Handknattleiksdeild ÍBV staðfesti í gær að Grímur Hergeirsson hafi samið við deildina um að þjálfara meistaraflokkslið karla með Erlingi Richardssyni á komandi leiktíð. Nokkuð er síðan handbolti.is sagði frá þessu enda var Grímur með ÍBV-liðinu ásamt Erlingi á Ragnarsmótinu...
Íslandsmeistarar Vals eru komnir áfram í aðra umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla eftir eins marks sigur í dag á RK Porec, 22:21, og samanlagt 44:39, eftir tvo leiki. Valsmenn unnu einnig fyrri leikinn í gær, 22:18. Báðar viðureignir fór...
Valsmenn standa ágætlega eftir fjögurra marka sigur, 22:18, á RK Porec í fyrri viðureigninni í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Porec í Króatíu í dag. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í sóknarleiknum í síðari hálfleik þá tókst Val...
Handknattleiksmaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson hefur endurskoðað ákvörðun sína um að rifa seglin á handknattleiksvellinum, tekið fram handboltaskóna á nýjan leik og hafið æfingar með Stjörnunni.Björgvin Þór staðfesti þetta í samtali við Vísir.is í gær.Hann sagði í samtali við handbolta.is...
„Ég viðurkenni að ég veit ekki mikið um þetta lið sem við erum að fara að mæta enda hefur verið erfitt að fá glöggar upplýsingar um það,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, spurður um hvað hann vissi...
Handknattleiksdeild Hauka hefur lánað Kristófer Mána Jónasson tímabundið til Aftureldingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild Hauka í kvöld. Kristófer Máni er þriðji leikmaðurinn sem Haukar lána til Aftureldingar fyrir komandi leiktíð.Í síðustu viku var greint frá því...
Íslandsmeistarar Vals lögðu af stað frá landinu í morgun. Ferð þeirra er heitið til Króatíu þar sem þeirra bíða tveir leikir í 1. umferð Evrópudeildarinnar gegn RK Porec um helginga. Fyrri viðureignin verður klukkan 17 á föstudaginn og sú...
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við að leikurinn við Val í meistarakeppni HSÍ hafi verið settur á dagskrá í kvöld og það með nokkuð skömmum fyrirvara. Að hans mati hafi verið um tímaskekkju að ræða. Það...
„Ég var mjög ánægður með strákana, ekki síst þar sem ég vissi ekki alveg hvað myndi gerast eftir það sem á undan er gengið hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir sigur á Haukum, 28:24, í...
Íslandsmeistarar Vals unnu í kvöld meistarakeppni HSÍ handknattleik kala þegar þeir lögðu deildarmeistara síðasta árs, Hauka, örugglega, 28:24, í Origohöllinni á Hlíðarenda. Sigurinn er gott veganesti fyrir Valsmenn sem halda í fyrramálið út til Króatíu þar sem þeir mæta...
Valur og Haukar mættust í Meistarakeppni HSÍ handknattleik karla í Origohöllinni kl. 19.30. Fylgst var með leiknum í texta- og stöðuuppfærslu sem sjá má hér fyrir neðan.Valur vann leikinn, 28:24, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í...
Íslandsmeistarar Vals og deildarmeistarar Hauka mætast í meistarakeppni HSÍ í Origohöllinni í handknattleik karla í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Leikurinn markar upphaf keppnistímabilsins hér á landi og er aðeins fyrr á dagskrá en stundum áður vegna...
Leikmenn handknattleiksliðs Vals í karlaflokki losnuðu úr sóttkví á föstudaginn að þremenningunum sem smituðustu undanskildum. Fleiri smit komu ekki fram og voru allir þeir sem reyndust neikvæðir við skimun á mánudaginn í sömu stöðu á föstudaginn. Þess vegna var...
Í lok Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í gær var tilkynnt um val á úrvalsliði mótsins. Eftirtaldir hrepptu hnossið að þessu sinni:Vinstra horn: Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukum.Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH.Vinstri skytta: Darri Aronsson, Haukum.Hægri skytta: Hafþór Már Vignisson,...
Phil Döhler fór á kostum í marki FH í dag þegar liðið vann Hauka, 28:25, í úrslitaleik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik í Kaplakrika. Döhler varði 19 skot og var með yfir 40% hlutfallsmarkvörslu. Eins var varnarleikur FH-inga góður, ekki síst...