Daninn Mathias Gidsel var ekki aðeins Ólympíumeistari í handknattleik með danska landsliðinu í gær og markahæsti leikmaður keppninnar í karlaflokki heldur var hann ennfremur valinn mikilvægasti eða besti leikmaðurinn sem lék með liðunum 12 sem reyndu með sér. Gidsel...
Norska handknattleikskonan Nora Mørk tilkynnti eftir sigur norska landsliðsins í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna á laugardaginn að hún ætli að taka sér ótímabundið leyfi frá landsliðinu. Mørk sagðist vera orðin slitin og þreytt líkamlega og verði að draga úr álagi. Hún...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands segir að lið hans hafi ekki ráðið við sóknarleik Dana í úrslitaleiknum í dag. Þar af leiðandi hafi hans lið misst leikinn úr höndum sér snemma og ekki átt leið til baka.„Þótt sóknarleikur okkar væri...
Daninn Mathias Gidsel er markakóngur handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Frakklandi. Hann skoraði 62 mörk í átta leikjum, eða nærri 8 mörk að jafnaði í leik.Gidsel hefur þar með náð þeim einstaka árangri að verða markahæstur á þremur síðustu...
Danska landsliðið lék sér að þýska landsliðinu í úrslitaleik handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Lille í Frakklandi í dag. Danir slógu upp sýningu gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans sem fram að leiknum í morgun höfðu leikið afar vel á leikunum....
Spánverjar unnu í fimmta skipti bronsverðlaun í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikum þegar þeir unnu Slóvena, 23:22, í viðureign um 3. sætið Pierre Mauroy Arena í Lille í morgun. Á móti kom að tækifæri Slóvena til þess að vinna verðlaun...
Handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum hófst laugardaginn 27. júlí og lauk með úrslitaleikjum sunnudaginn 11. ágúst. Hér fyrir neðan er leikjadagskrá keppninnar. Úrslit voru fyllt inn eftir að leikjum lauk auk þess sem staðan var uppfærð þegar hverri umferð riðalkeppninnar...
„Sigurinn réðist á sterkum liðsanda, varnarleik og markvörslu þegar vörnin fór að smella eftir um 10 til 12 mínútur auk Katrine Lunde í markinu,“ segir Þórir Hergeirsson þjálfari nýkrýndra Ólympíumeistara Noregs í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson fréttamann RÚV...
Katrine Lunde, landsliðsmarkvörður Ólympíumeistara Noregs, var valin mikilvægasti eða besti leikmaður handknattleikskeppni Ólympíuleikanna en keppni í kvennaflokki lauk í dag með öruggum sigri norska landsliðsins með Þórir Hergeirsson í þjálfarastólnum á Frökkum, 29:21.Lunde hefur aldrei farið heim frá Ólympíuleikum...
Norska landsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er Ólympíumeistari í handknattleik kvenna eftir að hafa lagt heimsmeistara Frakklands, 29:21, í frábærum úrslitaleik Stade Pierre Mauroy Arena í Lille að viðstöddum liðlega 27 þúsund áhorfendum. Norska liðið var tveimur...
Danska landsliðið hafði betur gegn því sænska í viðureigninni um bronsverðlaunin í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í morgun. Þetta eru fyrstu verðlaun Dana í handknattleik kvenna á Ólympíuleikum í tvo áratugi eða síðan gullverðlaun unnust á leikunum í Aþenu...
Handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum hófst fimmtudaginn 25. júlí og lauk með úrslitaleikjum laugardaginn 10. ágúst. Hér fyrir neðan er leikjadagskrá keppninnar. Efst eru úrslit síðustu leikjanna en eftir því sem neðar dregur verða úrslitin eldri. Einnig er lokastaðan í...
„Ég er afar stoltur af árangrinum en enn stoltari af því hvernig liðið hefur leikið,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari þýska landsliðsins í samtali við fjölmiðla ytra eftir að þýska landsliðið tryggði sér sæti í úrslitaleik handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag...
Heimsmeistarar Danmerkur leika við Þjóðverja í úrslitaleik handknattleikskeppni karla á sunnudaginn. Danir lögðu Slóvena með minnsta mun, 31:30, í Lille í kvöld. Slóvenar sóttu hart að danska liðinu undir lokin og tókst að skora tvö síðustu mörkin. Þeim vantaði...