- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Guðmundi Þórði og Arnari Frey

MT Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og leikur í þýsku 1. deildinni, vann átta marka sigur á Göppingen á heimavelli í gær, 31:23. Svo öruggur sigur er nokkuð óvæntur þar sem Göppingen liðið hefur leikið afar vel síðan...

Molakaffi: Sigvaldi, Aron Donni, Elliði, Arnar Birkir

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk úr sex skotum þegar Vive Kielce vann Piotrkow, 40:21, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Vive Kielce hefur unnið hverja einustu af þeim 22 viðureignum sem liðið hefur lent í deildinni á...

Óðinn Þór og félagar komnir í undanúrslit – Elvar Örn úr leik

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Holstebro í gær þegar liðið vann Skjern, 34:32, í riðli tvö í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern sem með þessu...
- Auglýsing -

Aðalsteinn bikarmeistari í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson vann í kvöld sinn fyrsta bikar í Sviss þegar hann stýrði liði sínu Kadetten Schaffhausen til sigurs í úrslitaleik bikarkeppninnar. Kadetten vann þá HC Kriens með eins marks mun í æsilega spennandi úrslitaleik, 22:21. Kadetten var marki...

Díana Dögg og félagar í deild þeirra bestu

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau tryggðu sér í dag sæti í efstu deild þýska handknattleiksins á næstu leiktíð. Þær unnu TuS Lintfort á heimavelli, 32:27, og hafa þar með tryggt sér sigur í 2....

„Ég er alls ekki á heimleið“

„Ég er alls ekki á heimleið,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður IFK Kristianstad og landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is spurði hann út í þrálátan orðróm sem gengið hefur síðustu vikur um að hann væri að flytja heim eftir áratug...
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron Rafn, Grétar Ari, Elvar og Roland

Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot á þeim 45 mínútum sem hann stóð í marki í Bietigheim í gær er liðið vann Emsdetten, 41:31, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld.  Bietigheim er í 8. sæti deildarinnar með...

Komum þeim í opna skjöldu

„Við komum leikmönnum Magdeburg í opna skjöldu með því að leika sjö á sex í sókn frá byrjun, nokkuð sem við höfum ekki gert á keppnistímabilinu. Þetta herbragð lagði grunn að sigri okkar,“ sagði Oddur Gretarsson, leikmaðu Balingen-Weilstetten, við...

Viktor hafði betur gegn Sveini og er kominn í undanúrslit

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar hans í GOG tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik þegar þeir unnu SönderjyskE, 36:28, á útivelli í fjórðu umferð undanúrslitariðils eitt. Bjerringbro/Silkeborg fór langt með að tryggja sér fjórða...
- Auglýsing -

Frá Eyjum til Austureyjar – „Þetta verður ævintýri“

Kristinn Guðmundsson annar þjálfari karlaliðs ÍBV hefur samið við EB frá Eiði á Austurey í Færeyjum og tekur til starfa hjá félaginu 1. júlí. „Ég er að fara í uppbyggingarstarf en það eru spennandi einstaklingar í kringum klúbbinn. Aðstaðan...

Óvæntur sigur hjá Oddi gegn Ómari Inga og félögum

Oddur Gretarssonn og félagar í Balingen-Weilstetten unnu óvæntan og um leið verðmætan sigur í þýsku 1. deildinni í handknattleik í heimsókn sinni til Magdeburg í kvöld, 28:26. Balingen hefur verið í hópi neðstu liða deildarinnar allt tímabilið á sama...

Orri Freyr á leið til norsku meistaranna

Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska meistaraliðið Elverum og gengur til liðs við félagið í sumar. Frá þessu greinir Elverum nú í morgunsárið.Ny signering ✍️Velkommen til Elverum Orri Freyr Þorkelsson🤩 I...
- Auglýsing -

Naumur sigur rétt fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu í kvöld nauman sigur á Bern, 30:29, í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli Kadetten. Næsta viðureign liðanna verður í Bern á...

Óðinn Þór og Arnór eru í vænlegri stöðu í Danmörku

Aalborg og Holstebro eru komin langleiðina í undanúrslit um danska meistaratitilinn í handknattleik karla þótt enn eigi eftir að leika tvær umferðir í þeim riðli sem liðin eiga sæti í átta liða úrslitum. Meistarar Aalborg gerðu jafntefli í dag...

Stórleikur í kjölfar sóttkvíar

Arnór Þór Gunnarsson, sem losnaði ásamt samherjum sínum í Bergischer HC úr sóttkví á miðnætti, fór á kostum gegn Tusem Essen í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bergischer HC vann með tíu marka mun í Essen, 32:22....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -