Serbneski handknattleiksmaðurinn Igor Mrsulja sem samdi við Gróttu í sumar hefur fengið leikheimild með liðinu. Þetta kemur fram á vef HSÍ en leikheimildin var gefin út í morgun.
Mrsulja ætti þar með að verða gjaldgengur með liðinu í gegn Stjörnunni...
Handknattleikstímabilið fer af stað af krafti hér innanlands í kvöld þegar þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppninnar í handknattleik karla. Keppni verður framhaldið annað kvöld og þá einnig í kvennaflokki en sextán liða úrslitum lýkur á...
Heimilt verður að hafa sextán leikmenn á leikskýrslu í meistaraflokki í leikjum Íslandsmótsins í handknattleik á keppnistímabilinu sem er að hefjast. Um langt árabil hefur hámarksfjöldi leikmanna verið takmarkaður við 14. Um leið verður leyfilegt að hafa fimm starfsmenn...
Nú þegar styttist í að handknattleikurinn fari á fulla ferð hér á landi þá er líflegt á félagaskiptamarkaðnum. Flautað verður til leiks í Coca Cola bikarnum á morgun og í Olísdeildinni þegar kemur fram undir aðra helgi. Félögin eru...
Íslandsmeistarar KA/Þór í handknattleik kvenna hafa fengið liðsstyrk í dönsku handknattleikskonunni Sofie Søberg Larsen. Frá því er greint á Akureyri.net.
Larsen, sem er 25 ára gömul, hefur þegar fengið félagaskipti til meistaranna frá H71 í Færeyjum þar sem hún lék...
FH-ingar halda ótrauðir áfram að búa sig undir ferð til Hvíta-Rússlands í næsta mánuði þar sem þeirra bíður leikur við SKA Minsk í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki. Hvíta-Rússland er eingangrað um þessar mundir og samgöngur við landið eru...
4. þáttur - karlarKvartettinn í Handboltinn okkar komu sér fyrir í stúdíói í gær og tók upp fjórða þáttinn sinn á þessu tímabili. Að þessu sinni fóru þeir yfir árangur Vals í Evrópudeildinni sem og verkefnið sem bíður þeirra...
Þeir leikmenn sem tóku þátt í leikjum í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik á síðasta keppnistímabili og skiptu um félag í sumar verða gjaldgengir með sínu nýja liði þegar þráðurinn verður tekinn í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarnum...
Sigríður Hauksdóttir, landsliðskona í handknattleik, tekur ekki þátt í fyrstu leikjum HK á keppnistímabilinu vegna þrálátra meiðsli í öxl sem ekki hefur tekist að vinna bug á. Sigríður hefur ekkert tekið þátt í leikjum HK á undirbúningstímabilinu.
„Öxlin hefur verið...
Selfoss leikur báðar viðureignir sínar við tékkneska liðið KH ISMM Koprivnice í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla ytra um aðra helgi, 18. og 19. september. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfossliðsins, staðfesti þetta í samtali við handbolta.is í dag....
„Það er frábært að vera kominn í þá stöðu að fá tækifæri til þess að máta sig við lið eins og Lemgo. Það er nauðsynlegt og gott fyrir okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við...
Íslandsmeistarar Vals mæta Bjarka Má Elíssyni og samherjum í þýska bikarmeistaraliðinu Lemgo í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg í morgun.
Fyrri leikurinn verður á heimavelli Vals þriðjudaginn 21. september...
Afturelding hefur lánað handknattleiksmanninn Hafstein Óla Berg Ramos Rocha til HK frá og með 3. september til 1. júní á næsta ári eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu HSÍ. Hafsteinn kom til Aftureldingar sumarið 2020 frá Fjölni.Ágúst Ingi...
Í fyrramálið kemur í ljós hvaða lið verður andstæðingur Vals í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Eftir að fyrstu umferð keppninnar lauk í gær er svo komið að það verða nöfn 24 liða í pottinum þegar dregið verður...
Serbinn Igor Mrsulja og Japaninn Akimasa Abe sem Grótta hefur samið við eru ekki komnir með leikheimild hér á landi. Þetta staðfesti Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, við handbolta.is í kvöld. Arnar Daði sagði að ólíklegt væri að...