Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Evrópuævintýri Arnórs og Álaborgar heldur áfram

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold gerir það ekki endasleppt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Það leikur til úrslita í keppninni á morgun gegn annað hvort Barcelona eða Nantes. Aalborg vann franska stórliðið PSG, 35:33, í hörkuleik í undanúrslitum í Lanxess-Arena...

Aron verður utan hóps í dag

Aron Pálmarsson leikur ekki með Barcelona í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Eftir því sem Rasmus Boyesen greinir frá á Twitter þá er Aron meiddur. Óvíst er hvað hrjáir Hafnfirðinginn eða hvort hann...

Meistaradeildin: Nær einstökum áfanga

Í dag verður leikið til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Fyrri leikurinn hefst klukkan 13.15. Í honum mætast danska meistaraliðið Aalborg og franska meistaraliðið Paris SG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem er í...
- Auglýsing -

Viktor Gísli og Gísli Þorgeir eru í kjöri á þeim efnilegustu í heiminum

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í kjöri á efnilegasta handknattleiksmanni Evrópu sem vefritið handball-planet stendur fyrir á vefsíðu sinni. Þetta eru Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður GOG, sem er í hóp fjögurra efnilegra markvarða sem kom til greina og...

Þjálfari Kríu flýgur á vit nýrra ævintýra

Lárus Gunnarsson verður ekki þjálfari Kríu í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Hann  hefur verið ráðinn þjálfari norska 2. deildarliðsins, eða C-deildarliðsins, Bergsöy í Noregi til næstu þriggja ára. Lárus tekur við starfinu af Einari Jónssyni sem...

Það skiptust á skin og skúrir

„Þetta tímabil hefur verið það skrítnasta sem ég, og eflaust margir fleiri, hef upplifað. Miklar hæðir og lægðir hafa verið hjá mér persónulega,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, Donni, handknattleiksmaður hjá franska efsta deildarliðinu PAUC (Pays d'Aix Université Club Handball)...
- Auglýsing -

Meðvitaðir um að við mætum algeru klassaliði

„Það ríkir mikil eftirvænting og allir svo sannarlega glaðir að vera hérna," sagði Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold. Arnór er staddur í Köln þar sem liðið tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handknattleik karla á morgun og...

Betur má ef duga skal

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í bikarmeistaraliði Kadetten töpuðu í kvöld á útivelli fyrir Pfadi Winterthur, 28:25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um svissneska meistaratitilinn í handknattleik karla. Næsti leikur liðanna verður í Schaffhausen á mánudaginn en vinna...

Bjarki Már markahæstur – áfram hættustaða hjá Oddi

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá bikarmeisturum Lemgo í kvöld þegar liðið vann sinn annan leik í þýsku 1. deildinni í röð eftir að það varð bikarmeistari á föstudaginn var. Lemgo vann Bergischer HC í kvöld í Phoenix Contact...
- Auglýsing -

Molakaffi: Viggó, Alexander, Aron Rafn, Ekberg, Erevik

Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk, öll úr vítaköstum, þegar lið hans Stuttgart tapaði fyrir Flensburg, 32:30, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Alexander Petersson skoraði ekki mark fyrir Flensburg að þessu sinni. Flensburg hefur þriggja...

Stórsigur hjá Donna í síðasta leik tímabilsins

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk í fjórum skotum í síðasta leik PAUC-Aix, í frönsku 1. deildinni í kvöld. PAUC vann Créteil mjög örugglega á heimavelli með 11 marka mun, 33:22, og lauk keppni í fjórða sæti með...

Hreinn úrslitaleikur framundan – vart á bætandi

Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold í handknattleik karla misstu vænlega stöðu niður í tap í annarri viðureign sinni við Bjerrginbro/Silkeborg um danska meistaratitilinn í handknattleik í gærkvöld. Þar með verður ekki hjá því komist að liðin mætist í hreinum úrslitaleik...
- Auglýsing -

Ómar Ingi og félagar settu strik í reikning meistaranna

Ómar Ingi Magnússon og félagar í SC Magdeburg unnu Kiel í kvöld á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 34:33. Tapið gæti reynst Kiel-liðinu dýrt á lokaspretti deildarinnar en það er í öðru sæti stigi á eftir Flensburg...

„Ég svíf um á skýi“

„Ég svíf um á skýi. Ætli tilfinningunni sé ekki best lýst þannig,“ sagði Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo, nýkrýndra bikarmeistara í Þýskalandi þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans. Lemgo vann bikarkeppnina í fyrsta sinn í 19 ár á...

Markamet Róberts féll í kvöld

Sextán ára gamalt markamet Róbert Gunnarssonar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik var slegið í kvöld af danska landsliðsmanninum Emil Jakobsen vinstri hornamanni GOG og samherja Viktors Gísla Hallgrímssonar landsliðsmarkvarðar. Jakobsen skoraði 10 mörk þegar GOG tapaði með eins marks...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -