Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handknattleik, flytur sig um set í sumar frá Danmörku til Þýskalands. Hann hefur samið við þýska 1. deildarliðið Balingen-Weilstetten en félagið greinir frá þessu í morgun. Þar með verður Daníel Þór liðsfélagi Odds Gretarssonar...
Magnús Orri Axelsson, tvítugur handknattleiksmaður sem er af íslensku bergi brotinn, hefur samið við Viking í Stavangri til næstu þriggja ára. Magnús Orri kemur til Viking frá norska meistaraliðinu Elverum þar sem hann hefur leikið með varaliði félagsins.Frá þessu...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék á ný með PAUC-Aix, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær eftir nokkurra vikna fjarveru sem skýrist af því að hann veiktist af kórónuveirunni. Donni náði ekki að skora mark þegar PAUC sótti...
Danski landsliðsmaðurinn Emil Jakobsen kom í veg fyrir fyrsta tap GOG í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld. Hann jafnaði þá metin, 34:34, þegar skammt var til leiksloka í viðureign GOG og Bjerringbro/Silkeborg. Jakobsen skoraði alls níu...
Sandra Erlingsdóttir var valinn maður leiksins í gær þegar lið hennar EH Aalborg tapaði fyrir SönderjyskE í fyrsta umspilsleiknum um keppnisrétt til að skora á næst neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar í umspilsleiki um sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili....
Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart bitu frá sér í kvöld eftir fremur brösótt gengi í síðustu leikjum í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir unnu Göppingen, 28:26, á heimavelli eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að...
Ekkert varð af því að Grétar Ari Guðjónsson og samherjar í Nice mættu Sarraebourg í næst efstu deild franska handknattleiksins síðdegis í dag. Kórónuveiran leikur marga grátt í Frakklandi um þessar mundir og eftir því sem fram kemur á...
Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, komst að minnsta kosti um stund upp í annað sæti þýsku 2. deildarinnar í dag þegar liðið vann Ferndorf, 30:28, á heimavelli. Gummersbach komst þar með stigi upp fyrir N-Lübbecke sem sat í...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk fyrir Skövde þegar liðið vann Kristianstad, 23:22, á heimavelli í þriðja undanúrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik í dag. Bjarni lék í um stundarfjórðung í leiknum og náði loks að sýna sínar...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg eru í slæmri stöðu eftir tap fyrir SönderjyskE í fyrstu viðureign liðanna í umspili um keppnisrétt í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 26:23. Leikið var á heimavelli EH Aalborg sem...
Franska handknattleiksliðið Nancy, sem Elvar Ásgeirsson leikur með, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að smit kórónuveiru, tvö tilfelli, hafi komið upp í herbúðum þess. Af þeim sökum var viðureign Nancy og Dijon sem fram átti að...
Í tilefni af þeim stórfréttum sem staðfestar voru í vikunni að Aron Pálmarsson gangi til liðs við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold i sumar eftir fjögurra ára veru hjá Barcelona hefur Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tekið saman ítarlegt og skemmtilegt myndskeið...
Íslendingaliðið EHV Aue náði aðeins í annað stigi í kvöld í viðureign sinni við Konstanz á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 27:27. Leikmenn Konstanz jöfnuðu metin þegar um ein mínúta var til leiksloka og þar við sat....
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsmaður danska liðsins GOG er einn fimm markvarða sem á hvað glæsilegustu tilþrifin í síðari leikjum átta liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem fram fóru á þriðjudaginn. Viktor Gísli var vel á verði...
Handknattleikskonan Sara Dögg Hjaltadóttir hefur samið við norska 1. deildarliðið Gjerpen sem hefur bækistöðvar í Skien í Þelamörk í Noregi. Forsvarsmaður félagsins staðfestir komu Söru Daggar til félagsins á dögunum í staðarblaði í Skien. Ekkert er hinsvegar staf um...