kvöld þegar HK mætti Fjölni í Kórnum. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá skildu leiði í síðari hálfleik og Kópvogsliðið...
Víkingur situr áfram í toppsæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í 11. umferð sem fram fór í kvöld. Víkingar sóttu tvö stig í heimsókn sinni til ungmennaliðs Hauka í Schenkerhöllina með þriggja marka sigri, 25:22, eftir að hafa verið...
Heil umferð fer fram í Grill 66-deild karla í kvöld auk eins leiks í Grill 66-deild kvenna en 12. umferð deildarinnar hefst hjá konunum í kvöld. Áfram verður svo leikið í Grill 66-deild kvenna á sunnudag og mánudag.Í...
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að ekki sé útilokað að mótanefnd HSÍ úrskurði í erindi Vængja Júpiters áður en vinnuvikan verður á enda. Róbert sagði við handbolta.is í morgun að beðið væri greinargerðar frá Handknattleiksdeild Harðar vegna...
37. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag þar sem þeir félagar sem um þátt sjá, Gestur og Jói, fara yfir allt það helsta sem gerðist í 11. umferð Olísdeild karla. Þeir voru ánægðir með að Valsmenn...
Handknattleiksdeild Harðar hefur sent frá sér neðangreinda tilkynningu vegna tilkynningar sem Vængir Júpíters sendu frá sér í dag þann 22. febrúar 2021:„Hafa skal það sem sannara reynist. Mikilvægt er að passa vel upp á þá umræðu sem handknattleiksíþróttin fær....
Yfirlýsing frá Vængjum Júpíters vegna leiks Vængja – Harðar.„Stjórn Vængja Júpíters (VJ) vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri eftir leik liðsins gegn Herði í Grill66 deild karla, laugardaginn 20. febrúar.Leikmaður Harðar sem ekki var skráður á leikskýrslu við upphafs...
Hörður vann Vængi Júpíters í botnslag nýliðanna í Grill-66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í gær, 35:29. Þar með eru Harðarmenn komnir með sex stig í deildinni í sjöunda sæti en Vængirnir eru í níunda og næst neðsta sæti...
Þrír leikir verða á dagskrá í Grill 66-deildum karla og kvenna í dag. Klukkan hálf tvö mætast í kvennadeildinni ÍR, sem hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið, og Fjölnir-Fylkir í Fylkishöllinni. Klukkustund síðar leiða tvö af fjórum...
Kristján Orri Jóhannsson og samherjar í handknattleiksliðinu Kríu eru komnir á sigurbraut á nýjan leik. Þeir unnu annan leik sinn í röð í kvöld þegar þeir sóttu ungmennalið Fram heim í Safamýrina. Lokatölur voru 33:24, fyrir Kríu sem var...
Víkingur situr einn í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik eftir sigur á ungmennaliðið Vals í hörkuleik í Víkinni í kvöld, 30:26, eftir jafna stöðu að loknum fyrri hálfleik, 14:14.Víkingur hefur þar með 18 stig, tveimur fleiri en...
Leikmenn HK gefa ekkert eftir í kapphlaupinu við Víkinga um efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik. Í kvöld fóru HK-ingar austur á Selfoss og sóttu tvö stig í greipar ungmennaliðs Selfoss í Hleðsluhöllinni. Lokatölur, 25:17, eftir að HK...