- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

Markadrottningin semur við Önnereds til þriggja ára

Markadrottning Olísdeildar kvenna, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leikmaður HK og landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliði Önnereds í Gautaborg. Félagið tilkynnti þetta í morgun.Önnereds hafnaði í sjöunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í...

Er fimm mörkum á eftir Hönnu Guðrúnu

Lovísa Thompson, leikmaður Vals, hefur farið á kostum í undanförnum leikjum. Síðast í dag héldu henni engin bönd þegar Valur vann KA/Þór, 29:23, í síðustu umferð Olísdeildarinnar. Lovísa skoraði 17 mörk. Ekki er langt síðan hún skoraði 15 mörk...

Úrslitakeppni Olísdeildar: Hvaða lið mætast og hvenær?

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst fimmtudaginn 28. apríl. Í fyrstu umferð mætast liðin sem höfnuðu í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti deildarkeppninnar sem lauk í kvöld. Efstu tvö liðin, deildarmeistarar Fram og Valur, sitja yfir en mæta...
- Auglýsing -

Valur í öðru sæti – Rut fékk rautt – sýning hjá Lovísu – Zecevic í ham – úrslit og markaskor, lokastaðan

Valur tyggði sér annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik síðdegis með öruggum sigri á KA/Þór í Origohöllinni þegar lokaumferðin fór fram, 29:23. Valsliðið situr þar með yfir eins og deildarmeistarar Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stjarnan kjöldró Hauka í...

Leikjavakt: Uppgjör í lokaumferðinni

Klukkan 16 hefjast þrír síðustu leikir í 21. og síðustu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik.Valur - KA/Þór.Stjarnan - Haukar.Afturelding - HK.Staðan í Olísdeild kvenna.Viðureign Vals og KA/Þórs er uppgjör um annað sæti deildarinnar.Stjarnan getur náð fimmta sæti...

Skelltu deildarmeisturum í lokaleiknum

ÍBV lauk keppni í Olísdeild kvenna með sigri á deildarmeisturum Fram, 24:22, í Vestmannaeyjum í dag. Sigurinn var sanngjarn. ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Fram komst aldrei yfir og náði fyrst að jafna metin þegar 13...
- Auglýsing -

Verður áfram í herbúðum meistaranna

Handknattleikskonan Aldís Ásta Heimisdóttir framlengdi í gær samning sinn við Íslandsmeistara KA/Þórs til tveggja ára.Aldís Ásta, sem er uppalin hjá KA/Þór, lék stórt hlutverk, jafnt í vörn sem sókn, þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í júní...

Dagskráin: Uppgjör um annað sæti

Síðasta umferð í Olísdeild kvenna í handknattleik fer fram í dag með fjórum leikjum. Fram varð deildarmeistari á síðasta laugardag. Eftirvænting ríkir fyrir viðureign Vals og KA/Þórs sem fram fer í Origohöll Valsara og hefst klukkan 16. Hvort liðið...

Fram krækir í markvörð

Deildarmeistarar Fram í Olísdeild kvenna hafa samið við Soffíu Steingrímsdóttur markvörð Gróttu. Hefur hún skrifað undir tveggja ára samning og kemur til liðs við Fram í sumar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram.Soffía hefur undanfarin tvö...
- Auglýsing -

Arnar Daði í þriggja leikja bann

Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ. Eins og kom fram á handbolta.is á dögunum vísaði framkvæmdastjóri HSÍ ummælum Arnars Daða í samtali við mbl.is eftir viðureign ÍBV...

Kveður Kaplakrika í vor

Litáíski landsliðsmaðurinn Gytis Smantauskas yfirgefur FH í vor þegar handknattleikstímabilinu lýkur. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Smantauskas kom til liðs við FH á síðasta sumri eftir að Einar Rafn Eiðsson gekk til liðs við KA.Smantauskas mun ljúka keppnistímabilinu með...

Annað árið í röð á KA markakóng Olísdeildar

Annað keppnistímabilið í röð kemur markakóngur Olísdeildar karla úr röðum KA. Á keppnistímabilinu 2020/2021 var Árni Bragi Eyjólfsson þáverandi KA-maður markakóngur deildarinnar en að þessu sinni er um að ræða landsliðsmanninn Óðinn Þór Ríkharðsson. Fyrir ári var Árni Bragi...
- Auglýsing -

Þjálfararnir skrifa undir samninga til lengri tíma

Þjálfarateymi karlaliðs Gróttu í Olísdeild karla, Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbachev, heldur galvaskt áfram störfum sínum. Síðdegis skrifuðu Arnar Daði og Maksim undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild félagsins. Arnar Daði verður áfram þjálfari liðsins með Maksim...

Sá besti heldur áfram hjá Gróttu

Birgir Steinn Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Birgir Steinn hefur verið í herbúðum Gróttu undanfarin tvö ár og staðið sig frábærlega og var m.a. besti leikmaður Olísdeildar samkvæmt tölfræðisíðunni HBStatz.Birgir skoraði 125...

Ásgeir Snær flytur til Svíþjóðar

Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson hefur samið við sænska liðið OV Helsingborg til tveggja ára og kveður þar með ÍBV í sumar eftir tveggja ára veru.Ásgeir Snær er 23 gamall örvhent skytta sem kom til ÍBV frá Val þar sem...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -