- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar bikar er innan seilingar hjá Arnóri

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold leikur á morgun þriðja úrslitaleikinn á viku þegar það mætir Mors-Thy í úrslitum dönsku bikarkeppninnar í karlaflokki. Aalborg lagði í dag GOG, með Viktor Gísla Hallgrímsson landsliðsmarkvörð innanborðs, 35:31, í undanúrslitum Jyske Bank Boxen í...

Molakaffi: Ómar Ingi, Viggó, Claar, Sandell, Steins, Viktor, Elvar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru taldir á meðal 20 mestu happafenga félaga í evrópskum handknattleik á þessari leiktíð sem senn er á enda. Um er að ræða mat sérfræðinga á vegum vefsíðunnar handball-planet. Ómar Ingi Magnússon þykir hafa verið slíkur...

Féll allur ketill í eld

Lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffahausen féll allur ketill í eld í kvöld þegar þeir mættu Pfadi Winterthur í þriðja sinn í einvíginu um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss. Þeir voru með vænlega stöðu eftir fyrri hálfleik en...
- Auglýsing -

Óvænt sætaskipti á toppnum

Alexander Petersson og félagar í Flensburg misstigu sig í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn í kvöld er þeir töpuðu fyrir Füchse Berlin með fjögurra marka mun, 33:29. Leikmenn Kiel komust þar með í efsta sæti deildarinnar á nýjan leik og...

Guðjón Valur er á meðal tíu efstu frá upphafi

Einn íslenskur handknattleiksmaður er á meðal tíu markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar í handknattleik frá upphafi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ríflega 2.100 mörk á ferlinum í Þýskalandi frá 2001 til 2019 að tímabilinum 2011/2012 og aftur frá 2014 til...

Vistaskipti handknattleiksfólks í sumar

Eins og alltaf er þá verður uppstokkun á liðum milli keppnisára í handknattleik eins og í öðrum hópíþróttum. Síðustu vikur hefur verið nokkuð um að tilkynnt hafi verið um vistaskipti íslensks handknattleiksfólks, á meðal þeirra sem leikið hafa hér...
- Auglýsing -

Sjöundi meistaratitill Arnórs í Danmörku

Arnór Atlason, núverandi aðstoðarþjálfari dönsku meistaranna Aalborg Håndbold, kann vel við sig í Danmörku þar sem hann hefur búið ásamt fjölskyldu sinni árum saman. Hann hefur verið einkar sigursæll en í gær varð hann danskur meistari í sjöunda sinn,...

Lifa enn í voninni

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach halda enn í vonina um að ná öðru af tveimur efstu sætum þýsku 2. deildarinnar og flytjast þar með upp í efstu deild í lok keppnistímabilsins. Í kvöld vann Gummersbach lið Elbflorenz frá...

Fjórði meistaratitill Arnórs með Aalborg er í höfn

Arnór Atlason og félagar í danska liðinu Aalborg Håndbold urðu í kvöld danskir meistarar í handknattleik karla eftir öruggan sigur, 32:26, á Bjerringbro/Silkeborg í oddaleik í Gigantium-íþróttahöllinni í Álaborg.Þetta er þriðja árið í röð sem Aalborg Håndbold verður...
- Auglýsing -

Oddur og félagar stigu stórt skref í rétta átt

Oddur Gretarsson og samherjar í Balingen-Weilstetten stigu stórt skref í átt til þess að halda sæti sínu í þýsku 1. deildinni í kvöld þegar þeir lögðu Wetzlar, 30:28, á heimavelli. Á sama tíma tapaði Ludwigshafen, sem sótt hefur hart...

Myndskeið: Viktor Gísli skoraði og fékk bronsið

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG hrepptu í dag bronsverðlaun í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. GOG vann Holstebro með fjögurra marka mun, 33:29, í oddaleik um bronsið á heimavelli. GOG var þremur mörkum yfir að loknum fyrri...

Átján marka sigur í fyrsta leiknum hjá Fredrikstad

Elías Már Halldórsson fer af stað af miklum krafti hjá norska úrvalsdeildarliðinu Fredrikstad Ballklubb. Liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld undir hans stjórn og gjörsigraði liðsmenn Follo, 40:22. Follo tekur sæti í úrvalsdeildini við upphaf leiktíðar í haust...
- Auglýsing -

Aron vísar á stjórnendur Barcelona

„Þú verður að spyrja stjórnendur félagsins af hverju ég verð ekki áfram.“ Eitthvað í þessa veruna svarar Aron Pálmarsson nýkrýndur Evrópumeistari í þriðja sinn spurningu spænska fjölmiðilsins RAC1 af hverju hann sé á förum frá Evrópumeisturum Barcelona eftir fjögur...

Standa höllum fæti

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen standa höllum fæti í keppni við Pfadi Winterthur um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss eftir annað tap í úrslitarimmu liðanna í kvöld, 33:28. Leikið var í Schaffhausen. Pfadi...

Bubbi er markvörður umferðarinnar

Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson er í liði 34. umferðar í þýsku 2. deildinni sem lauk um helgina. Sveinbjörn, eða Bubbi eins og hann er kallaður, fór hamförum í marki EHV Aue á laugardaginn þegar liðið vann Gummersbach í uppgjöri Íslendingaliða...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -