Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur mælt með í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikur. Þórólfur greindi frá þessu á fundi Almannavarna sem stendur yfir.Sennilegt má telja að reglugerð...
Framhald Íslandsmótsins í handknattleik verður ákveðið á formannafundi Handknattleikssambands Íslands sem hefst klukkan 17 í dag. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti þetta í samtali við handbolta.is.Til stóð að formannafundur yrði haldinn í hádeginu í dag en í...
Handknattleikslið Kríu hefur sent frá sér yfirlýsingu um að liðið hafi ákveðið að gera hlé á æfingum frá og með deginum í dag í ljósi vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þráðurinn verður tekinn upp þegar ástandið batnar.Forráðamenn Kríu...
Flest bendir til þess að æfingar og keppni í handknattleik falli niður næstu tvær vikur hið minnsta, ef marka má viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stundu.Þar sagði Víðir að í undirbúningi væru tillögur...
Guðmundur Bragi Ásþórsson hefur skorað 13 mörk að meðaltali í leik með ungmennaliði Hauka það sem af er keppnistímbilinu í Grill 66-deild karla. Honum hafa hreinlega ekki haldið nein bönd.Sömu sögu má segja um Kristján Orra Jóhannsson, leikmann...
„Við erum kannski ekki betri en þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu í samtali við handbolta.is, eftir tap Kríu, 31:27, fyrir ungmennaliði Vals í Grill 66-deildinni í Origohöllinni á Hlíðarenda í gær.Valur með...
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, tók í notkun í morgun nýja heimasíðu en undirbúningur að henni hefur staðið yfir allt þetta ár en fyrri síða HSÍ var barn síns tíma og svaraði ekki þeim kröfum sem gerðar eru til vefsíðna í...
Harðarmenn á Ísafirði unnu í gær sinn fyrsta leik í Grill 66-deild karla þegar þeir lögðu ungmennalið Fram, 30:25, í íþróttahúsinu á Torfnesi. Fram var yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:12. Heimamenn sneru taflinu við í síðari hálfleik og...
Fimmtán mörk Brynjars Óla Kristjánssonar dugðu Fjölni ekki til sigurs á ungmennaliði Selfoss í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld í Grill 66-deild karla í handknattleik, lokatölur 33:33. Þar með tapaði Fjölnisliðið sína fyrsta stigi í deildinni á leiktíðinni.Fjölnir...
Þriðja leikinn í röð lék Guðmundur Bragi Ásþórsson á als oddi hjá ungmennaliði Hauka í Grill 66-deildinni í handknattleik í dag þegar hann skoraði 14 mörk í tíu marka sigri Hauka á Vængjum Júpíters í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 32:22....
Eftir sigur í tveimur fyrstu leikjum sínum í Grill 66-deildinni í handknattleik karla þá brotlentu leikmenn Kríu á Hlíðarenda í dag þegar þeir sóttu ungmennalið Vals heim í Origohöllinna.Piltarnir í Valsliðinu voru mikið sterkari nánast frá upphafi til...
Lið Vængja Júpíters er eitt nýju liðanna í Grill 66-deild karla, líkt og Hörður og Kría, sem einnig eru nýliðar, hafa sett skemmtilegan svip á deildarkeppnina, utan vallar sem innan.Vængirnir taka upp alla leiki sína í Grill 66-deildinni...
„Við lærðum virkilega mikið á tapleiknum við Fjölni um síðustu helgi og tókum það með okkur í þennan leik. Og í raun hefði sigurinn getað orðið enn stærri en raun varð á,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK,...
Ekkert hlé verður gert á keppni á Íslandsmótinu í handknattleik þrátt fyrir að hert verði á samkomutakmörkunum frá og með morgundeginum, mánudaginn 5. okótóber. Íþróttaviðburðir með snertingum verða á meðal þeirra atriða sem háðir verða undantekningum samkvæmt reglugerð um...
HK vann stórsigur á Víkingi í Grill 66-deild karla í handknattleik í Kórnum í upphafsleik 3. umferðar, 31:22. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var aldrei spenna í leiknum. HK var með átta marka forskot í hálfleik, 15:7,...