- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Góður leikur dugði ekki

Það dugði KIF Kolding skammt að Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, átti góðan leik í dag þegar lið hans mætti Mors-Thy á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kolding tapaði með fimm marka mun, 29:24. Ágúst Elí varði 10 skot og...

Daníel Freyr skellti í lás

Daníel Freyr Andrésson, handknattleiksmarkvörður sem lék með Val í fyrra og í hitteðfyrra, hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag með Guif Eskilstuna, og það með ekki neinni smá frammistöðu. Daníel Freyr stóð í marki Guif allan leikinn,...

Sara Dögg var allt í öllu

Keppnistímabilið í norsku B-deildinni í handknattleik kvenna hófst í dag þegar Íslendingalið, Volda, sótti tvö stig í greipar Nordstrand í Ósló, lokatölur 24:20. Sara Dögg Hjaltadóttir, fyrrverandi leikmaður Fjölnis, var allt í öllu hjá Volda í leiknum. Sara Dögg skoraði...
- Auglýsing -

Héðan og þaðan: Gorbok, Ragnar, Arnór Þór og Kraus

Hvít-rússneski handknattleiksmaðurinn Sergei Gorbok hefur ákveðið að hætta keppni. Hann tilkynnti í gær að nú væri mál til komið að leggja skóna á hilluna. Gorbok er 37 ára gamall og hefur leikið með mörgum af fremstu handknattleiksliðum Evrópu s.s....

Sigurgangan heldur áfram

Svissneska handknattleiksliðið Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson tók við þjálfun á í sumar, heldur sínu striki í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í gær vann liðið sinn þriðja leik í deildinni á leiktíðinni þegar það tók leikmenn TV Endingen í...

Ólafur fór hamförum

Íslendingaliðið IFK Kristianstad hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag með mikilvægum sigri á HK Malmö, 26:24. Leikið var í Baltiska-íþróttahöllinni í Malmö. Íslensku landsliðsmennirnir í liði IFK voru í stórum hlutverkum að vanda. Segja má að...
- Auglýsing -

Stórsigur í Zwickau

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu í dag stórsigur á HSG Freiburg á heimavelli, 21:13, í þýsku 2.deildinni í handknattleik, annarri umferð. Í hálfleik benti fátt til að sigurinn yrði svo stór sem...

Viktor og félagar áfram á sigurbraut

GOG, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, heldur áfram á sigurbraut í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í dag vann GOG liðsmenn Århus Håndbold, 29:21, á heimavelli og átti Viktor Gísli fínan leik. Hann stóð í marki liðsins allan...

Misjafnt gengi Íslendinga

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður, og Steinunn Hansdóttir léku báðar með Vendsyssel sem tapaði á heimavelli fyrir Skanderborg í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 26:19. Leikið var á heimavelli Vendsyssel á Jótalandi. Elín Jóna kom lítið við...
- Auglýsing -

Aron markahæstur í stórsigri

Spænska 1. deildin er komin á fulla ferð. Í gærkvöld hófst önnur umferðin sem leikin er í vikunni og voru það meistarar Barcelona sem riðu á vaðið með heimsókn sinni til La Rioja. Sem fyrr þá voru yfirburðir Barcelona-liðsins...

Fyrsti sigurinn í höfn

Skjern, liðið sem Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik leikur með vann langþráðan sigur í gærkvöld þegar það sótti Frederica heim í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lokatölur, 35:31. Að loknum fyrri hálfleik var staðan, 18:15, Skjern í vil Elvar Örn...

Fyrsti leikur Hauks

Haukur Þrastarson tók þátt í sínum fyrsta kappleik með pólska meistaraliðinu Vive Kilce í dag þegar liðið mætti Szczerin á heimavelli og vann öruggan 15 marka sigur, 37:22, í annarri umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Haukur skoraði ekki mark í...
- Auglýsing -

Arnór og meistararnir á sigurbraut

Aalborg vann sinn þriðja sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið sótti Ribe-Esbjerg heim á vesturhluta Jótlands, 35:30. Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er aðstoðarþjálfari dönsku meistaranna sem tróna nú á toppi deildarinnar. Rúnar Kárason átti...

Tveir Íslendingar í liði umferðarinnar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði annarrar umferðar í dönsku úrvalsdeildinni en við val á liðinu er litið til nokkurra tölfræðiþátta og þannig metin frammistaða leikmanna í einstökum leikstöðum vallarins. Elvar Örn Jónsson hjá Skjern skaraði fram úr öðrum leikmönnum...

Átakalítill upphafsleikur

Eins og við var að búast þá var lið Helvetia Anaitasuna þeim Aroni Pálmarssyni og samherjum í Barcelona ekki mikil fyrirstaða í kvöld í upphafsleik þeirra í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur voru 31:18 en að loknum fyrri...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -