„Ég held að við getum verið ánægð með fyrirkomulagið á úrslitakeppninni. Vissulega var það neyðarúrræði að fara þessa leið, það er að leika tvo leiki í öllum umferðum. Ég held að við höfum ekki annan betri kost vegna þess...
„Við verðum með pláss fyrir 1200 áhorfendur á leiknum á föstudag, nóg pláss fyrir alla. Almenn miðasala á Stubb verður opnuð í dag og í forsölu á Ásvöllum frá klukkan 12.30 á föstudag," segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild...
Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaitė hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Ivanauskaitė er 23 ára skytta og spilaði síðast með Aftureldingu í Olísdeildinni 2019-2020, og skoraði 64 mörk í 14 leikjum. Hún var frá keppni á síðasta tímabili...
Brynjólfur Snær Brynjólfsson, hægri hornamaður Hauka, meiddist á ökkla snemma leiks gegn Val í fyrri úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld. Hann kom ekkert meira við sögu og óvissa ríkir um þátttöku hans í síðari viðureigninni á föstudaginn. Alexander...
Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í kvöld. Að þessu sinni fjölluðu umsjónarmenn þáttarins um fyrri leik Vals og Hauka í úrslitaeinvíginu í Olísdeild karlaMikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks á Hlíðarenda þar sem að markmenn liðanna...
„Ég er ánægður með sigurinn og við lékum vel. Eitthvað hefði mátt ganga betur í síðari hálfleik en á þeim tíma fór Björgvin að verja vel í Haukamarkinu á sama tíma og Martin datt aðeins niður. Mjög snögg leikgreining...
„Þetta er bara hörkueinvígi eins og sást á þessum hörkuleik tveggja frábærra liða,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka við handbolta.is eftir tap Hauka fyrir Val, 32:29, í fyrri viðureign liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í Origohöllinni...
Valsmenn fara með þriggja marka forskot í farteskinu í síðari úrslitaleikinn á Íslandsmótinu í handknattleik við Hauka á föstudaginn eftir að hafa unnið fyrri viðureignina 32:29 í Origohöllinni í kvöld í hreint stórskemmtilegum leik þar sem boðið var upp...
Stefán Rafn Sigurmannsson leikur ekki með Haukum í kvöld þegar deildarmeistararnir sækja Valsmenn heim í fyrri viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla. Svo herma heimildir handbolta.is.Stefán Rafn tognaði á læri í fyrri hálfleik í síðari viðureign Hauka...
„Markvarslan, hraðaupphlaupin hjá Val og línuspil Haukanna verða væntanlega þau atriði sem skipta hvað mestu máli um hvort liðið fer með sigur úr býtum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn,“ segir hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Einar Andri Einarsson þegar handbolti.is leitaði eftir...
„Við ættum að geta verið með fjögur hólf og hvert þeirra getur tekið 300 manns í sæti. En það hefur ekki verið framboð af miðum sem hefur hindrað fólk í að koma á völlinn,“ segir Theódór Hjalti Valsson...
Fyrri viðureign deildarmeistara Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik fer fram í kvöld í Origohöll Valsmanna. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Liðin unnu sitt hvorn leikinn þegar þau mættust í Olísdeildinni á keppnistímabilinu en Haukar eru einu...
Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Önnu Láru Davíðsdóttur til næstu tveggja ára. Anna Lára, sem verður 21 árs á þessu ári, kemur til liðs við Hauka frá Gróttu þar sem hún hefur leikið undanfarin ár. Hún lék 16...
Báðir úrslitaleikir Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla sem framundan eru hefjast klukkan 19.30. Fyrri viðureignin fer fram í Origohöll Valsara á morgun, þriðjudag, og sú síðari verður á föstudaginn í Schenkerhöll Hauka á Ásvöllum.Sömu reglur verða...
Fannar Þór Friðgeirsson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV á föstudaginn þegar liðið vann Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla í Origohöllinni. Sigurinn nægði ekki til þess að fleyta ÍBV í úrslit Íslandsmótsins. Fannar kom til ÍBV fyrir...