„Það er frábært að fá Alexander aftur inn í hópinn og fá að njóta hans reynslu og liðsinnis,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla á blaðamannafundi í gær um þá ákvörðun Alexanders Peterssonar að gefa kost á...
„Þetta er bara geggjað í alla staði,“ sagði Magnús Óli Magnússon, handknattleiksmaður hjá Val, þegar handbolti.is leitaði viðbragða hjá honum í dag eftir að Magnús Óli var valinn í landsliðshópinn sem tekur þátt í leikjum í undankeppni EM í...
HSÍ reynir þessa daga að fá undanþágu fyrir leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik til að þeir geta hafið æfingar á milli jóla og nýárs án þess að þurfa að sæta einangrun sem útilokar þá frá samneyti við fjölskyldur...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið 21 leikmann til þess að taka þátt í næstu leikjum landsliðsins í handknattleik sem eru tveir leikir við Portúgal í undankeppni EM 6. og 10. janúar og heimsmeistaramótið sem haldið...
Klukkan 11 hefst blaðamannafundur Handknattleikssambands Íslands í beinni útsendingu á netinu. Þar ætlar Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla, að kynna landsliðshópinn sem tekur þátt í æfingum og undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi 13. til 31....
„Ég er bara sáttur stöðu mála. Ég náði að leika 100 landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Ég er stoltur af að hafa hafa fengið tækifæri til þess að leika með landsliðinu í eitt hundrað...
Handknattleikssambandi Íslands barst í dag staðfesting á að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hafi samþykkt undanþágu vegna íþróttahússins á Ásvöllum sem keppnishúss fyrir landsleiki Íslands á meðan Laugardalshöll verður lokuð vegna viðgerða.A-landslið kvenna hefur spilað síðustu þrjá heimaleiki á Ásvöllum og...
Fjórir íslenskir handknattleiksþjálfarar verða í eldlínunni á HM karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi í janúar en alls taka landslið þrjátíu og tveggja þjóða þátt í mótinu að þessu sinni. Það er einum þjálfara færra en á...
Viðureign Íslendinga og Ísraelsmanna í undankeppni EM 2022 í karlaflokki sem fram átti að fara hér á landi í byrjun nóvember, en ekkert varð af, hefur nú verið sett á helgina 13. og 14. mars á næsta ári.Handknattleikssamband Evrópu,...
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina í landsliðshópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Af þeim eru átta sem leika með íslenskum félagsliðum....
„Menn voru mættir hér á fullu. Þannig hófst leikurinn og þannig enduðum við leikinn. Það var aldrei gefin tomma eftir,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Litháen, 36:20, í Laugardalshöll...
„Þetta var ánægjulega stund. Ég er mjög glaður að vera mættur á ný í landsliðsbúninginn,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem klæddist landsliðspeysunni í fyrsta sinn í 22 mánuði í gærkvöld þegar íslenska landsliðið mætti landsliði Litháen í Laugardalshöll í...
„Ég er viss um að við sýndum það í kvöld að við ætluðum ekki að gefa neitt eftir, vorum klárir frá byrjun og héldu áfram allt til enda,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sem fór á kostum í íslensku vörninni...
„Það var bara alveg geggjað að spila með strákunum,“ sagði Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem fór á kostum í sínum fyrsta stórleik með A-landsliðinu í kvöld gegn Litháen. Hann nýtti tækifærið svo sannarlega í botn og skoraði átta mörk...
„Við spiluðum alveg ótrúlega vel,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik glaður í bragði í samtali við handbolta.is eftir stórsigur íslenska landsliðsins á Litháum, 36:20, í Laugardalshöll í kvöld í undankeppni EM.„Við keyrðum bara á þá frá upphafi...